Ágúst var strákur, 15 ára, íþróttamaður sem stefndi á atvinnumennsku. Hann stóð sig vel í skóla og var í landsliðshópi í körfubolta. Ágúst var algjört heilsufrík og átti góða vini. Þeir hittust alltaf um helgar og leigðu myndir og keyptu sér nammi, á meðan jafnaldrar þeirra voru blindfullir einhversstaðar í einhverju partýi.

Skyndilega, þegar Ágúst varð 16 ára, þá kynntist hann strák. Strák sem var að æfa körfubolta með honum. Þessi strákur hét Helgi, hann var vinsælastur í skólanum, hann var rappari, fór á fyllerí um hverja helgi, tók í nefið, tók í vörina, reykti sígarettur og var í hassi. Í gegnum Helga, kynntist hann öðrum strák, sá strákur var alltaf að gera eitthvað af sér, var góðkunningi lögreglunnar og skemmti sér við að eyðileggja allt sem hann gat. Sérstaklega ef lögreglan átti það. Ágúst hékk mikið með þessum tveim strákum, Helga og Páli. Nú var hann kominn inn í vinahópinn hjá vinsælu krökkunum í skólanum, krökkunum sem drukku, reyktu, dópuðu, djömmuðu og stunduðu innbrot.

Einn daginn voru Ágúst, Helgi, og Páll, að fá sér sígó heima hjá Helga þegar það var hringt í Helga, honum var sagt að það ætti að vera þvílíkt fyllerí útí sumarbústað sem þau höfðu leigt, og þeim var boðið með. Þeim leist alveg frábærlega á þetta og hringdu strax í þann sem reddaði þeim í Ríkið. Helgi reddaði sér líka landa.

Helga, Pál og Ágústi var skutlað útí sumarbústað á föstudagskvöldinu, en Ágúst hafði sagt mömmu sinni að hann ætlaði að gista hjá vini sínum, ætluðu bara að leigja sér spólu og eitthvað. Þegar þeir komu útí sumarbústaðinn blasti við þeim grill, fjórir kassar af bjór, heitur pottur, gítar og allir vinir þeirra. Þvílík Paradís sem þeir voru komnir í. En það var meira en bara áfengi, grill og gítar sem þau voru með þarna. Ágúst var með landa, Hólmar sem var góður vinur Ágústar, var með amfetamín, Helgi var með marijuana, og svo var einhver stelpa þarna sem var með hass. Einhver stelpa sem Ágúst hafði aldrei séð áður.

Þessi stelpa var svolítið falleg, flottasti rass sem Ágúst hafði séð, falleg brjóst og kyssulegar varir, svo hafði einhver hvíslað að honum að hún væri frekar lauslát, þessi stelpa. Ágúst trúði nú ekki á ást við fyrstu sín, en eitthvað var að gerast í hausnum, og buxunum hans.

Þegar liðið var á kvöldið og sumarbústaðurinn var fullur af blindfullum unglingum, færði Ágúst sig yfir til flottu stelpunnar sem hann sá fyrr um kvöldið. Hann komst að því að hún hét Bára og var úr Vesturbænum. Hún var víst í dópinu, einsog reyndar helmingurinn af öllum þarna. Ágúst og Bára röltu saman, gengu framhjá dauðadrukknum og útúrdópuðum vinum þeirra, sjálf voru þau vel í því, þau stoppuðu ekki fyrr en þau voru komin aðeins út fyrir sumarbústaðinn, inn í einhvern skóg. Þau lögðust niður í grasið og töluðu saman, Ágúst var að segja henni hvað hún væri falleg, og hvað hún væri svolítið hans týpa, þegar Bára laumaði höndinni innan undir peysuna hans. Ágústi brá svolítið, en var samt alls ekkert á móti þessu, svo hann gerði það sama. Færði höndinni sinni inná Báru og byrjaði að strjúka henni. Bára færði höndina neðar og neðar, og var komin neðan fyrir mitti. Þau leiku sér þarna tvö saman, í skóginum, í svolitla stund.

Alveg þangað til að Páll kom, blekfullur, hlaupandi til þeirra og kallaði “Ágúst! Hvað ertu að gera? Þú ert að missa af öllu fjörinu, komið inn í bústaðinn maður.” Ágúst og Bára stóðu upp og héldu utan um hvort annað, og gengu með Palla. Í bústaðnum var fólkið komið með gítarinn og byrjað að syngja Bubba lög af fullum hálsi.

“Ahh, fokk! Systir mín ætlaði að koma og ná í mig klukkan 3, hún fer að koma bráðum” sagði Bára uppúr þurru, í miklum pirringi, í miðju Stál og Hnífur laginu. Það var allt í lagi þó að systir hennar vissi að við værum að drekka þarna, það var jú hún sem leigði bústaðinn út fyrir okkur. Bára þurfti að kveðja Ágúst, og þau kvöddust með kossi. Hann fékk númerið hennar og lofaði að hringja á morgun, um leið og hann vaknaði.

Hann tók upp símann sinn, til að gá hvað klukkan væri, þá sá hann að hann hafði fengið sms. Það var frá Lindu, kærustunni hans. Hún var bara að spurja hvernig hann hefði það. Ágúst stirnaði allur upp, augun voru frosin. Skyndilega tók hann upp glerflöskuna sem hann var að klára úr, og dúndraði henni í vegginn. Hann öskraði eins hátt og hann gat, hann réðst á þann sem var að spila á gítarinn og tók gítarinn af honum reyndi að brjóta hann á gólfinu. Hann kýldi eins fast og hann gat í vegginn. Hvað var hann að spá? Af hverju gerði hann þetta með Báru? Hvað var að Báru að leyfa honum að gera þetta? Af hverju reyndu Helgi og Páll ekkert að stoppa þetta? Hann tók gítarinn og lamdi honum í Pál, og öskraði á hann “Af hverju reyndiru ekki að stoppa þetta, fokkin tík! Á ég að drepa þig?”

Sem betur fer kom Helgi í veg fyrir að Palli og Ágúst lentu í einhverjum hörkuslagsmálum, hann tók fast í höndina í Ágústi og tók hann með sér út. Þar brotnaði Ágúst gjörsamlega niður og öskraði af öllum lífs og sálar kröftum. Hann fann hvernig reiðin spíttist útúr honum á ógnarhraða. Öll reiðin sem hann hafði innbyrgt síðustu mánuði, kom í ljós þarna, þetta kvöld.

Hann hringdi í Lindu, blindfullur, og sagði að hann hefði kysst aðra stelpu, og gert eitthvað aðeins meira með henni, hann sagði þetta með kökk í hálsinum og tár í augunum. Hann bað hana að fyrirgefa sér, hann grátbað hana, því hann elskaði enga aðra en hana. Linda, sem hafði alltaf verið svo góð við Ágúst, svaraði honum ekki og skellti á hann. Hann brast í grát og rölti rólega inn í eldhús, hann tók upp eldhúshníf og fór inná klósett. Hann ætlaði ekkert að drepa sig, honum langaði bara að sjá hvernig það væri að halda á hníf við hálsinn á sér. Hann hélt á hnífnum í hægri höndinni, og fann hvernig hnífurinn beit í skinnið. Hann horfði beint í augun á sér, í speglinum. Allt í einu hringdi Linda, hún hringdi bara til að segja honum að þetta væri búið. Hann gat varla opnað munninn, en tókst þó að krista útúr sér með miklu erfiði, “ókei, ég elska þig Linda, sama hvað gerist, það er mér að kenna, engum öðrum, vertu blessuð” Linda vissi ekki hvað hann var að tala um, en sagði “Hvað meinaru Ágú…” en það var of seint, hann hafði skellt á.

Hugsanirnar þutu í gegnum hugann hans. “Ég var góður í skóla, ég stefndi á framabraut í íþróttum, ég átti góða vini, ég var ekki í neinu rugli, ég var hamingjusamur. Ég kynntist öðru fólki, byrjaði að krota á veggi, byrjaði að drekka, byrjaði að nota eiturlyf, stal bíl, stundaði það að stela geisladiskaspilurum og peningum úr bílum, og enda svo líf mitt hér, inn á klósetti í einhverjum sumarbústað.”

Hann fann hvernig hnífurinn beit fast í hálsinn, hann skar snöggt í. Það kom blóð. Mikið blóð. Hann heyrði í röddinni hennar Lindu segja " ég elska þig Ágúst, ég elska þig". En það var bara draumur. Hann var sofnaður, hann heyrði, en hann sá ekki, hann mun aldrei vakna. Ágúst var dáinn.

Grasið er ekkert alltaf grænna hinum megin.