Frá örófi alda, frá því að heimurinn varð til, hefur rigningin alltaf fallið niðrávið á stórt svæði. Þessvegna var dagurinn í dag einstakur.
Rigningin féll nú alveg niður, en hún féll ekki beint á stórt svæði. Reyndar féll hún aðeins á einn fermetra, svo þykk að ef maður hefði lagt mjólkurbrúsa á rigniningarblettinn hefði hann fyllst á fimm mínútum. Þessi sérstaki blettur var lengi kyrr á sama stað, séð frá guði og örnunum var hann nákvæmlega yfir rólu einni á leikvellinum í Rósagerði.

Eftir smá stund fór hann að hreyfast. Hann mjakaðist upp götuna, yfir gangbraut, að Rósagerði 14. Starri einn sem var að plokka í pylsu sem hent hafði verið í götuna fékk nærri hjartaáfall þegar hann sá dyrnar opnast og veru stíga útúr skýinu. Eins vel og starrinn sér reynir hann nú að lýsa verunni.

“Hún var stór, Mjög stór, en ekki miðað við annað fólk. Miðað við annað fólk var hún mjög lítil og mjög mjó. Hún var með sítt sótsvart hár eins og norn. Ég sá ekki framan í hana en ég er viss um að hún var með ógeðslegt krókbogið nef með bólu og rauð augu, alveg eins og nornir eiga að vera,”

Þannig tók starrinn víst til orða, enda hafði stóra systir hans oft hrætt hann með nornum sem litu einmitt svona út. Reyndar hafði þessi norn verið lítil, kannski nornabarn.


Þegar litla, svarthærða veran kom inn heyrðist öskrað inn úr stofunni: JARA EIK! AF HVERJU KEMURÐU SVONA SEINT HEIM? VIÐ VORUM AÐ DEYJA ÚR ÁHYGGJUM!

Hún svaraði lágt: Fyrirgefðu, Þóri.

-Alveg nóg af afsökunarbeðnum. Verkefnin þín eru ókláruð.

Vverkefni.
Einmitt.
Þetta heitir HEIMILISSTÖRF og þau ættu bara ad sætta sig vid þad og kalla þau réttu nafni.

—————————————————————————————————————–

Ég vaskaði upp. Síðan fór ég Upp í herbergi.

Leit í spegilinn og varð fyrir sömu vonbrigðum og venjulega.

Ekki það að ég væri ljót, ég var bara eitthvað svo óeðlileg. Þetta undarlega föla andlit, sem dökknaði aldrei, sama hvað ég reyndi. Brúnkukrem virkaði ekki einusinni.
Og þessi skrítnu dökkbláu augu, ef maður horfði lengi inní þau hvarf maður. Ekki spyrja hvernig.
Þetta var mikið vandamál hjá mér. Augun voru áberandi og dáleiðandi, en nefið lítið og munnurinn líka. Ég var of skrítin til að einhver gæti nokkrusinni horft á mig til lengdar, hvað þá í augun á mér. Röddin mín var líka pirrandi, eitthvað svo lágvær og dularfull, það hef ég oft heyrt. Birta Sif var alltaf að segja að hún líktist röddinni í Gollum’s song, bara lágværari.

Hei! Hver er þetta? Nei, ekki fara!

Ég hefði getað svarið það, ég sá útlínurnar á manneskju á bakvið mig.

-JARA! JARA!

-Já?

-Þetta er Anna

-Já, ég er búin að ná því.

-Ég er að fara í bíó, viltu koma með?

-Hvaða mynd?

-To be or not be a bitch

-Nei takk.

-Já, og meðan ég man, það er dagbók handa þér á eldhúsborðinu.

Hún lokaði hurðinni og fór, áður en ég gat sagt takk, greinilega mjög spennt að fara í bíóið.
—————————————————————————————————————
Svo þessi sérstaka stelpa, Jara, for niður og sá litla, svarta bók liggja á eldhúsborðinu. Hún brosti með sjálfri sér þegar hún sá að það stóð Elfing
rist fallegum stöfum á áklæðið. Hún brosti aftur þegar hún sá lás, í laginu eins og svart hjarta.
Og annað bros kom í kjölfarið þegar hún sá svartan penna í stíl við bókina.

Hæstánægð fór hún upp með bókina, lagðist á rúmið og byrjaði að skrifa:



Halló.
Ég heiti Elfing en vidurkennt nafn mitt er Jara Eik. Ég var fædd á Jónsmessunótt 1991 og ber þad med mér. Ég fæddist víst úti í náttúrunni því ég fannst þar í blódpolli. Ég veit ekkert hvernig ég endadi hjá Þórólfi en ég er bærilega sátt vid þad. Fólkid hérna er mjög gott vid mig, sérstaklega Anna systir. Birta Sif er samt ekkert sérstaklega vinaleg en ég verd ad hafa þad.
Anna er 16 ára og mjög skemmtileg, hún skilur mig næstumþví. Birta Sif er 14 ára, Jafngömul og ég en skilur mig ekki neitt. En núna verd ég ad fara því þad er kominn matur og Birta Sif er ad kalla á mig. KOMDU AÐ BORÐA, ÓGEÐIÐ ÞITT! Kallar hún. Ég vildi ad Anna væri heima því þá þorir Birta aldrei ad segja neitt svona. En ég verd núna ad fara. Bless.

Kvedja, ELfing
Kveðja, vodni galdrakalrinn Njartak.