Hún gekk heim úr skólanum alein eins og alltaf. Henni leið ekki vel orðum það þannig að henni leið frekar verulega illa. Hún fór heim og lærði heimanámið sitt fékk sér svo smá að borða. Hún var ein heima í rauninni var hún oftast ein heima þegar hún kom heim úr skólanum, hún átti engin systkini henni langaði ekkert séstaklega í svoleiðis ekki alltaf, en stundum langaði henni það. Hún heyrir að móðir sín er að kom inn. Hún flýtir sér að ganga frá eftir sig og tekur svo á móti móður sinni, móðir hennar var að koma heim úr vinunni, en faðir hennar vinnur á sjónum. Hún saknar pabba sín oft, kanski er það þess vegna sem henni lýður illa, hver veit. Hún og móðir hennar leggjast upp í rúm og fara að sofa, enda er orðið áliðið. Henni finnst gott að kúra hjá móður sinni. En svo kemur að því að hún þarf að vakna, vakna og fara í skólan. Hún vil ekki fara í skólan, henni finnst hann ekki skemmtilegur og vill helst bara sleppa því að mæta þangað. En móðir hennar sagði henni að fara í skólan og reyna að hafa gaman. Svo hún fer í skólan, þegar hún kemur þangað þá vil hún ekki horfa á hinar stelpurnar. Hún heldur að þær geri grín af sér. Hún er ekki þessi stelpa sem málar sig og klæðir sig pent, henni fannst það ekki sniðugt þrátt fyrir að vera orðin fimmtán ára gömul. Þegar hún labbaði inn í salinn og sér að það eru allir þarna hún stopar og vill ekki halda áfram svo hún snýr sér við og sest í stigan. Henni langar að hverfa, verða ósýnileg svo einginn sjái hana.

Bjallan hringir, skólinn er búinn. Hún leggur afstað einsömul, hún tók allar bækurnar úr skápnum og heldur á þeim. Nokkrir strákar fara að gera grín af henni og kalla hana nörd, svo ýta þeir henni svo hún missir bækurnar úr örmum sér. Svo allt í einu heyrir hún rödd. Rödd sem hún hafði aldrei heyrt áður, þessi rödd var samt kunnuleg en samt það var eitthvað öðrvísi núna við hana, röddin kallar á strákana og segir þeim að hætta þessu að þetta sé ekki rétt. Hún lítur upp og sér að það er hann sem á röddina, hann er vinnsæll hún er það ekki. Hann horfir á hana og brosir. Svo spyr hann er allt í lagi? Hún kinkar kolli. Vantar þig hjálp með bækurnar spyr hann hún kinkar bara kolli, hún er feimin. Hann tekur bækurnar hennar og heldur á þeim fyrir hana. Hún brosir smá til hans og hann brosir á móti. Þau ganga saman heim til hennar og hann vill endilega koma með henni inn. Hún skilur eiginlega ekki hvað er í gangni henni lýður undarlega. Hún er ein heima móðir hennar þurfti að vinna lengur. Svo hún ákvað að bjóða honum inn. Þau setjast á rúmið hennar. Það ríkir þögn inni í herberginu hennar. Hann rífur þögnina með því að segja hæ ég heiti Davíð, hún roðnar og broir svo segir hún hæ ég heiti Stella. Davíð brosir. Þau spjalla mikið saman en svo líta þau á klukkuna og sjá hversu hratt tíminn leið. Ég þarf að fara heim segir Davíð áður en mamma fer að hafa áhyggjur. Allt í lagi segir Stella og hveður hann. Stuttu eftir að Davíð fór kom móðir Stellu heim. Móðir Stellu tók eftir því að Stella gerði ekki annað en að brosa þetta kvöld. Stella var ekki vön að brosa svona mikið.

Næsta dag vaknaði Stella á undan móður sinni og bjó til morgunmat og var bara frekar spent yfir að mæta í skólan. Móðir Stellu vaknar og sér Stellu fara út og verður frekar hissa. Stella mætti í skólan sá þá hvar Davíð sat inn í sal og var að tala við félaga sína. Davíð leit upp og sá Stellu og brosti alveg út að eyrum þegar hann sá hana og fór frá félögum sínum og labbaði til hennar og sagði rosa glaður hæ.

Stella og Davíð eru bestu vinir og voru það allan 10 bekkinn. Svo þegar það kom að því að þau voru að útskrifast úr grunnskólanum þá ákvað Stella að halda litla ræðu. Ræðan hennar Stellu hljómaði svona,

Sæl veriði öll og til hamingju með að vera að útskrifast. Ég verð að segja að þetta hefur verið mitt besta skóla ár þökk sé þér Davíð, og allt þér að þakka þá stend ég hér í dag. Manstu þegar þú sást mig fyrst þegar ég lá á götunni og bækurnar mínar út um allt, ég ætlaði heim með öll mín skóla gögn af því að ég vildi ekki að móðir mín þurfti að bera það allt heim eftir að ég hafði framið sjálfsmorðið. Ég átti enga vini, svo komst þú Davíð og bjargaðir mér frá glötun. Ég mun ætið vera þér þakklát.

Á þessu augnabliki þá áttaði Davíð sér á því að hann hafi gert það rétta þann dag sem hann ákvað að taka sig kjark í það að tala við stelpuna sem hann hafi verið hrifinn af síðan í 8 bekk.


sko þetta er mín fyrsta saga. kanski of löng heh ? =/ en já ég gerði mitt besta og ef ykkur líkaði þetta get ég kanski komið með aðra. seinna þá og þá með allt annan söguþráð.
endilega segja mér álit ykkar á þessari sögu :)
=)