: ,,Ég sé að þú hefur villst um langar slóðir, en þennan heim má varast vegna ófýsni manna, sálarlausir menn ganga lausir hér slóðir ásamt sníkjudýrum og ljótum dyggðum, ég er heimkær maður og hér á ég heima einn, einn til viðbótar er einum ofaukið,” gamli kallinn leit hálf sorgmæddur á mig og fitlaði við síða hvíta skeggið.
Ég gekk samstundis frá gamla manninum til vesturs sólar, hví ætli hann sé svona hræddur við mannagangir? Ég var orðinn þreyttur á röltinu svo ég hallaði mér aftur og horfði á sólina setjast í fjarska og gefa mér sýnishorn af hamingjunni. Ég leit svo til himins og sá dimmu nóttina breiða faðm sinn á móti mér og stjörnurnar tóku við af sólunni og óteljandi stjörnur var þar að sjá. Hvaðan komu þær? Skyldi ég hafa komið þaðan? Af hverju hefur guð skapað mig til að koma á þessa plánetu og ráfa um í skógi manna? Því meira sem ég leitaði svara því meira einmanna varð ég og einmannleikin var mér ný tilfinning, mannslíkami getur ekki vitað allt þótt hann leitar alla ævi.
Ég vaknaði úr djúpum svefni, eirðarlaus og einsamall og gekk aftur af stað til vesturs, eftir klukkutíma göngu sá ég í fjarðlægð húsaþyrpingar, ég gekk að stað og sá mannsekjur á röltinu. Ég gekk til þeirra en enginn virtist vilja eiga samskipti við mig, ég gekk inná mitt tork og sá fiðluleikara spila listir sínar ég sast við brunn hliðiná og leyfði fögrum hljómum leika við hugann. Hann spilaði vel, bara ef ég kynni að spila svona, tónlist manna er svo falleg og það er eins og tónlistin sé að tala við mig, ég fann strauma leika um líkamann minn eitthvað sem orð lýsa ekki. Skyndilega kemur fríðasta andlit jarðarinnar og byrjar að syngja um ástina, og svo sannarlega varð ég ástfanginn og hjartað mitt var að of hitna og hver sekúnda sem hún söng með fiðluleikarannum því meira grét ég upp til skaparans um að afhenda mér fullkomnun lífsins að gefa mér konu til að deila tilfinningum mínum með og fljúga á brott í óendanleikan og dauðan, ef ég hef svona hreina sál með mín í blíðu og stríðu er ég ódauðlegur þótt líkaminn dofnar. Ég finn tárinn leka af ást, hún söng fallegra en fuglarnir og hún var með fallegri sál en ljósið mun nokkruntíman lýsa. Ég labbaði upp að henni og heilsaði:
,,Mikið synguru fallega, komdu með mér og ég skal sýna þér hversu fallega þú syngur með náttúrunni.”
Hún svarar: ,, Því miður get ég ekki orðið að ósk þinni þar sem ég er gift prins skógarsýslunnar.”
Ég fékk stungu i hjartað og fann að öfund og reiði var að reyna að taka á völdum, það var í mér innri api að taka stjórn á mér, ég þurftist að sigrast á heimsku mannsins… öfundin. Ég hef séð alltof mikla sálarlausa menn sjúga sálarvökvann hjá hvor öðrum, og þeir ráðast á hamingjusömu og hjartastóru mennina og sjúga lífskraftinn úr þeim þar til ekkert er eftir nema sorg og þunglyndi. Eru mennirnir skapaðir til að blóðsugubanar? Hvar er viljinn til að hlusta á sjálfann sig og fara sínar eigin leiðir, eigin hamingja og eigin ást. Þessir óðu menn sækjast allir eftir því sama og hoppa hver á annan til að komast á toppinn og eru þeir að sækjast eftir hamingjunni eða stöðu sem er ekki einu sinni hugmynd heldur vald, og hver segir að blóðlausir menn á toppinum séu hamingjusamir!
Ný nótt leið upp í dalnum og mig dreymdi um hana; mjúku varirnar, fallegi söngurinn, í fallega kjólnum og með fallega greidda hárið og skæru sálina. Ég hélt af stað utan skógar frá fólkinu, ég var orðinn einmanna og þráði að einhver myndi koma og tala við mig ég varð að fá að njóta mannlegu þarfir, ég vildi fá söngdísina en ég vissi að hún var gift og ég var búinn að tapa henni vegna óviðkomandi afskipti minnar.
Mér leið verr en nokkuru sinni og eftir ómerkilegan svefn vaknaði ég á undan sólinni, þarfirnar mínar gerðu mér illt og ég gat ekki afborið þetta til lengdar. Ég ákvað að fara heim ég stökk af greininni sem hélt mér með höfuð á undan, sársaukinn við höggið var miklu betri en hinar þjáningarnar. Ég vaknaði aftur eins og úr vondum draumi, ég var heima í óendanlegum heimi hugsunnar, allt var orðið svart og ég brosti án líkama ég naut þess að vera ekki til aðeins með hugsunum mínum þá var ég fyrst fullkomnaður; ekkert varð allt. Við það var tilgang mínum lokið og var tilbuinn að hverfa að eilífu.
//