Heitt, sveitt, ógeðslegt.
Ég ligg í hitamóki undir sænginni og hlusta.
Ég heyri ekki neitt, ekki lengur.
Ég veit að ég er ekki bara að ímynda mér þetta.
Ég dreg sængina róleg niður svo að ég rétt get kíkt undan sænginni.
Það er bara myrkur, myrkur og alger þögn.
Allt í einu heyrist það, hægur og yfirvegaður en hávær andadráttur, hann kemur undan rúminu mínu.
Ég spenni greipar undir sænginni en þori ekki fyrir mitt litla líf að loka augunum meðan ég þyl “Faðir Vorið” í huganum.
Ég lít i kringum mig og sé að hurðin er lokuð eins og ég skildi við hana og hún er meira að segja í lás. Auk þess er dregið fyrir svo að birtan frá stjörnubjörtum himninum getur engan veginn læðst inn um gluggann og aukið á hugrekki mitt.
Ég dreg sængina hægt neðar til að kæla mig niður þar sem að ég er farinn að svitna ískyggilega mikið. Augun venjast myrkrinu hægt og þreytan auðveldar mér ekki fyrir að skynja hlutina. Allt í einu skynja ég hreyfingu, og lít snögglega til vinstri.
Ég sé móta fyrir fingrum, skríða hægt og róleg upp á dýnuna og grípa í brúnina á dýnunni. Svört beinaber hendi.
Ég hendist í hægri hlutann á rúminu og alveg upp að vegg. Sest upp og vef utan um mig sænginni. Ég fer að kjökra, og finn að tárin eru að brjótast fram.
Önnur hendi grípur um dýnuna við hlið hinnar og ég sé að dýnan þrýstist niður þegar hendurnar taka á. Ég heyri að eitthvað dregst eftir gólfinu. Svo renna hendurnar niður á gólf og ég heyri þegar þær lenda á með dynk á gólfinu.
Ég sit stjarfur af ótta og legg hökuna á hnén á mér, vef mig inn í sængina.
Andadrátturinn heyrist enn jafn yfirvegaður, hrjúfur og hávær.
Ég strýk hárið frá augunum og þurrka tár sem eru að myndast í augnkrókunum.
Síminn verð að ná í símann, hringja í Ástu. Hringja í einhvern.
Verst að síminn liggur á náttborðinu vinstra megin við rúmið.
Ég leggst hljóðlega niður og fikra mig nær vinstri brúninni.
Þegar ég er kominn í færi við símann teygi ég mig hægt og rólega í áttina að honum.
Ég held niður í mér andanum og færi mig eins hægt og ég mögulega get.
Svört beinaber hendi tekur þéttingsfast um mína.