Það heyrðist öskur utan úr stofunni en það var ekkert nýtt. Mamma og pabbi voru bara aftur að rífast um framhjáhaldið hennar mömmu þannig að nágrannarnir heyrðu til. Það var samt erfitt að sofna úr hávaðanum. Ég fann tár myndast í auganu en flýtti mér að þurrka það burt. Ég var bara þreyttur.
Ég vaknaði frá djúpum svefni. Svefninn var það besta sem ég vissi. Gott að komast burt. Ég klæddi mig og fór fram. Allir sátu við morgunverðarborðið og átu í hljóði. Ég settist hljóðlega við borðið og fékk mér ristað brauð. Bumban á Maríönnu var orðinn soldið stór enda var hún komin 6 mánuði á leið. Það var annað rifrildi sem nágrannarnir heyrðu og gátu slúðrað um, þegar hún sagði mömmu og pabba frá því að hún væri ólétt. Hún var þeim svo reið. Ég hafði opna rifu á hurðinni inn til mín það kvöldið til að hlera. “Þú ert heppinn” hafði hún sagt eftir að hafa kallað mömmu og pabba öllum þeim illum nöfnum sem hún kunni; “Þú ert heppinn að vera alltaf svona djöfulsins fullkominn” sagði hún og skellti hurðinni inn til sín. Hún hafði rétt fyrir sér. Ég var heppinn. Samt fór ég að sofa með tárin í augunum, eins og kvöldið þegar pabbi lamdi mig. Ég hafði spurt hann um hvað hann var að rífast við mömmu. Það kom mér ekki við, ég átti ekki að spyrja. Allt mér að kenna.
Tímarnir liðu óvenjulega hægt í skólanum þann daginn. Fékk 7,5 á íslenskuprófinu; Jibbí. Ég var einmana þann daginn eins og daginn áður og daginn þar áður. Ég fór heim aleinn í matartímanum. Ég var orðinn svo fjarlægur hafði Sara sagt þegar hún hætti með mér. Aldrei í góðu skapi, ég hafði breyst.
Þegar ég kom heim frá þessum langa langa degi var annað rifrildi í gangi. Ég læddist inn í herbergi en náði um hvað öskrin voru. Frábær tími sem Siggi kaus til að koma út úr skápnum. Ég lokaði herbergishurðinni á eftir mér og dæsti. Ég var frjáls. Það var þungt loft í herberginu; alltaf lokuð hurðin. Ég opnaði gluggann og sá að það var orðið dimmt úti. Svo snögglega. Sumt breytist þrátt fyrir vilja manns og svo snögglega að maður nær ekki einu sinni að kveðja. Veturvindarnir voru frískandi og útsýnið fallegt enda var ég hátt uppi. Ég horfði upp á stjörnurnar sem hafa verið þarna svo lengi. Ég var hérna ekki fyrir 16 árum og verð hérna ekki eftir dauðann, hvenær sem það verður. Ég beytti ímyndunaraflinu eins og ég gat og í smástund fann ég það hvernig það var. Að vera ekki til. Engar tilfinningar eða minningar eða hugsanir eða sársauki eða öskur. Bara óendanlega langur tími til einkis. Svo lenti ég á harðri jörðinni. Og ég fann það í smástund áður en ég dó. Sársauka. Góðan sársauka og lífið fjaraði út. Besta tilfinning sem til er í heiminum hugsaði ég. Og svo hugsaði ég aldrei meir.