Við kynntumst fyrir fimm vetrum. Þetta var allt ósköp saklaust þá. En nú lá ég í ælunni og skyrpti til hennar áður en ég kallaði hana gæru…. Ég leit aftur á þá tíma þegar ég var saklaus, án syndar og viðurstyggðar. Öll framtíð mín lág fyrir fótum mér. Móðir mín kallaði á mig og sagði mér að fara út með ruslið. Ég var svo hlýðinn. Svo ljúfur. Þá reiknaði ég ekki með að ég yrði drykkjubolti.
Við fórum á nokkur stefnumót. það var ánægjulegt. Hún var blíð, falleg, góð og ofar öllu, skemmtileg. Hún hafði áhuga, það var svo augljóst. Augu hennar einblíndu á mig á meðan ég fékk mér bita. Eitt leiddi af öðru. Fyrsti kossinn kom, hlutir þróuðust og ég bað hana að giftast mér. Hún svaraði með bros á vör. Þá var hún svo ánægð með mig, enda var ég orðinn aðstoðarforstjóri í stóru fyrirtæki, með bæði framhaldsskóla og háskólamenntun að baki.
Stuttu seinna sagði hún mér að hún væri ólétt. Ég sá strax að ábyrgðin varð mun þyngri. Ég varð bara að standa mig, það var ekki gefinn kostur á öðru. Ég sagði forstjóranum stóru fréttirnar, hann gaf mér samstundi launahækkun. Ég kom heim til konu minnar, Ég hafði aldrei séð jafn fallegt bros, hún settist niður með mér og útskýrði framtíðaráætlanir sínar með mér. Ég var alsæll.
Mánuðir liðu. Nýr strákur var kominn í heiminn. „Nefnum hann Ingólf eftir afa sínum“ sagði hún. Ég var alsæll. Hann óx svo fljótt úr grasi. Tvö ár liðu og ég reiknaði ekki með því sem koma skildi.
Ég kom heim atvinnulaus, ég vissi ekki hvað konunni skildi segja. Ætli hún yrði reið? Ég hringdi í gamlann félaga minn vegna vanmáttar. Hann sagði mér að drekkja bara áhyggjum mínum í alkahóli. Ég samþykkti að hitta hann á Fjörukránni eftir hálftíma. Hún varð svo áhyggjufull það kvöldið. Ég kom heim á rassgatinu, hún öskraði á mig, spurði mig hvar ég hafði verið. Ég leisti frá skjóðunni og sagði henni frá uppsögninni. Hún huggaði mig og sagði mér að hún elskaði mig sama hvað.
Allt í einu var heimurinn á hvofli. Ég var atvinnulaus og gat ekki hætt að kenna sjálfum mér um. Ég var næstum því fullur hverja helgi. Ég sem hafði ekki einu sinni dottið í það fyrr en kvöldið, kvöldið sem eyðilagði allt. Hún þurfti skyndilega að byrja að vinna í minn stað, ég fann enga atvinnu. Af hverju réð mig enginn? Mér var líka sagt upp vegna sölu fyrirtækissins. Ekki var það nóg til að koma mér af atvinnumarkaðnum, var það nokkuð?
Ég var búinn að vera atvinnulaus í fimm mánuði núna. Ég var farinn að drekka á hverju kvöldi. Þetta kvöldið var ég í sértöku uppnámi. Ég kom heim og lamdi konuna mína þegar hún byrjaði að öskra á mig. Ég grátbað hana að fyrirgefa mér, hún gat ekki farið frá mér og kom heim eftir tveggja daga dvöl hjá frænku sinni. Þetta varð að venju. Hún þurfti alltaf að fela marblettina. Smátt og smátt hætti ég að segja fyrirgefðu. Brosið sem ég þekkti áður fyrr var nú horfið.
Ég varð gagnslaus, og það sem verra var, ég vissi það. Eftir þrjá mánuði af þessu rugli fluttum við. ég var hættur á atvinnuleysisbótum og konan mín gat ekki rekið þetta heimili af sjálfum sér. Við þurftum minna hús og það strax. Það hjálpaði ekki til hversu miklir peningar fóru í áfengið. Ég hætti ekki að drekka, konan mín var alltaf með nýja marbletti á hverjum degi. Ætli hún hafi hugsað sér að yfirgefa mig?
Daginn eftir að við fluttum byrjaði ég að drekka snemma, ég var líka kominn með gælu nafn á kránni, “Danni pollur” kölluðu þeir mig. Ég var líka ekkert að spara þetta kvöldið. Ég sá að þetta myndi enda í ósköpum. Ég kom heim og ætlaði að berja konuna. Hún hafði fengið nóg og hélt á hníf sér til varnar. Ég hló að henni en datt svo um kassana. Ég byrjaði að kúgast og nú lá ég í ælunni og skyrpti til hennar áður en ég kallaði hana gæru. Ég stóð upp og ætlaði að labba áfram. Í þetta skiptið datt ég í áttina að henni. „Þetta sá ég ekki fyrir” hugsaði ég með sjálfum mér þegar ég horfði á hnífinn í bringunni. Og þarna lá ég. Ég horfði á líflausann líkama minn liggja í sjúkrabílnum…. „Ég ætlaði ekki að gera það” öskraði hún. Ég spurði Guð hvort ég fengi annað tækifæri.
Alias: Der Führer