„VAKNA!!!“ Kallar einhver en ég sný bara hausnum ofan í koddan
„VAKNA!!!“ Endurtekur röddin sig en skilaboðin komast bara ekki til skila. Ég hjúfra mig inn í sængina og held fast í draumalandið.
„VAKNA!!!“ Þriðja hanagal! Ég streitist á móti nýjum degi sem vill endilega brjóta svefninn. Það er rifið af mér dýrmæt sængin og kuldinn grípur um óviðbúinn líkamann og kreystir úr honum gæsahúðina. Ég gefst ekki upp, ég pakka mér saman í lítinn kuðung og skelf. Svefninn skal sigra!
Ég næ 2 mínútna lúr, svo fæ ég kalda vatnsgusu framan í mig. Svefn lifir ekki af kaldar vatnsgusur, ekki frekar en George Bush gæti lifað af á götum Palestínu. Ég hrekk upp í reiðiskasti, enginn skal trufla svefn minn, hugsa ég eins og tröll úr ævintýri. Fyrir framan mig stendur konan mín með kaffibræluna út úr sér og capri í kjaftinum og klædd í bleikan nátt slopp; „Mikið var að þú vaknaðir, vinnan byrjar eftir 15 mínútur!“
Hefðu 15 mínútúr verið nóg?
Ég sötra léttkolsýrt bergvatnið með bragðdaufri lögg af beysku sítrónubragði. Helvítis heilsuátak! Ég lýt yfir í næsta bíl og sé mann hakka í sig súkkulaðistykki og kók! Óhollyndin steypast yfir huga minn og næsta sem ég veit er að ég er kominn í vinnuna.
„Góðan daginn Björn…“ Segir stjórinn við mig af duglegum krafti því að hann veit að ég svaf yfir mig enn einu sinni „…svafstu yfir þig enn einu sinni?“
Aumingjalegt “já” bifaðist út á milli vara minna og ég reyndi að gera sem minnst úr samtalinu og smeygði mér svo fram hjá honum og beint í skrifstofukassan minn. Á skrifborðinu mínu liggur hrúga af blöðum, reikningar, uppgjör, póstur, ruslpóstur, kvartanir og hótanir, allt handa mér til að flokka og skrá. Ég byrja á að taka upp eitt blað og lít á það, stafirnir virðast vera máðir, eða eru þeir á hreifingu, ég prófa næsta blað, og næsta og svo framvegis þangað til…
„VAKNA!!!“ Ég var kominn aftur inn í draumalandið.
„VAKNA!!!“ ég rumska og reyni að opna augun, hver er nú að vekja mig? Stjórinn! Hann stendur fyrir framan mig með krosslagðar hendur; „Viltu hitta mig inni á skrifstofu Björn?“ Lögmætilega mætti ég segja nei, hann spurði mig, en ég sagði að sjálfsögðu já, og ég bjóst við útkomunni, ég sef of mikið, og vinn of lítið, ég er atvinnulaus.
Ég sötra léttkolsýrt bergvatn og fæ mér eina sígarettu, ég hef aldrei reykt áður, en mér hefur aldrei langað eins mikið að byrja. Ég kem heim heldur snemma og leggst strax í rúmmið, landið sem er mér ávalt kært bíður mín, draumalandið!
„VAKNA!!!“ Dans og söngur kveður
„VAKNA!!!“ Hamingja og trans kveður
„VAKNA!!!“ Halló eiginkona!
„Hvað ertu að gera heima kl. 2 að degi til?“ Ég rumska við þessa óþægilegu spurningu sem mér langaði ekki að svara!
„Sko… málið er sko…“ hálfbulla ég út úr meðan ég reyni að rakna við, „ég hérna… var eiginlega rekinn.“
Kerlingartussan setur upp kerlingartussusvip og býr sig undir ofsaræðu á háum nótum, dregur djúp andan og hefst svo: „LETIHAUGUR! Þú gerir ekkert annað en að sofa, daginn út og inn, hjálpar ekki einu sinni til hérna heima, hvernig eigum við að lifa af AUMINGINN ÞINN!“
Reiðin hefur kastast yfir mig og nú er tími fyrir útrás; „Hvernig eigum VIÐ að lifa af? Ég mun ekki getað hugsað um þig eins og er, svo að ég verð að losna við þig!“ Ég slæ hana bylmingshöggi utan undir þannig að hún hrynur í gólfið. Fætur mínir halda áfram við að gera hana ófæra um að verja sjálfa sig. Blóðið lekur, spýtist og flæðir um allt stofugólfið og brátt er ég einn þar á lífi.
Ég anda ört og reyni aðeins að jafna mig á ástandinu, ég þarf að losa mig við líkið. Ég tek mér kjötexi í hönd, svona tala þeir alltaf um að mafíósarnir geri. Og ég byrja að höggva, lim fyrir lim, og set í stóran svartan ruslapoka. Þegar ég er búinn að ganga frá því þá fer ég í sturtu og skipti um föt, ber pokan niður í bíl og legg af stað. Ég lít í bakspegilinn er ég er að fara og sé að nágranni minn stendur þar úti í hurð og talar í símann, blóðrák hefur ellt mig alla leið að bílnum, ég verð að hafa hraðann á.
Ég bruna af stað og ætla mér út úr bænum, lögreglan hefur brugðist fljótt við og er hún strax kominn á hæla mína. Ég gef betur í og tek margar beygjur. Bráðlega kem ég að vegartálma skapaðan úr lögreglubílum, ég skal ekki enda för mína hér. Ég gef betur í, gegnum tálmann skal ég fara!
„VAKNA!!!“ Ég rumska!
„VAKNA!!!“ Ég vakna…
„VAKNA!!!“ …úr landi draumanna!
Kíkið endilega á síðuna mína www.folk.is/nixey