Ég gat ekkert sofið í nótt, heyrði alltaf kallað á mig í gegnum veðrið. Fór rúmlega tíu sinnum út fyrir í von um að sjá hjálparmenn, eða Halldór. Það eina sem tók á móti var myrkrið, og kuldinn. Mér líður betur núna, einhvernvegin eins og hugur minn hafði verið hreinsaður síðustu tvo sólarhringa og skrúppaður af öllum ljótum hugsunum. Veðrið hefur ekkert breyst, ekkert. Eftir að hafa talið allar færslurnar í bókinni (fáar blaðsíður eftir) hef ég talið tvær vikur og fimm daga. Maður ætti að vera steindauður eftir svona tíma! Vel á minnst, þrettándinn er í dag. Brennur og flugeldar. Hjá mér, myrkur, kuldi og einn prímus sem er þegar búinn. Hungrið hefur ráðist á mig aftur með sársauka í maganum og hausverkjum. Hef ekkert til að nærast á. Ég hef barist við sjálfan mig síðust dagana og reynt að standast nýja freistingu, ég held ég sé að tapa. Ég get ekki leyft mér það.
8. Janúar, Sunnudagur.
Ég sótti mér næringu fyrir utan snjóhúsið í dag. Kjötið var svakalega freðið en ég náði að þíða nóg, lét tannholdið lönd og leið. Ég veit að Halldór eða Svala myndu kannski gera það sama og ég er að gera. Aaaaa, kannski hefði þau frekar dáið úr hungri en gera þetta. Ég hef reynt að réttlæta þetta við sjálfan mig alla síðust nótt, að hún hafi ekki þörf fyrir líkamann lengur, sálin farin eitthvert annað. Bragðið er ógeðslegt, þetta heldur mér þó á lífi. Ég er orðinn hálf tilfinningalaus í andlitinu, margir dofablettir held ég. Nefið á mér er orðið eins og afmyndaður íspinni. Fjandans veðrið er nákvæmlega eins og það var í gær, helvítis bylur. Hættir þetta aldrei?!? Ég get ekki hugsað mér hvernig síðustu mínútur Halldórs hafi verið í þessari nístingsköldu auðn. Kannski fann hann ekkert til, a.m.k. á endanum. Af hverju þurftirðu að skilja mig eftir fíflið þitt?!?
9. Janúar, Mánudagur.
Veðrið hefur versnað enn einu sinni. Helvítis veðrahelvíti. Dagbókin er orðin blaut, sem betur fer sluppu fæsrlurnar mínar. Ég áttaði mig ekki á því fyrr en seint í dag að Halldór væri farinn. Hluti af mér hefur reynt að blekkja mig á þennan hátt svo ég deyi ekki úr einmanaleika. Það er svo hljótt hérna inni, allt of hljótt. Ég hef ekkert heyrt í pabba eða neinum af hinum gaurunum. Of hljótt, allt of hljótt. Ég reyndi að syngja eitthvað eða bar tala við sjálfann mig. Það gerði mig enn hræddari, eins og röddin úr mér kæmi úr einhverjum öðrum, einhverjum að utan.
Hvernig er hægt að lifa svona. Kannski einhver sé fyrir utan?
Nærði mig seinni partinn í dag. þurfti að bíða síðan í morgunn eftir því að draslið þiðnaði, prímusinn er tómur. Ógeðslegt bragð af því, eins og að bryðja magnyltöflur. Ég hef haft alveg ótrúlegan hausverk síðan í gær. Finn fyrir stórri bungu á enninu, ég held þetta sé æð. Kúla?
Maginn í mér hefur ekki beint tekið fæðunni vel, hvað þá restin af meltingarfærunum. En ég hef neytt matnum upp í mig eins og mamma sem neyðir kjötbita upp í krakka. Ældi einhverju af kjötinu, lét það ekki stoppa mig. Sleikti það upp aftur. Verð að halda því niðri. Allt of hljótt hérna inni. Óbærilegur verkur í hausnum, kalt í andlitinu. Vá ég held é sé að misa meðvitun get ekki verð a…
11. Janúar, Miðvi kudagur.
Orðinn alvarlega veikur, ég sé eiginlega ekki neitt, Með bókina allveg að andlitinu, stafirnir eru samt óskýrir. Held það sé kj ötinu að kenna. Magnylbragðið. Pabbi er kominn aftur, og allir hinir, blandast s aman. Ég skil ekkert af því sem þeir segja. Dreymdi að ég væri í ko lsvört u holrúmi. Svei f um eins og fluga. Leit í kring m mig og sá svo falle gt ljós, endal aust ljós, svo hlýt t. Allt í einu voru svo Halldór bró ðir og Svala með mér, við hl iðina á mer. Reyndu að leiða mig í geg num ljó sið. hlýja ljósið.
Get ek kert borðað. Hálsin n á mér er eins og þrng pípa, erfitt að and a.
Get bara dru kkið vatn. Finn hæðilega til í magnum þegar vatn ið fer í gegn. Verð að harka af, v erð að h arka, af, m
ér. Fin fyrir Halldó ri við hl iðina á mér. e itthva ógedslegt á há lsinum a m
ér, það er ei ns og það sé l ifa ndi. kalt, of klalt Dö full er þetta sárt. Get þetta e kki lengur, ætla að sofa, ka nski hvefur þeta a llt. Pabbi seir að allt sé i lagi. Hann ætlarr ad passa m ig. Ekki meii
ra , nei ne skrifa bli
ndurr sé e kki . m er
so fa sof a Sv o KALT ! !!
.
—–