Ég er ástarengillinn þinn
Þegar ég horfi niður og sé hvað þú ert hamingjusamur án mín, sé ég ekki eftir því sem ég gerði. Þó er það sárt, sárt að vita til þess að þú hafir fundið hlýju í örmum annars stúlku. Fundið hjá henni ást, hamingju og lífsvilja. En sú stúlka er ekki ég og var aldrei ég.
Ég veit að þú elskaðir mig, ég elskaði þig líka. Það var bara ekki nóg.
Ekkert gat hjálpað mér og ekkert getur hjálpað mér, ég er föst í myrkrinu nú að eilífu. En ég varð að gera það. Hættu að kenna mér um, ég gat ekkert annað gert skilurðu það ekki. Ég býst ekki við því eins og þú bölvaðir mér nú mikið þegar þú fannst mig. Kallaðir mig svikara og sagðir mig sjálfselska. En hvernig get ég verið sjálfselsk þegar ég gerði þetta fyrir þig? Sérðu þig ekki þú ert hamingjusamur loksins þegar ég er horfin. Að gera þetta er án efa mesta góðverk sem um finnst í þessum harða heimi, sem er fullur af bitru köldu fólki. Hérna uppi sést það greinilega að heimurinn er farinn til helvítis.
Ég hef nú fylgst með þér í 3jarðnesk ár og ást mín brennur enn og glóðin eru heit. Þó er myrkrið enn til staðar og þetta svarta sem togar mig til sín og vill gleypa mig. Ég vil ekki fara þangað, ekki lengur. Ég skynja núna angistar óp glataðra sála sem hafa fallið fyrir fegurðinni. Að fá að fylgjast með þér hefur verið mín glæta. En það gerir mig leiða að sjá þig gráta á kvöldin. Hvað er að angra þig. Hér ert þú með lífið sem við þráðum en gátum ekki fengið vegna dauðaþrá minnar. Allt sem við óskuðum okkur hefur þú öðlast með henni. Því ertu ekki hamingjusamur lengur?.
Tíminn líður, hann silast áfram hér uppi, en lífið er stutt niðri, en samt ekki nógu stutt. Þú brosir ekki lengur né hlær með henni. Sérðu ekki að hann er leiður þú heimska gæs. Taktu hann í faðm þinn og spurðu hvað sé að angra hann, hann vill bara skilning. Hættu að vera svona hrædd við hann, hann bítur ekki. Ég virðist hafa misst af einhverju sé samt ekki hvernig, þar sem ég hef fylgst með alveg frá byrjun. Hamingjan og hláturinn er horfinn, eftir stendur aðeins þögn og hræðslulegt augnaráð. Ástin er ekki lengur til staðar og ég er komin með eftirsjá. Bara ef ég gæti nú verið þarna til að hugga þig. Hún veit bara ekkert í sinn haus.
Hann öskrar nafn mitt á nóttunni. Fyrst formælti hann mér og sagðist hata mig fyrir þetta sem ég gerði. En nú virðist hann elska mig á ný og segist vilja sjá mig til að segja mér hve heitt hann elskar mig. Kona hans horfir bara á hann í sínum svefnlausu nóttum og þegir og hlustar eins og venjulega, hún þorir ekki að vekja hann vegna hræðslu, hann verður svo reiður ef hún vekur hann upp frá draumum um mig. Hún skilur bara ekki neitt og misskilur alveg þögn hans. Hann vill ekki tala, bara hugsa og fá að vera einn. Það kemur þér ekkert við.
Þetta svarta er komið nær, nú sé ég að það gefst ekki upp fyrr en það nær mér. Nær en einni ógæfusamri sál í safn sitt. Ég má ekki gefast upp strax, ekki fyrr en allt er komið í lag hjá þér. Ég vil að þú sért hamingjusamur en það er greinilegt að hún gerir þig ekki hamingjusaman. Hún grætur líka en hún grætur öðruvísi, hún grætur tárum örvæntingar og ráðaleysis kannski smá vegna hræðslu á þér. Ég er byrjuð að finna til með henni. Hún veit ekki hvernig hún á að hegða sér lengur. En þú ert kurteis þó þú missir stundum stjórn á þér. Þú þolir ekki miklu meira ég sé það. Ég óttast framhaldið..
Það kom þó að því. Þú frelsaðir konu þína alveg eins og ég frelsaði þig. Ég var heimsk ég sé það núna. Ég helt að þú myndir bara gleyma mér og að tíminn myndi lækna sárin sem ég skapaði en þú saumaðir aðeins fyrir þau og tókst saumana of snemma úr.
Ég get þó huggað mig við það að þú valdir mína aðferð við þetta, enda sársaukaminnst. Ég mátti svo sem vita það. Ég er samt sár, ég kom þér útí vonleysið sem hrjáði mig bara öðruvísi. Ég hélt að ég væri að gera þér greiða með að fara úr heiminum en greinilega hef ég misreiknað mig því svona átti sagan ekki að enda. Ég fæ þó að sjá þig. Því þú fórst vitlausa leið úr heiminum, nú kemurðu til mín en ekki þangað sem þú heldur að þú sért að fara.
Þarna ertu svo fagur svo sorgmæddur. Þú sérð mig, vá þetta er fallegasta bros sem ég hef séð lengi. Ég tek á sprett til þín og ætla að stökkva í fang þitt, því ég er þín aftur. Nú sé ég að ég hafði allt sem ég þráði. Hvað var ég að hugsa þú ert það sem ég vildi ég finn það núna. Því datt mér þetta ekki í hug fyrr.. að taka smá Rómeó og Júlíu á þetta en það þýðir víst ekki að hugsa um það núna. Ástin mín er hér komin til mín til að vera. Ég vissi ekki að hægt væri að líða svona vel ég hló í fyrsta sinn.
En ég er föst ég kemst ekki lengra. Ég trúi ekki að þetta sé að gerast.
Hvað er í gangi því kemst ég ekki til þín. Þú finnur það líka þennan ógnar kraft sem aftrar okkur að snertast að sjást í nálægð. Ég sé það og skynja að þú kemst ekki til mín heldur. Nú fillast augun þín af sorgar tárum, og tárin renna ópart niður kinnarnar.
Það er það svarta.. alltaf það svarta.. það gefst ekki upp. Það hefur byggt endalausan ósýnilegan múr um okkur nú er engin tilgangur lengur fyrir mig að vera hér. Ég hef glatað ástinni minni og myrkrið svartara en áður. Ég fer að gráta í fyrsta sinn.
Nú veit ég að minn tími er kominn, myrkrið vann á nýan leik. Ég veifa ástinni minni í kveðju skini áður en ég geng inn í það svarta. Ég greini orð hans rétt svo naumlega.. “nei ekki aftur ekki gera mér þetta aftur.. ég elska þig skilurðu það ekki?” svo fann ég sálina leysast upp og verða rödd í ópi hina bjargalausu og óhamingjusömu manna, sé eiga hver sína sorgasögu að syngja um. Ég sá hann ekki aftur.
biðst velvirðingar á stafsetningavillum, málfræðivillum og öðrum sora.