Það verður aldrei eins og áður.

Ekkert eins síðan Rómeó og Júlía drápu sig. Í mínu tilfelli voru elskendurnir foreldrar mínir. Ó, hvað ég hata Rómeó og Júlíu. Þau eigingjörnu svín sem skildu mig hérna eina eftir. Það hefði ekki verið erfitt að gefa mér eina blásýrutöflu líka. En það var auðvitað óhugsandi. Núna langar mig meira en allt annað í heiminum að labba niður laugarveginn. Horfa á fjöldskyldurnar hamingjusamar fagna jólafkomunni í ár og loks enda við Tjörnina þar sem ég myndi drekkja mér.

Ég hef alltaf verið einkabarn. Ofdekraða einkabarnið í árgangnum mínum. Ég var sjálfsörugg, átti marga vini og gladdist lífið. Núna líður mér eins og stráklingnum Palla og ég er að bíða eftir því að vakna frá þessari skelfilegu martröð. Þessari martöð sem aldrei mun ljúka.

Með tímanum fjarlægðist ég öllum lifandi mannverum jarðar. Ég kom ekki undir bert loft í einn og hálfan mánuð eftir að Shakespear atriðið átti sér stað. Ég var ekki þess verðug. Ég er afkomandi skíts sem vildi ekki lifa lengur. Ég á engan rétt á því að valsa um göturnar eins og milljarðamæringur, horfandi niður á fólk sem er fullkomlega heilbrigt og á fullkomlega hamingjusama foreldra. Það glataða við allt er að ég er nýbakaður milljarðamæringur. Því þarf ég auðvitað að fara til verstu sálfræðinganna. Þeirra sem halda að þeir sjálfir séu bestir bara vegna þess að þeir eru dýrastir í bænum, og eiga enginn vandamál. Ég get sagt það hér og nú að þeir sem vilja hlusta á annarra manna vandamál allan daginn eiga sér stórt vandamál. En hver er ég að segja þetta miðað við elsku mömmu mína og pabba.

En ég hætti semsagt í skólanum eftir hálft ár. Sorglegt, sögðu sumir. Ég kalla það frelsi. Frelsi undan kennurunum sem tala við mig eins og geðsjúkling og krökkunum sem eiga að heita bestu vinir mínir sem skálfa og tárast við það eitt að horfa á mig. Það kalla ég sorglegt.

Var ég örsökin? Er ég ástæða dauða foreldra minna? Vildu þau gera mig rík og fátæk í senn? Mér blöskrar. Ekki aftur. Það er ekki dagur í lífi mínu þar sem þessar vangaveltur koma ekki upp. En er það ekki eðlilegt? Auðvitað veltur maður þessu fyrir sér, og síðasta árið hef ég svo sannarlega hugsað. Eina ástæðan fyrir því að foreldrar mínir myndu nokkurn tímann sofna með líkamann fullann af blásýru er ég.

Eins og ég sagði fyrir. Það verður aldrei eins og áður.
, og samt ekki.