-Bara eitt í viðbót- hugsaði Sunna. –Bara einn lítill, saklaus skurður og það myndi gera loka slagið, það myndi verða loka”búmmið”.
Það myndi binda enda á allar hennar þjáningar, binda enda á allar martraðirnar, öskrin, slagsmálin, ofbeldið og kúgunina. Satt best að segja var hún bara að gera heiminum greiða.
Það var ekki eins og eitthver þarfnaðist hennar þarna úti. Þá yrði heimurinn allavega laus við eina ruglaða manneskjuna í viðbót, ruglaða…? Er það rétta orðið? Rugluð, heimsk, ringluð, miskilin, fucked up í hausnum. Það eru til nokkur orð yfir þetta.
Hún hugsaði um hvað fólkið myndi segja þegar eitthver myndi koma að henni, tja…ólifandi. Það myndi segja- afhverju?- Sunna sagði seinasta orðið upphátt. Afhverju? Já góð spurning. Hún hugsaði um hann, þetta var allt honum að kenna. Hún þrýsti saman augunum og hjúfraði sig saman á gólfinu. Hún vildi ekki hugsa um Hann. Hún hugsaði í fyrsta skiptið sem þau kynntust.
*Það var svo saklaust, hvað eitt lítið bros getur haft mikil áhrif á lífið. Hún brosti, hann brosti. Svo var spurt um nafn, jájá hún hét Sunna og hann Hafliði. Hún æfði á gítar en hann bassa. Jújú það var allt saman gott og blessað.
Hún var saklaus en hann reyndur. Þau bjuggu sitthvoru megin í bænum og hittust tvisvar í viku á tónæfingum. Fyrst var það bara spjall, svo var haldist í hendur, síðan eitt kvöldið sem þau gengu saman hlið við hlið, hönd í hönd. Hafliði stoppaði Sunnu, horfði beint í augun á henni og hvíslaði –Sunna, þú ert yndislegasta manneskja sem ég hef kynnst. Má ég fá þann heiður að byrja með þér?-
Síðan kysstust þau, Sunna glotti og sagði –ef þú nærð mér!- Og hljóp útí myrkrið með Hafliða á eftir sér.*
Sunna fann tárin streyma niður kinnarnar á sér. Hún leyfði sársaukanum að streyma um sig og fann hvernig ekkinn braust fram.
*Þau fóru fyrst heim til Sunnu. Hittingur með foreldrunum, já það held ég nú! Þau dýrkuðu hann, hlógu að hverju orði! Síðan var farið heim til Hafliða, ekki var það nú mikið mál heldur en þau voru nú heldur í alvarlegri kanntinum hjá honum, foreldrarnir. Hann sékk að sjá hennar herbergi og hún hans. Bleikt, blátt! Einn daginn kölluðu foreldrar Sunnu á hana fram og sögðu viðhana að þau væru að fara að flytja í sömu götu og Hafliði bjó vegna vinnu pabba hennar, Sunna réð ekki við sig og hringdi strax í Hafliða og sagði honum allt skælbrosandi.
Mánuði seinna fluttu þau inn og Sunna og Hafliði voru alltaf saman, á hverjum degi, gerðu allt saman. Eftir 5 mánuðu var komin smá alvara í leikinn og þau ákváðu að gista heima hjá Sunnu og gera “það” í fyrsta skiptið*
Sunna hlustaði, hún hlustaði á ekkert. Það var alveg þögn, eins og eitthver hafði dáið, ekki strax, ekki alveg strax…
Hann gisti…Alla nóttina. Þetta var ævintýralegt, ólíkt öllu öðru. Daginn eftir kysstust þau við hurðina og Hafliði hvíslaði að henni –ég elska þig- Sunna kyssti kann á móti –Ég elska þig líka-. Síðan fór Hafliði. Daginn eftir fékk Sunna sms –Mig langar ekki að vera með þér lengur, mér finnst ég ekki eiga val, sry kv –HL*
Sunna horfði á hendurnar á sér þar sem hún sat á gólfinu. Þær voru allar útí litlum örum en það vantaðu stærsta lokaörið, stóra “búmmið”!
Sunna frétti svo daginn eftir frá vinkonu sinni að hafliði var byrjaður með annari stelpu. Það var þá sem Sunnu langaði ekkert að lifa lengur.
Hún gaf honum allt sem hún átti! Líf og sál, en það var víst ekki nóg fyrir hann. Sunna tók hníf og horfði á hann. Svona lítill hnífur getur gert svo stórann skaða. –Hjálpaðu mér- sagði hún við hnífinn oh hóg hann inní hendina á sér. Blóðið fossaði út og Sunnu sortnaði fyrir augum. Hún lagðist niður, hún fann táin leka niður kinnarnar og blóðið streyma niður hendina. Hún féll í yfirlið.
En skrítin tilfinning, mér finnst ég svífa, ég þarf ekki að anda lengur það gerir það eitthver fyrir mig. Ái! Ég er með sting í hendinni! Hver er að strjúka á mér hárið?
Sunna opnaði augun, hún sá ekki neitt. Jú þarna var nú eitthvað. Hún sá alltaf betur og betur, það var allt hvítt í kringum hana, hún sá hvíta veggi og hún var í hvítum fötum. Það fyrsta sem kom upp í huga hennar var –himnaríki?- Svo sá hún nálina í úlniðnum á sér tengd í poka.
Hún leit á hina hendina, hún var innpökkuð í sárabindi og Sunna var með skrýtna tilfinningu í henni. Var enginn hjá henni? Jú þarna var ein hjúkka og…Sunna sá ekki alveg, það var dökkhærður strákur í dúnúlpu og gallabuxum, Hafliði! Sunna reyndi að gefa frá sér hljóð en það kom bara eitthvert einkennilegt suð.Hafliði heyrði það og sneri sér við.-Sunna!- Hrópaði hann og hljóp að rúminu sem hún lá í. Hann kom alveg upp að henni og hvíslaði – ó elsku Sunna þú mátt aldrei gera svona aftur, þú veist ekki hvað ég var hræddur. Þú ert mér allt og ég elska þig!-
Sunna fann tárin leka niður streyma niður kinnarnar. Hún reyndi að brosa en gat það ekki. Hafliði streuk tárin af kinninni og kyssti hana á kinnina –Ég elska þig- hvíslaði hann. Sunna lokaði augunum. Hún fékk þó eitthver falleg lokaorð. Það síðasta sem hún fann var Hafliði að smeygja hendinni í hennar og strjúka í gegnum hárið á henni. Svo heyrði hún hjúkkuna taka andköf og kalla lækninn.
Sunna fann að hún var að hverfa. Hún heyrði langt, langt í burtu –Sunna! Sunna! Neiiii….!- Það var það síðasta sem hún heyrði.
Svo féll hún í djúpsvefn.