Ég opnaði augun. Ég var í King size rúminu mínu. Ég brosti. Gærkvöldið hafði verið æðislegt. Eftir að ég hafði borðað kjúklingaborgara með Tom á Burger King hafði Tom farið með mér í flottasta tívolíið í borginni. Það var ótrúlegt. Í rússíbananum höfðum við hlegið og öskrað okkur máttlaus og Tom hafði haldið þétt um mig. Ég snéri höfðinu mínu til hægri. Þarna var Tom. Liggjandi, ber að ofan. Ég starði á magavöðvana hans. Hann Tom gisti í einu af húsunum við hliðina á hótelinu sem var fyrir starfsfólk. Tom var hálfgerður verktaki. Hann bar hluti fyrir fólk og smíðaði þrautirnar og þannig. Þegar hann hafði fylgt mér að herberginu mínu vorum við bæði svo þreytt að ég leyfði honum að sofa með mér í King size rúminu mínu. Það var alveg nóg pláss fyrir okkur bæði. Ég endaði kvöldið hæstánægð með því að fá góðanótt-koss á kinnina frá Tom. Vekjaraklukkan hringdi og Tom hrökk upp með andfælum. Hann hentist fram af rúminu og fór að gera armbeygjur. Hann tók greinilega ekki eftir mér því þegar ég fór að hlæja við þessa sjón hrökk hann í kút og datt á magann í miðri armbeygju. Þegar hann sá mig, nývakknaða og alveg í rúst fór hann líka að skellihlægja. Við hlógum og hlógum líklega í sirka tíu mínútur þegar vekjaraklukkan hringdi aftur(líklega á tíu mínutna millibili). Þá stóð Tom upp af rúminu og hóf að klæða sig í föt en ég fór inn á baðherbergi að bursta á mér tennurnar.
- Svo að hvað gerum við í dag? kallaði ég innan úr baðherberginu með munninn fullan af tannkremi.
- Bara eitthvað! Þriðja þrautin er ekki fyrr en eftir tvo daga! sagði Tom á móti.
- Liz?
- Jáh! (Ég var ný búin að reka tána mína í hurðina og það var vont!)
- Ég, ööh, var að hugsa hvort þú vildir nokkuð koma með mér á ball um helgina?
Ég leit upp af blárri tánni sem ég hafði verið að nudda.
- Ball? Sagði ég eilítið tortryggin.
- Já, bara með mér, það er ekkert sérstakt! Mig langaði bara, ég meina, það er sumarball á laugardagskvöldið?! Hann virtist kvíðinn.
Ég brosti af honum. Hann var greinilega búinn að hugsa svolítið um það hvernig hann ætti að spyrja mig.
- Auðvitað.
Kvíðasvipurinn vék af andliti Toms og í staðinn færðist yfir bros.
- Ahh, heyrðist í honum þegar hann andvarpaði brosandi, horfandi upp í loft. Því næst tók hann mig upp(ég var bókstaflega í fanginu hans) við hlógum og hlógum og svo horfði ég á hann. Við hættum að hlægja. Við beygðum okkur nær. Hann gat talið freknurnar á nefinu á mér núna. Nær. Það eina sem mig langaði að gera á augnablikinu var að kyssa Tom. Vera góð við hann. Varir okkar snertust næstum því þegar vekjaraklukkan gargaði á okkur. 10 mínutur voru þá liðnar. Við rönkuðum við okkur. Tom leit af mér á vekjaraklukkuna og ég hallaði höfðinu mínu aftur á axlir hans, hlægjandi á ný. Tom gekk að rúminu og henti mér í það!
- Ái! kallaði ég hlæjandi.
Hann horfði á mig í pínulitla stund, rótaði svo í hárinu mínu og gekk út.
-Flýttu þér í morgunmat! Heyrði ég hann kalla frá ganginum. Ég féllst í rúmið. Það hafði munað svo litlu.
Við hefðum líklega verið í faðmlögum núna ef þessi helvítis vekjaraklukkan hefði ekki pípað á okkur. Jæja, hugsaði ég með mér þegar ég læsti dyrunum og gekk í átt að matarsalnum, kannski tækifærið komi upp á dansleiknum.
Föstudagurinn leið hratt fyrir mig. Ég og Tom fórum að versla! Ég keypti mér rauðan satín kjól fyrir dansleikinn (Tom hafði lýst því yfir að ég væri stórglæsileg og eftir það varð ég auðvitað að kaupa hann, dýrum dómum) og Tom keypti sér geðveik jakkaföt. Ég neyddi hann til þess að kaupa bleika skyrtu við. Saman hefðum við getað mætt á Óskarsverðlaunahátið. Um kvöldið fórum við á Pizza Hut og skemmtum okkur við það að gera grín af fólkinu í kringum okkur. Við þurftum því miður samt að enda kvöldið okkar fyrir utan hótelið þegar Tom fór í litla húsið sitt en ég fór upp í herbergi.
Mig kitlaði í nefið. Ég hlammaði hendinni á andlit mitt í þeim tilgangi að klóra mér í nefinu en vissi ekki fyrr en ég var farin að anda að mér rjóma.
- Bjakk!
Hendin á mér var full af rjóma! Ég opnaði augun en sá aðeins hvíta þoku og reyndi í flýti að skafa sem mest af rjóma af andlitinu með lausu hendinni og sá þá í gegnum leifarnar af rjómanum, Thomas í þöglu hláturskasti. Ég sast upp í rúminu, öll ötuð rjóma, stóð upp og inn í baðherbergi, kveikti á sturtunni og klæddi mig úr fötunum. Ég gerði mér óljósa grein fyrir því að Tom var að horfa á þetta allt. Hann var hættur að hlæja. Ég brosti með sjálfum mér og fór í sturtuna.
Eftir sturtuna(sem tók hálftíma)fór ég fram í rúm þar sem Tom var horfandi á sjónvarpið.
Hann brosti þegar ég gekk inn í herbergið.
- Þetta tók sinn tíma, sagði Tom og reyndi sitt besta til að halda andlitinu.
- Sérstaklega þegar maður er allur ataður rjóma, sagði ég og glotti.
Við vorum ekkert að flýta okkur niður í morgunmat. Þar sem bæði ég og Tom fundum ekki til hungurs í rúminu(ég liggjandi á maganum hans og horfandi á Tomma og Jenna) þá fórum við ekki frammúr fyrr en um eittleytið. Dagurinn hljóp enn og aftur frá okkur þar sem við slöppuðum bara af í sólbaði og ég fór upp til mín klukkan fimm.
- Þarftu 3 tíma til að gera þig undirbúna? Spurði Tom, dolfallinn.
En ég hafði bara hlaupið upp til mín og byrjað.
Eftir að hafa farið aftur í sturtu, rakað á mér fótleggina, málað mig, krullað á mér hárið, farið í fötin og skóna þótti mér ráðlegast að fara að koma mér til Tom’s(klukkan var tíu mínútur í átta.). Þarna stóð hann, í miðjum stiganum, algjör Leonardo DiCaprio-Chad M. Murray-Orlando Bloom blanda í sínum flottu jakkafötum og starði á mig. Augun ætluðu út úr hausnum. Ég naut athyglarinnar og gekk það sem eftir var af tröppunum niður, tók í arm hans og saman gengum við að kagganum hans Tom’s.
Ferðin á dansleikinn gekk auðveldlega fyrir sig. Þó var ekki laust við spennu í loftinu á milli okkar Tom's. Hann var alltaf að horfa á mig og ég á hann og svo þegar við horfðum óvart á sama tíma á hvort annað litum við flóttalega undan og brostum í sitthvora áttina.
Þegar við vorum búin að keyra í um það bil 20 mínútur stöðvaði Tom snögglega bílinn fyrir framan eitthvað vöruhús.
- Erum við komin? spurði ég hissa. Ekkert sérstakt hafði þá verið rétt lýsing.
En Tom svaraði engu og fór bara útur bílnum. Við gengum niður subbulega húsasundið í fínu dressunum okkar og gengum fyrir hornið.
Við okkur blasti stórkostleg litadýrð. Þetta var gríðarstórt hús með fullt af skiltum á því. Rauður dúkur hafði verið dreginn yfir þetta eins og gert er á Emmuverðlaununum og það mátti sjá glitta í þónokkra ljósmyndara. Ekkert sérstakt var vægt til orða tekið.
Hann leit niður á mig. Hann var greinilega hreykinn af þessu.
Ekki skrítið, hugsaði ég dolfallin, þetta var í miðri Manhattaneyju. Við vorum á Broadway! Þetta var algjör draumur. Við gengum í gegnum hliðið, framhjá dyraverðinum og inn í bygginguna. Þetta var dásamlegt. Glitrandi ljósakrónurnar hengu niður frá loftinu, hjósveitin spilandi eitt rómantískasta lag sem ég hafði heyrt og Tom við hliðina á mér. Ég var svo hamingjusöm. Mér fannst ég vera að springa. Það kom í ljós að Thomas var ekki ókunnugur fræga fólkinu heldur, en það var víð og dreif um allt dansgólfið. Ég sá skuggann af Nicole Kidman og Matthew McCoughney var með einni af fegurri konunum á dansleiknum. En við gengum bara framhjá þeim og fórum að dansa. Við dönsuðum og dönsuðum langt fram á nótt og fyrr en varði var klukkan orðin hálf tólf.
Ég gaf engu öðru gaum en Thomas. Hann var yndislegur. Hálftími leið. Þegar miðnætursklukkan hringdi stöðvuðum við á miðju dansgólfinu. Thoms Speeld beygði sig fram. Mér fannst eins og tíminn stæði í stað. Og umhugsunarlaust þreif ég í manninn og kyssti hann. Þetta var langur, góður koss. Ekkert annað í heiminum skipti máli núna. Ég hafði Thomas og Thomas hafði mig og við höfðum hvort annað.
Það sem eftir var af kvöldinu leið í hálfgerðri móðu. Ég og Tom slitnuðum frá okkar ástríðu fullu kossum gestir höfðu myndað hring í kringum okkur og svo byrjað að blístra og klappa eftir 5 mínútna bið. Það mætti kalla það vandræðalegt, en ég og Tom vorum svo glöð og svo létum þetta alveg eiga sig og hentumst átt að bílnum. Þegar komið var að hótelinu kom Tom upp í íbúðina mína. Ég segi ekki meir.
, og samt ekki.