Góðan dagin kæru lesendur, Ég birti þessa smásögu hérna í janúar síðastliðnum með harla miklum viðbrögðum. En í ljósi þess sem nú er að gerast í heiminum, t.d. í Líbanon fannst mér ég verða að birta þessa sögu aftur. Ef ykkur var sama um stríðið áður þá ,un þessi saga vonandi breyta afstöðu ykkar.
Njótið


Það var franskur uppreisnarmaður fyrir ofan líkaman hans. Hann strögglaði við að anda og allt varð þokukennt. Nett vellíðunartilfining greip um sig og myndin fór aftur að skerpast. Big Ben turninn sást í fjarlægð og skammt frá höfnini sást gamalt sjóræningjaskip með svart hauskúpuflagg að húni uppvið risavaxið gufuknúið farþegaskip. Hinum megin við sjóinn sá hann töfraskóg, þar sem álfar göldruðu og litlar verur á fjórum fótum börðust með spjótum við brynjuklædda menn með sverð á hestum. Við hliðin á skóginum var svo risavaxin borg. Risaskýjakljúfrar umvöfðu Kínamúrinn og milljón manns voru samankomin á risavaxið svæði þar sem það var að hlýða á fimm menn ávarpa það uppi á stóru sviði þar sem allir gátu séð þá.
Big Ben, gufuskipið, skógurinn, byggingarnar og mannskarinn hvarf svo bakvið skýjahulina. Hann leit upp og sá stjörnurnar nálgast, svo sá hann tvo engla fljúga framhjá sér.

Já, kæra dagbók, ef að heimurinn væri nú bara svo einfaldur að maður gæti flogið í burt frá vandamálunum, upp til englana. Mér langar að segja þér frá því sem mér dreymdi í nótt en ég held að þér langi ekki að heyra það. Nú ætla ég bara að kíkja út um gluggan og gá hvort að Guð hafi heyrt í mér í gær. Ég skal segja þér meira eftir fimm mínútur.

Það sem ég sá þegar ég leit útum gluggann var að blokkin sem Stína gamli átti heima í er horfin. Reykurinn úr álverinu ríkur enn, þrátt fyrir að það séu nú margir mánuðir frá því að það byrjaði að rjúka þaðan. Ég hef heyrt að þegar þeir sprengdu það fóru yfir 100 sálir til himna. Ég vona að pabbi sé ekki meðal þeirra. Bíllinn hennar mömmu er ennþá kjur í gígnum á miðri götunni. Mér langar að fara til hennar og gá hvað sé að, en mamma harðbannaði mér að fara úr íbúðinni þegar hún fór að ná í ömmu. Hávaðinn frá götunni er enn háværari en í gær og ég sá menn með byssu skjóta 5 eða 6 aðra við hliðin á rústunum sem var einusinni blokkin hennar Stínu.
Núna ætla ég að fá mér eitthvað að borða. Ég skrifa meira í þig þegar ég er búinn.

Fyrirgefðu dagbók að ég var svona lengi, ég segi þér á eftir hvers vegna. Núna er ekki lengur hægt að sjóða egg svo ég varð að borða þau hrá. Mamma ætlaði að koma með meiri mat þegar hún kæmi. En ég efast um að hún geri það nokkurn tíman
Nú er ekki lengur hægt að bursta í sér tennurnar né fara í sturtu. Það kom allt í einu rosa hávaði frá ganginum. Ég heyrði mikið af öskrum og höggum. Ég var orðinn verulega hræddur og faldi mig undir vaskinum. Ég held að Nada, vínkona mín hafi líka öskrað. En allt í einu heyrði ég svakalega há öskur á útlensku fyrir utan hurðina hjá mér, svo allt í einu opnuðust dyrnar og ég sá Nödu, mömmu hennar og pabba og báða bræður hennar. Þau skulfu öll. Hermennirnir voru rosa margir og allir með svaka stórar byssur. Einn þeirra kom nær mér og hrifsaði mig upp og öskraði margt á útlensku. Ég öskraði og öskraði af hræðslu, ég kallaði á mömmu mína og bað um hjálp, en engin hjálpaði mér. Þeir hrifsuðu mig út á götu ásamt fjölskyldunni hennar Nödu. Okkur var safnað saman í hrúgu útá miðri götu þar sem hermennirnir umkringdu okkur, miðuðu byssunum sínum á okkur og öskruðu á okkur á útlensku. Maðurinn sem býr fyrir ofan okkur svaraði einhverju til baka og nú er hann á himnum. Bang, bang, fleiri fóru til himna. Bang, þetta hljóð var orðið óbærilegt. Bang, ég var hættur að telja hve margir væru komnir til himna. Bang, bang, bang, þetta ætlaði aldrei að hætta en svo kom stórt og mikið bang úr annari átt og það kviknaði í bensínstöðinni. Ég sat alveg við lappirnar á einum stórum og ljótum hermanni og þegar stóra sprengjan kom datt hann og ég hljóp aftur inn í íbúð og fór að skrifa þér.

Baldur hljóp heim til sín, það var hánótt, en um leið og Baldur lokaði dyrunum heima hjá sér byrjaði að birta til. Hann heyrði fallega tónlist fyrir utan gluggann og opnaði hann. Fyrir utan sá hann svolítið sem hann hafði dreymt um að sjá síðan það skyggði á sólina fyrir mörgum mánuðum síðan. Hann sá kraftaverk. Tónlistin kom frá himnum. Það opnaðist gat á himininn þegar Baldur leit þangað og sólin skein í gegn, hún skein beint á hann og hann byrjaði að svífa í átt til hennar. Á meðan hann var að svífa til himna sá hann hvernig hafði orðið fyrir heiminum. Engar byggingar stóðu heilar, reykurinn steig upp til himna og fólk lá hreyfingarlaust útá götu. En þegar hann loksins var komin yfir skýin sá hann það fallegasta í heimi. Hann sá heiminn eins og hann var áður en allt það vonda hafði skeð. Mamma hans og pabbi tóku á móti honum og allir voru svo glaðir.

Ég verð aldrei þreyttur á að segja þér þessar sögur, kæra dagbók. Kanski, bara kanski mun ég geta flogið eins og Baldur í sögunum á morgunn. Kanski sjáum við í sólina á morgun. Núna skulum við fara saman með bæn og svo fer ég að sofa.

„Kæri Guð, viltu gera daginn á morgun betri en dagin í dag. Viltu líka sjá vel um mömmu og pabba ef þau eru komin til þín. Og fyrirgefðu þessum vondu mönnum sem voru að meiða hvort annað í dag. Ég vona að þú heyrir í mér. Amen“

Góða nótt kæra dagbók. Vonandi sjáumst við á morgun.