Tómt rúm, tómt hús, tómur ísskápur. Brostið hjarta, brostnir draumar, hugurinn fullur af grimmd.
Sjáum til, ég hef núna aukið við plássið í litlu leiguíbúðinni minni. Málið er að tómarúmið hefur aukist í hjarta mínu og ég er að reyna að finna eitthvað til þess að fylla upp í það.
Leiguíbúðin er hjarta mitt, skrýtið að þú hafir ekki áttað þig á því strax? En málið er að þú þekkir mig ekki eins vel og þú heldur. Telur þig vita meira en vitneskja þín ber, það er rangt.
Síðan ég hitti hann fyrst hefur hjartað mitt slegið hraðar við hvert andartak sem ég horfi á hann, ljóst hárið, brosið.
En nei, ég get ekki fengið hann. Get ekki fengið hann því ég er ekki nógu góð fyrir hann?
Ég er með of ljótt nef, ég er ljóshærð, ég er með skakkar tennur, tala óeðlilega, ég er ábyggilega skrímsli í huga hans.
En hvað veit ég? Ég sé ekki hug hans.
Hugur minn nær ekki lengra en augu mín sjá, ég sé fyrirlitningu í augum hans í minn garð og ég veit ekki af hverju.
Fyrir hvern dag sem ég elskaði hann án þess að fá neitt endurgoldið, felldi ég tár.
Svo einn dag, fagran laugardag, þá endurgalt hann ást mína. Hann sagðist hafa orðið ástfanginn af augum mínum, háttum mínum og síðast en ekki síst, brosinu mínu.
Dagar og nætur liðu, við vorum hnýtt saman, föst, vildum ekki sleppa höndum hvors annars.
Maður verður fastur í sama farinu við svona ást, yndislegt að geta kannað nýjar slóðir og týnast þar.
En svo kom þetta allt niður á sama stað. Hann var ekki eins og ég hélt að hann væri, hann var ekki eins góður og hann sýndist. Hann var ekkert nema kjafturinn og ekkert annað en hnefinn.
Það var þá, þegar ég hætti að leita að ástinni og fann hatrið byggjast upp í garð hans, ástinni í lífi mínu.
-Christiana