Það eina sem að maður getur treyst á er að maður á eftir að deyja. Það er það eina sem er víst þegar maður fæðist– maður deyr. Dauðdagar geta verið jafn mismunandi og þeir eru margir.
Sjáið þið til. Ég dó. Ég dó hægt og hljótt. Inni í mér. Smátt og smátt. Ég veslaðist upp. Að lokum slokknaði svo lífið að eilífu.
Það kaldhæðnislega við dauðdaga minn var það að þó að ég þráði hann af öllu hjarta kaus ég hann ekki. Hversu heitt sem ég óskaði eftir honum var lítill partur af mér sem að vildi halda í lífið. Enn var hann til staðar. Að vísu var það bara tímaspursmál hvenær ég yrði reiðubúin að binda enda á þetta sjálf.
Á hverjum degi dó eitthvað lítið inni í mér. Eitthvað agnarsmátt. En margt smátt gerir eitt stórt. Bráðum var dauðaóskin komin í huga mér. Lá eins og svört blæja yfir hugsunum mínum.
Ég var 16 ára. Ég var enn í grunnskóla. Mér gekk ekkert illa í lífinu. Að vísu fer það eftir því hvernig maður lítur á það. Mér gekk ágætlega í skóla. Ég átti fjölskyldu. Ég átti vini. Ég var meira að segja í nokkrum vinahópum. En mér fannst alltaf eitthvað vanta. Ég bara vissi ekki hvað. Tilfinningar eru alltof flóknar til þess að hægt séu að skilja þær að fullu. Í hvert skipti sem að ég fann fyrir hamingju, fann ég að það vantaði eitthvað. Og jafnoft dó eitthvað inni í mér. Í hvert skipti sem að bútur af mér var rifinn í burtu varð ég niðurdregnari. Og grátgjarnari. Ekki misskilja mig. Ég grét ekki alltaf þegar að ég fékk skrámu. Fyrst grét ég bara yfir sorglegum kvikmyndum, bókum og öðru svipuðu. Svo byrjaði ég að klökkna í hvert sinn sem að ég vorkenndi fólki; fann fyrir illskunni í heiminum. Svo komu þær stundir þar sem að ég þurfti að gráta. Það hjálpaði mér á sinn hátt. Ég grét mig oft í svefn á kvöldin. Ekki af neinni sýnilegri ástæðu. Þetta risti of djúpt til að hægt sé að skilgreina þetta á nokkurn hátt.
Þrátt fyrir þetta þunglyndi mitt þá elskaði ég lífið. Þangað til að dauðaóskin kom. Ég hafði verið úti með vinum mínum. Við skemmtum okkur vel. Við vorum samt ekki að gera neitt sérstakt. Við vorum úti. Að ganga. Það var úði úti. Rigning er hressandi. Hún hefur alltaf yljað mér að innan. Allavega, þegar ég kom heim eftir skemmtilegan dag, fann ég hvernig lítill hluti af mér dó. Ég sá og fann fyrir því að vinir mínir yrðu ekki alltaf þarna. Mér fannst ég standa ein í heiminum. Ég sá að ég hafði aldrei treyst neinum fyrir hugsunum mínum. Ég gerði mér grein fyrir því að aldrei nokkrun tímann hafði ég treyst neinum almennilega. Og aldrei neinn mér. Það var svo einmannalegt. Eins og að standa í eyðimörk. Mig langaði ekki að lifa. Ekki ein. Það var farinn nógu stór hluti af mér til þess að mér finndist lífið ekki þess virði lengur. Samt var enn bútur af mér sem að vildi lifa.
Alltaf þegar mér leið illa borðaði ég. Eða nagaði eitthvað; penna, plast eða bara hvað sem var nálægt mér. Matur var bara bragðbetri. Þessvegna borðaði ég svona mikið. Eða, kannski borðaði ég ekki mikið, en ég borðaði. Þegar mér leið vel þá svelti ég mig. Það var góð tilfinning. Að vita að maður hafði ekki borðað neitt í einn eða tvo sólarhringa fékk mig til að láta mér líða vel. Að vita að maður hafði nógu mikin viljastyrk til þess að hafa stjórn á sér. Þegar ég var svöng hugsaði ég heldur aldrei eins mikið um hvernig mér leið. Þessvegna leið mér betur. Og svo þegar ég fékk mér að borða varð ég niðurdregin. Og borðarði meira vegna þess að ég var niðurdregin. Ég fékk líka martraðir. Þar var dimmt. Og kalt. Ég sá ekki. Það greip eitthvað um mig og ætlaði að draga mig með sér. Ég barðist um. Og ég vaknaði. Þessir draumar voru í sjálfu sér ekki svo hryllilegir en tilfinnigin; manni finnst maður hafa ekki stjórn á neinu lengur er hræðilegt. Maður er nelgdur upp við vegg og getur ekki hreyft sig nema að naglarnir gufi upp. Þessir draumar lýstu því sem var að gerast í lífi mínu. Ég var að missa stjórn á öllu. Mataræðinu, tilfinningum, hugsunum og viðbrögðum.
Ég skar mig. Oft. Mismikið. Ég man eftir einu skiptinu. Síðasta skiptinu. Það var fimmtudagskvöld. Ég sat á gangstétt, uppvið vegg og starði á dúkahníf sem ég var með í hendinni. Enginn var nálægur. Það fóru ekki margir þarna um. Enginn sem ég þekki. Ég heyrði í bílum. Langt í burtu. Ég var í mínum eigin heimi. Svo lyfti ég hinni hendinni upp og reyndi að ákveða mig hvar væri best að skera. Ég vildi ekki taka þá áhættu á að skera mig á púls, því að ég vissi ekki hvernig ég ætti að bregast við. Mig langaði enn að lifa. Ég skar. Blóðið rann í áttina að upphandleggnum. Að olnbogabótinni. Sársaukinn vegna skurðsins var ekkert miðað við þann sem ég fann fyrir inni í mér. Í raunninni var þetta nokkuð góð tilfinning. Ég skar aftur. Það blæddi meira. Blóðið rann og erti húðina. Þægileg tilfinning heltók mig. Mig langaði að skera. Sársaukinn fékk mig til þess að gleyma. Ég skar líka á fótinn. Báða. Ég hélt hnífnum fyrir framan mig. Allt fór úr fókus. Nema hnífurinn. Ég færði hann nær mér. Ég sá manneskju útundan mér. Það var strákur sem ég hafði aldrei séð áður. Hann tók upp síma og hringdi. Líklega í neyðarlínuna. Allavega kom sjúkrabíll skömmu síðar. Strákurinn settist hjá mér og tók hnífinn. Mér fannst þetta óþarfa afskiptasemi hjá honum. Hvað kom það honum við þó að ég rispaði mig smá?
Sjúkrabíllinn kom. Ég var ekki alvarlega slösuð. Það blæddi bara mikið. Handleggir og fótleggir alblóðugir. Blóð í andlitinu. Ekki vegna þess að ég hefði skorið mig þar. Ég hafði strokið hárinu frá augunum og blóð farið í andlit mitt og hár. Ég fór upp í sjúkrabílinn. Hann keyrði af stað. Á leiðinni lenti hann í árekstri. Ég dó. Lífi mínu var lokið. Endanlega, að eilífu var ég dáin. Það var engin leið til baka.