Snýst lífið virkilega bara um það að lifa? Hvaða súrsæta pæling er það? Það hlítur að vera eitthvað meira en þetta… Það er skrítið að hafa slökkt á sér, lokuð í litlu búri til æviloka sem er löngu orðið rafmagnslaust. Bið eftir þunglyndinu, bið eftir rafmagninu, bið eftir einhverju sem er ekki til.
Bið eftir lífinu sem mér var lofað við fæðingu og ég blóta guði fyrir lygar sínar. Helvítið stóð fyrir framan mig, horfði beint í augntótturnar og þagði en hann meinti!: Jæja hérna er þá lífið þitt, bara svona smá trip ef þú skilur, eitthvað sem þú færð aldrei aftur, rétt eins og eiturlyf sem tekur allt sem það átti ekki að taka með einni stuttri alsælu, R u reddí tú gó!?
Jæja! …..Hvar er alsælan? Ég er kannski í einni stórri alsælu án þess að taka eftir því! Já, eins og að fá sér 1987975 súkkulaðistykki, það var gott fyrst en núna langar mér einhvern vegin ekki lengur í súkkulaði.
En hvað með krakkana í Afríku? - 10 ára
Vex ekki súkkulaðið í Afríku? - 15 ára
“Súkkulaði” vex ekki á trjám - 20 ára
Deisjavú - 25 ára
Ég er í Breiðholti, 4 börn, þríbýli, vinnunni, deisjavú eða nei, klepp, ákvað að lifa frekar að í huganum.
A witty saying proves nothing.