Tómarúmið er eins og eitur sem flæðir um æðar mínar. Svartholið stóra sem aldrei mun fyllast. Hatur svellur upp í mér. Mér langar að öskra á guð. Segja hvað það var ógeðslegt af honum að gera mér þetta. Taka klettinn í lífi mínu burt. Skilja mig eftir eina hjá mömmu. En ég geri það ekki. Guð er hættur að hlusta.
Mamma kom heim í gærkveldi. Kvartandi og kveinandi og grenjandi yfir því hvað lífið hafði gert við hana. Af því að hún var sú eina sem átti bágt í þessari aumkunarverðu fjöldskyldu okkar. Af því að það er hún sem þarf að líða sjö marbletti að meðaltali á dag, tómar flöskur af meðalsterku brennivíni og öskrin fram eftir nóttu. Það er hún sem guð er að refsa? Það er alltaf auðvelt að líta á sjálfan sig sem fórnarlamb, er það ekki?
Svo kennir hún veikindunum um. VEIKINDUNUM?! Mamma var nefninlega með persónuleikaröskun. Eða er. Maður veit aldrei hvenær mamma er á lyfjum eða ekki. Eitt orð og risastórt glóðurauga verður stimplað á mann daginn eftir. Maður má aldrei missa neitt út úr sér. Aldrei.
Í byrjun prufar hún sig allaf áfram. Gáir hve langt hún kemst. Þannig byrjaði þetta allt. Fyrst var það bara einn kinnhestur. Núna er ég með annað miðhandarbein brákað á vinsti hendi og það vantar í mig jaxl.
Ég hef alltaf vonað að einhvern daginn einhver myndi koma til hjálpar. Hver sem er. Barnaverndarnefnd kom reyndar heim til mín einu sinni. En þá var mamma edrú. Heppin ég.
Það munar bara svo miklu, að vera vonlaus og að hafa von. Vonin er það sem heldur í mér lífinu, ef ég á að vera fullkomlega hreinskilin. Vonin er líka það eina sem mamma hefur ekki tekið frá mér. Baráttan, viljinn, styrkurinn, heilsan, vinirnir, hamingjan og svo loks pabbi eru allt löngu farið. Vonin er það sem skiptir máli.
Það er bara svo mikil löngun fyrir mig að útskýra. Skýra það út að það var ekki ég sem á bákt. Það er mamma. Mamma ein og sér hefur gert líf mitt að lifandi helvíti. Ekki ég. Vona ég.
, og samt ekki.