Þegar ég varð sex ára byrjaði ég í skóla, ég fór í heimavistina sem var í sveitinni minni, í þessum skóla varð til mitt eigið helvíti, það að ég var eins mikill einfari og ég er og var olli því að ég varð auðvelt skotmark og mikið var mér strítt.<BR>
Eineltið var aðalega andlegt, samt líka líkamlegt en þó ekki fyrren seinna, ég raunverulega hataði þá sem stríddu mér, ég gat mig ekki varið á þessum tíma, ég fékk það orð á mig að vera kennarasleikja, ég fékk líka miður fallegt viðurnefni sem mér reyndar heiður af í dag, Svínka.<BR>
Ég var grannvaxin sem barn, ég var með ljóst herðasítt hár, dimmbláu augun mín sem voru oftast full af sorg, ég átti engan að þarna, ég gat ekki talað við neinn, ég átti ekki nema einn vin, ég var alein í mínum eigin hugarheimi.<BR>
Þegar aðeins var liðinn mánuður af skólanum kom móðir mín í skólann beint af sjúkrahúsinu til að sýna mér nýja litla bróður minn, hversu stolt ég var þegar ég sá hann sem var eftirmynd stjúpa míns fyrir utan augun sem voru fallega brún, ég var svo ánægð með þennan litla bróður minn, þegar hinir krakkarnir ætluðu að fá að sjá hann rak ég þau í burtu og sagði að ekki mætti trufla hann þar sem hann væri sofandi, sem var satt.<BR>
Einelti varð alltaf verra og verra með árunum en versnaði gífurlega þegar ég var að byrja í þriðjabekk og systir mín í fyrsta bekk, þegar þau stríddu henni varði ég hana, það mátti enginn stríða henni af einhverju sem hún gat ekkert að gert.<BR>
Systir mín gat ekki borið fram ,,R”, hún gat ekki borið fram hljóðið sem það myndaði, hún gat ekki sagt þetta, hún mátti ekki vera í íþróttum vegna fótana, hún var með stór ljót ör á þeim, eitthvað sem hún gat ekkert að gert.<BR>
Ég verð að viðurkenna að ég öfundaði hana gífurlega því að hún eignaðist vini, bekkjasystur hennar voru henni stoð og stytta, stelpan af næsta bæ var með henni í bekk og voru þær afar góðar vinkonur, bestu vinkonur.<BR>
Ég hætti sjálf að tala við þennan eina vin sem ég átti þegar ég byrjaði í skólanum því að mér var mikið strítt á vináttu minni við hann, það var í sífellu sagt við okkur að við værum kærustupar og það var eitthvað sem ég þoldi ekki svo ég lokaði á hann, ég sé eftir því í dag.<BR>
Ég eignaðist þó eina vinkonu í fjórða bekk, hún var úr suðurdölunum, hún sagði öllum að eiga sig ef þeir voru eitthvað að pirra hana, hárið á henni var eins og á lukkutrölli, hún var ári yngri en ég, við vorum settar saman í herbergi.<BR>
Eitt kvöldið þennan sama skólavetur áttum við að fá að gista uppi á pullulofti, pulluloftið var sjónvarpshol fyrir yngri deildina en þar var fullt af púðum og slíku til að leika sér með, sitja á eða liggja á þegar horft var á teiknimyndirnar með miklum áhuga, þetta kvöld eignaðist ég aðra vinkonu…
Strákarnir voru að stríða stelpu sem ég vissi að væri tveim árum eldri en ég, ég mundi eftir henni frá því í veiðihúsinu en ég hafði verið þar í pössun á meðan foreldrar mínir voru í sláturtíð, hún hafði strítt mér þarna í skólanum en mér fannst það samt ekki rétt að henni væri strítt, hún var grátandi en ég fékk hana til að brosa, ég kjánaðist og á endanum fékk ég bros að verðlaunum.<BR>
Ég bað hana um að koma út með mér því ég hafði svolítið að sýna henni þar, tvær frænkur hennar sem eru tvíburar, jafnaldrar hennar og önnur bekkjasystir hennar fengu að fylgja okkur út, himininn var heiðskýr, á himnum var sem spilað væri á píanó svo fögur voru norðurljósin, þau voru marglit og svo skær, tunglið var sem silfurskjöldur og störnurnar skinu skærar en nokkru sinni áður.<BR>
Þetta kvöld gat ég miðlað visku minni í einna fyrsta skipti, ég sagði við þessa nýju vinkonu mína og bekkjasystur hennar að á morgun yrði allt frosið, að tjörnin væri þá orðin svo frosin að mætti fara á skauta á henni, því að þegar himininn væri svona væri gaddafrost, þetta vissu þær ekki.<BR>
Viti til… daginn eftir var tjörnin gaddfreðin og ég hafði eignast eina vinkonu til.<BR><BR>
Eftir að ég hafði eignast nýju vinkonuna var skóla einum í sveitinni lokað því að nemendur voru svo fáir, einn þessara nemanda var fyrsta vinkona mín, ég og hún fengum herbergi saman eftir að hafa þrætt harkalega við eina konu sem starfaði við skólann og vildi endilega að dóttir hennar og fyrsta vinkona mín væri saman í herbergi.<BR>
Nýja vinkonan mín hafði farið í sjöundabekk og því farin yfir á eldri deildina, hún var orðin svo rosalega fullorðin fannst mér, mér fannst sem himin og jörð væri hreinlega á milli okkar en samt var það meira eins og tvöhundruð metrar og matsalur.<BR>
Ég, fyrsta vinkonan og sú nýja vorum hreinlega alltaf saman, það var ekki hægt að koma hníf á milli okkar, vinátta okkar var gífurlega góð, en eins og með flestar vináttur þar sem eru fleiri en tvær stelpur og færri en fjórar þá entist það ekki.<BR>
Sú nýja og sú fyrsta voru bestu vinkonur, þegar allt fór í upplausn þeirra á milli varð ég á milli, ég var vinkona beggja en vildi hvorugri sleppa, ég vildi ekki eiga bara eina vinkonu… ég vildi halda í báðar, var það svo rangt af mér? Sú fyrsta tók ákvörðunina fyrir mig, hún lokaði á mig, en samt ekki fyrren eftir að segja mér að henni þætti væntum mig… við sátum í setustofu eldri deildarinar… við vorum allar þrjár þar… þar sem ég gat ekki talað því að mér leið svo illa skrifaði hún í bók sem ég átti að hún elskaði mig og ég myndi alltaf vera vinkona hennar.<BR>
Hún hætti að tala við mig næstum algerlega, kom í fermingu mína og þegar ég skoða myndirnar frá þeim degi vildi ég óska þess að ég gæti farið til baka og sagt henni það sem mér var í huga þann dag, ég vildi svo innilega segja henni að ég elskaði hana og saknaði, ég sakna enn vináttunar við hana en ég hef breyst frá því að þetta var.<BR>
Ég kenndi mér að vissu leiti um vináttu slitin, ég kenndi mér um það því að ég gat ekki hætt að nota innsæið mitt, ég olli því eitt sinn að fyrsta sá svolítið sem hún átti ekki að sjá og það hræddi hana gífurlega, ég kenndi mér um að hafa opnað vissa gátt þarna.<BR>
Ég og sú nýja eignuðumst aðra vini þarna í skólanum, tvo stráka, þeir voru einna mestu vandræðagemsarnir en okkur var alveg sama, við elskuðum félagasskap þeirra, elskuðum að bjánast með þeim, elskuðum það þegar þeir stálust niður til okkar á kvöldin og önnur okkar þurfti að fara fram að segja að við værum með hausverk og okkur vantaði verkjalyf, þegar kennarinn fór með okkur hlupu strákarnir upp og við nýja eignuðumst liggur við heilan lyfjaskáp yfir þennan vetur, þetta var seinasti veturinn hennar í grunnskóla.<BR>
Næsta vetur hélt ég áfram að umgangast strákana en það var ekki það sama því að hún var ekki þarna, en þegar hún kom í heimsókn í skólann var aftur fjör, það var eiginlega allt hálfgalið þegar það gerðist, við vorum til sömu gömlu vandræðana.<BR>
Þessi vetur var líka gífurlega erfiður fyrir mig andlega séð, stjúp amma mín lést og ég var skilin eftir með svo margar spurningar í kollinum, samt á þessum tíma áttaði ég mig á því að ég raunverulega elskaði eina manneskju.<BR>
Ég hafði eignast eina litla systur til viðbótar þegar litli brósi var sex ára, þegar móðir mín sagði mér að hún væri ólétt varð ég brjáluð, ég trylltist, tapaði mér, ég raunverulega hataði þetta afsprengi ástar foreldra minna, ég gat ekki elskað þetta barn, ég var of týnd á þeim tíma, ég var hreinlega búin að fá nóg af þessum systkina fjölda mínum og ég var í tilvistarkreppu.<BR>
Þegar þessi litla fallega systir var svo fædd snerti ég varla á henni fyrsta árið hennar, ef ég ætlaði mér að taka hana upp kom systir mín sem er tveim árum yngri en ég og reif hana úr höndunum á mér og sagði við mig með ískaldri röddu ,,Þetta er ekki systir þín!”, þetta olli því að ég hataði ljósið mitt enn meira, ég gat ekki elskað hana, hún var eitthvað sem hafði verið neytt uppá mig og ætlast til þess að elska.<BR>
Mér fór að þykja væntum hana þegar hún var á öðru ári, en ég áttaði mig á því hve mikið ég raunveruleg elskaði hana þegar hún var þriggja ára, eftir að amma dó, ég ætlaði að hverfa að eylífðu úr þessum heimi, ég byrjaði að skera mig, ég hafði skorið mig oft áður en ekki djúpt, ég fór djúpt í þetta skiptið en ekki nægilega djúpt því að þegar ég var að þessu áttaði ég mig á því að ég gat ekki farið og skilið ljósið mitt eftir án þess að hafa einhvern til að passa uppá hana.<BR>
Ég er á lífi í dag vegna ástar minnar til yngstu systur minnar.<BR><BR>
Einu og hálfu ári áður en ég fermdist þá komst móðir mín að því að blóðfaðir minn væri giftur og ætti dóttur sem er ári eldri en ljósið mitt, ég vissi ekkert af þessu, ég hafði haldið að ég væri yngsta barn föður míns í nokkur ár, hve mikið ég fór að fyrirlíta hann á þeirri stundu sem móðir mín sagði við mig hvað hann hafði sagt við hana, hann hafði sagt við hana ,,Ég ætlaði alltaf að koma í heimsókn með systur hennar og kynna þær…” ef hann hefði komið með eitthvað barn heim til mín hefði ég myrt hann!<BR>
Ég hef ekki treyst föður mínum á einn né neinn hátt síðan þetta gerðist, ég get hreinlega ekki fundið það í hjarta mér að treysta honum, ég vil ekki einu sinni láta reyna á það, ég þekki hann ekki og hann þekkir mig ekki.<BR><BR>
Þegar ég fór í tíunda bekk fór nýja vinkonan til Ítalíu sem skiptinemi, ég saknaði hennar svo gífurlega, hún var trúnaðar vinkona mín, eini raunverulegi vinurinn sem ég átti á þeim tíma.
Þann sjöunda nóvember þetta ár kynntist ég yndislegum strák, hann er og var fjórum árum eldri en ég, hann var með rosalega koparrautt hár, falleg augu blendin af grænu og brúnu, þegar ég hitti hann í fyrsta skipti þá kom hann með rauða rós handa mér og með henni fylgdi kort sem ég á enn í dag og passa vel uppá ásamt bréfi sem hann skrifaði mér.<BR>
Þessi strákur varð fyrsti karlmaðurinn sem ég raunverulega elskaði, hann var hin fullkomna fyrsta ást fyrir mig, ég elska hann enn í dag á mína eigin vegu.<BR>
Ást okkar var í mjög stuttan tíma, hálfan sólarhring eða svo, MJÖG bönnuð, en það var vegna lyga svokallaðar vinkonu minnar sem var engin vinkona, hann var skilningsríkur, rak ekkert á eftir mér kynferðislega séð, ég man enn bragðið af tungu hans, hvernig hann lyktaði, hvað hann teiknaði handa litla brósa þegar honum var boðið í fjörtíu og fimm ára afmæli stjúpa, þegar hann hitti alla fjölskylduna á einu bretti, ég fann svo til með honum.<BR>
Hvað ég elskaði það að finna fyrir honum við hlið mér, þegar hann fiktaði í hárinu á mér, þegar hann nartaði í varir mínar, fyrsta ástin mín er falleg minning, ég myndi ekki vilja skipta þessari minningu út fyrir neitt, sárindin þegar hann komst í skólann í Englandi og fór frá mér voru þess virði… hann var þess virði, það að hafa elskað einhvern sem elskaði mig til baka gerði þetta allt þess virði.<BR>
Það var erfitt að kveðja hann þegar ég hitti hann í seinasta skiptið, ég held ég hafi sjaldan grátið eins mikið og þá, ég vildi ekki missa hann úr lífi mínu, ég lét hann fá bréf sem ég bað hann um að lesa þegar hann væri kominn í loftið í fluginu… ég á stundum erfitt enn í dag með að horfa í augu litla brósa því að augu litla brósa eru eins og augu fyrstu ástarinar.<BR>
Fyrsta ástin gerði fleirum en mér gott með því að koma inn í líf mitt, litli brósi fékk áhuga á því að teikna allskyns fígúrur og er ansi lunkinn við það í dag og foreldrar mínir áttuðu sig á því að ég var að fullorðnast, að ég var ekki lengur litla stelpan þeirra.<BR>
Vinkonu minni sagði ég frá honum í bréfum og í mánaðarlegum símtölum sem ég átti við hana, ástin mín hafði eitt sinn gert sér vonir um að vera hjá mér þegar ég hringdi í vinkonu mína því að hann vildi fá að segja henni að honum þætti væntum mig, ég man að ég talaði við hann sama dag, hann var svo veikur, röddin hans var í henglum, hann kom til mín nokkrum dögum seinna þó… enn veikur en vildi ekki missa tækifærðið á því að hitta mig áður en hann færi út, sem ég er þakklát fyrir því að ég hefði ekki ráðið við það að geta ekki hitt hann áður en hann fór.<BR>
Ég hafði eignast gífurlega virðingu í skólanum með því að hafa dúkkað upp með kærasta sem var mikið eldri en ég, að ÉG ætti kærasta þótti stórfrétt… trúið mér ég hef skoðað myndir frá þessum tíma, ég leit alls ekki illa út síður en svo… ég held bara að enginn hafi gert sér fyllilega grein fyrir því að ég var að fullorðnast.<BR>
Þetta var seinasta árið mitt í grunnskóla, byrjunin og endirinn á vissu ævintýri í lífi mínu.<BR