Hún gekk upp að honum og tók í hönd hans.
Hún fann fyrir ýmsu þessar örfáu sekúndur sem hún hélt þéttingsfast um hönd hans.
Hún var umvafin tilfinningum sem hún þurfti að koma frá sér.
Tilfinningum sem hún varð bara að deila með honum.
Hún varð bara að láta hann vita .
En það var bara eitt sem kom í veg fyrir það.
Eitt lítið atriði sem stoppar svo marga sem vilja segja það sem þeim liggur á hjarta.
Atriði sem við ættum ekkert að vera hrædd við.
Atriðið er hræðsla.
Hún var hrædd við að segja honum hvernig henni leið.
Hún var hrædd um að að hann myndi bregðast illa við.
Kannski myndi hann aldrei tala við hana aftur.
Það væri eitthvað sem hún gæti ekki afborið.
Hún ákvað að hann myndi taka tilfinningum því illa.
Hún ákvað að sleppa því að létta af hjarta sínu.
Þau héldu áfram að vera bara vinir.
Góðir, bestu vinir og ekkert meira en það.
Það liðu mánuðir og enn var þetta í hjartanu.
Það angraði hana óskaplega, hún réð bara alls ekki við það.
Þetta sem var að angra hana óks með degi hverjum.
Hjartað var við það að springa.
Hún varð bara að segja honum það.
Hún ákvað að reyna á það.
Hún ákvað að segja honum það næst þegar þau hittust.
Þetta varð bara að gerast.
Það var bara núna eða aldrei.
Það var föstudagur og þau ákváðu að hittast heima hjá henni.
Hún hafði undirbúið sig eins og mesti bjáni og var tilbúin með ræðu.
Ræðu um þetta atriði sem fór svo í taugarnar á henni.
“Jói, ég þarf að segja þér svolítið”
“Ég er búin að vera að velta svolitlu fyrir mér undafarna mánuði og núna er ég við það að springa”.
“Þú mátt ekki taka þessu illa og ég vona það svo innilega að við höldum áfram að vera vinir þó að það sem ég ætla þér að segja sé svolítið hart.”
“Jæja hérna kemur það”
“ Jói, mér finnst að þú ættir að drífa þig í klippingu”