Mér datt þessa sögu bara í hug þegar mér leiddist í tíma og fannst hún frekar sæt þannig að ég skrifaði hana niður. Þetta er fyrsta sagan mín sem ég set hérna inn (og líka fyrsta sagan mín bara ever). Endilega látið mig vita hvað ykkur finnst.
Alveg síðan ég man eftir mér hef ég talað við skuggann minn og ekki nóg með það heldur svaraði hann mér. Við lágum saman á kvöldin í myrkrinu og spjölluðum um allt. Ég þurfti nefnilega ekki ljós til að heyra í honum Skugga.
Hann varð fljótlega besti vinur minn og á tíma eini vinur minn þegar ég kom fyrst í nýjan skóla í 8. bekk og þekkti engann. Á erfiðum dögum þegar ég varð einmana lokaði ég mig inni á baði í frímínútum og talaði við Skugga. Hann tók oft eftir hlutum sem ég gerði ekki og benti mér á einn strák sem var líka nýr í skólanum.Ég talaði við hann einn daginn eftir skóla. Hann hét Garðar og hafði átt heima í sveit allt sitt líf. Við náðum vel saman og stuttu seinna varð hann besti vinur minn. Ég gleymdi Skugga, ég þarfnaðist hann ekki lengur. Það leið samt ekki langur tími þar til ég fór að sakna hans aftur. Ég reyndi og reyndi að tala við hann en hann var hættur að svara mér. Það leið svolítill tími en loks hætti ég að reyna. Ég gleymdi Skugga að fullu.
Restin af grunnskólanum gekk vel og ég fékk góðar einkunnir. Garðari gekk ekki eins vel og þegar við sóttum báðir um aðgöngu að sama menntaskóla komst ég bara inn en ekki hann. Vináttan okkar breyttist þó að við héldum ennþá sambandi og hann eignaðist nýja vini. Ég varð hinsvegar feiminn sem gerði það að verkum að ég eignaðist enga vini. Feimnin var kominn á hátt stig og ég fór að hafa áhyggjur af öllu sem viðkom því að hitta annað fólk. Ég hugsaði að ég hlyti að vera fullkominn til að aðrir myndu líka við mig. Einn daginn eftir svona hálft ár í skólanum gerði Skuggi aftur vart við sig eða það er að segja, hann gerði ekki vart við sig, hann var nefnilega horfinn. Þann daginn gekk ég um í skugganum frá öllu sem ég gat. Enginn mátti komast að því hvað ég væri mikið viðundur. Dagurinn gekk hægt en mér tókst, að ég hélt, að fela skuggaleysið. Ég var að hátta mig um kvöldið þegar ég heyrði rödd Skugga aftur. Ég sá hann líka og hann veifaði mér. Hann sagði mér frá því að hann hafði orðið eftir í rúminu um morguninn þegar ég fór á fætur og sofið alveg til hádegis. Hann hafði svo leitað að mér í skólanum en aldrei fundið mig og ákvað þá að njósna aðeins. Hann sagði mér leyndarmál um nemendurna í skólanum og sagði mér frá einni stelpu sem hafði sagt að ég væri sætur. Daginn eftir benti hann mér á hana og ég talaði við hana. Hún var líka sæt og við byrjuðum saman og allt fór að ganga mér í haginn aftur. En Skuggi varð hljóður. Aftur. Ég saknaði hans en í þetta skipti gleymdi ég honum ekki. Ég grátbað hann eina nóttina aða svara mér en fékk enginn viðbrögð fyrr en daginn eftir. Ég vaknaði við að blað féll í andlitið á mér. Á það var skrifað með sjúskaðri skrift
Ég er þér ekki reiður eða sár en ég get ekki alltaf verið hjá þér. Þú verður að lifa lífinu með öðru fólki af því að annars verðuru alrei hamingjusamur. Ég sakna þín jafnmikið og þú saknar mín en hér skilja leiðir okkar þangað til að þú þarft aftur á hjálp minni að halda. Gangi þér vel í framtíðinni og mundu að lifa lífinu. Þinn Skuggi.
Ég grét þá nóttina hamingjutárum af því að ég vissi að Skuggi sagði satt og þó að ég saknaði hans væri hann alltaf með mér. Ég geymdi bréfið og las það oft á kvöldum þegar ég var einmana og líka þegar ég var glaður og vildi koma einhverjum skilaboðum til Skugga. Um að allt væri í lagi hjá mér.
Ég dó 97 ára gamall og átti fjölskyldu, börn og barnabörn og barnabarnabörn. Þetta var góð ævi. Og eftir að ég lokaði augunum í síðasta sinn sá ég Skugga. Hann hafði tekið sér nýtt form sem engill í víðum hvítum kufli en ég þekkti hann samt. Hann tók í höndina á mér og leiddi mig úr rúminu inn í paradís.