“Smoke on the water…”
Gamalt lagið ómaði frá litlu ferðaútvarpi og endurkastaðist frá berum veggjunum í stóru herbergi. Lagið var lækkað niður, “Eitt gamalt og mjög gott með Deep Purple. og nú annað enn eldra…” Kynnirin sagði eitthvað óskiljanlegt í viðbót áður en slökkt var á tækinu með háum smelli.
“Ekki ætlarðu að liggja þarna í allan dag. komdu, hjálpaðu mér við að bera draslið inn”.
Ungur dökkhærður drengur stóð upp með erfiðleikum. Hann rétt náði að hreyfa sig vegna stirðleika. Hann hafði legið á rúminu sínu í langan tíma. Of langan. Hann hafði mikinn fýling út úr því að hlusta á útvarpið. Eftir að pabbi hans hafði gefið honum græjur gerði hann lítið annað en liggja allan daginn og hlusta á tónlist. Hann fékk smá svima þegar blóðið vandist snögglegum þrýstingsbreytingum í líkamanum. Faðir hans kom aftur inn.
“Sigurjón Höskuldsson, drífðu þig!”. sagði pabbi hans með óþolinmóðri röddu. Hann gat verið ótrúlega pirrandi þegar hann var að flýta sér. Hann var eiginlega alltaf pirrandi. Pabbi hans sagði alltaf að Sigurjón væri að ganga í gegnum gelgjuskeiðið, hvað sem það var. Hann gekk á eftir föður sínum inn í eldhúsið sem var hálftómt. Aðeins einn ísskápur, lítil eldavél, kornflexpakki og brauðrist. Þau voru að flytja inn, hann og pabbi hans. Foreldrar hans höfðu skilið fyrir tveim mánuðum, rétt fyrir þrettánda afmælisdaginn hans. Það eina sem mamma hans og pabbi gerðu sameiginlegt eftir skilnaðinn var að kaupa afmælisgjöf saman handa honum. Faðir hans hafði síðan fengið forræði yfir Sigurjóni og nú voru þeir saman að flytja inn í nýja íbúð í Setberginu, langt frá gamla skóla Sigurjóns og öllum vinum hans. Gummi var sá eini sem var ekki of langt frá til að koma í heimsókn. Rödd pabba hans braust inní hugsanir hans eins og illa stilltur hátalari. “Hjálpaðu mér að bera þessa stóla”. Faðir hans stóð frammi á stigagangi umkringdur gömlum stólum úr járni. Hann sá dálítið eftir því að hafa ekki hjálpað honum með stólana upp í íbúðina. Eftir allt þá bjuggu þeir á sjöundu hæð, og lyftan var biluð. Faðir hans rétti honum stól sem Sigurjón baksaðist með í eldhúsið. Hann hafði aldrei gert sér í hugarlund hvað þessir stólar voru þungir. Sem betur fer voru þeir ekki eldhússtólar. Hann stoppaði í smástund í leit út um stofugluggann. Sólin var að því komin að setjast og dólaði nú yfir [ ] eins og rauð ljósasería. Hann greindi Fokker vél í blindandi birtunni og einblíndi á hana þrátt fyrir stingandi sólskinið. Faðir hans kom inn með stóla í hvorri hendinni og setti þá varlega niður.
“Það eru fleiri frammi”. Hann fór aftur fram á gang, Sigurjón elti. Þeir áttu eftir að bera fleiri húsgögn upp alla stigana. Sú hugsun skaut hrolli í hann. Þorvaldur frændi þeirra ætlaði að koma klukkan fimm og núna var hún hálf sex. Það var ekki það að þeir feðgarnir hefðu ekki nógan tíma. Hann vildi bara ljúka þessu af sem fyrst.
2
Tveim tímum síðar voru þeir loksins búnir. Frændi hans kom aldrei. Hringdi og sagðist ekki komast vegna bíldruslunnar. Hann átti gamla Toyotu sem virtist aldrei vera í lagi. Kraftaverk að hann kæmist á réttum tíma í vinnuna sem var hinum megin í bænum. Sigurjón opnaði ísskápinn til að finna sér eitthvað að drekka. Hann varð fyrir vonbrigðum þegar við honum gapti ljósið úr skápnum sem var annars tómur. Hann hálf skellti honum aftur. Honum var farið að líða illa af gremju. Hann búinn að púla allan morguninn eins og wrestling gaur og fékk síðan ekkert til að slökkva þorstann. Hann fékk sér vatn úr vaskinum. Það bragðaðist hræðilega, eins og sleikja málmplötu sem var að ryðga. Hann kallaði til föður síns sem var að bera inn það allra síðasta af húsgögnunum.
“Pabbi? Hvað á að vera í matinn?”
Hann þurfti að bíða smástund eftir svari og ætlaði að kalla aftur þegar faðir kom inn í eldhús kófsveittur.
“Djöfulsins hiti hérna, hvað sagðirðu áðan?”.
“Það er ekkert til”.
“Við björgum því”. sagði faðir hans. Hann var í góðu skapi núna. Rödd hans sefaði ótrúlega mikið, rödd sem passaði varla við mjóvaxin líkama hans og beinabert andlitið.
“Það er verslun hérna rétt hjá”. hélt faðir hans áfram og rétti Sigurjóni þúsundkall.
“Farðu og keyptu einhverja af þessum tilbúnu pítsum og kók. Höfum það bara gott í kvöld og horfum á sjónvarpið, ókei?”.
“Ókídókí”. sagði Sigurjón með fullorðinslegri röddu, fór í úlpuna sína og fór út. Hann var ekki lengi að koma auga á verslunina sem var neðar í hæðini. Leið hans lá framhjá nýja skólanum hans, stórri litlausri byggingu sem leit út fyrir að hafa hýst nemendur sína án viðhalds síðustu hundrað árin eða svo. Fyrsti dagurinn hans í nýjum skóla, krökkum sem hann kannaðist ekkert við og nýjum kennurum sem hann átti eftir að lenda hjá myndi renna upp á morgunn. Honum hryllti við tilhugsunina. Hann gekk áfram. Tveir strákar hlupu framhjá honum og rákust í hann. Sigurjón féll á malbikaða stéttina. Þegar hann leit upp voru drengirnir yfir honum. Hann bjóst til standa upp þegar sparkað var í magann á honum. Hann datt aftur og lá á grúfu, haldandi um sig miðjan. Hann barðist við að ná andanum þegar há rödd öskraði á hann.
“Vertu ekki fyrir smákrakki”.
Þeir gengu í burtu hlæjandi. Sigurjón beið í nokkrar sekúndur áður en hann stóð upp með erfiðismunum. Honum verkjaði ógurlega í magann. Hann gretti sig, hætti því snögglega af ótta við að einhver væri að horfa á hann. Hann gekk áfram.
Verslunin var rosalega lítil af verslun að vera að utan og virtist vera að hrynja saman með öllum sínum hillum að innan séð. Gömul var að afgreiða. Hún leit út eins og ekta amma, lítil spangargleraugu, klútur um hálsinn. Skrýtið að hún væri ekki komin á eftirlaun. Hann keypti það sem faðir hans bað um og var að taka við afganginum af þúsundkallinum þegar afgreiðslukonan starði allt í einu hann og tók í hendi hans. “vertu nú varkár strákur, þeir eru allstaðar.” Sagði hún með rispaðri röddu.
Sigurjón kippti að sér hendinni dauðskelkaður og hljóp út úr búðinni. Hann stoppaði ekki fyrr en hann var kominn að skólanum. Hann áttaði sig á að hann hafði gleymt að taka afganginn. Hann hugsaði lengi um að fara inn í búðina aftur en þorði því ekki. Þessi gamla kelling gæti reynt að ráðast á hann eða eitthvað. Hvað var hún eiginlega að röfla, þessi helvítis tussa. Hann hugsaði um að fá pabba sinn til að ná í peningana en hætti strax við það. Hvað átti hann að segja við föður sinn. Pabbi? gamla konan í sjoppuni stal af mér peningunum. eða: Ég gleymdi að taka við afgangum út af því að kellingin hræddi mig. Hann var búinn að lenda í nógu miklu í dag. laminn af einhverjum gúmmítöffurum, einhver kellingaskrukka ruglandi um einhvern ljósvaka… Hann táraðist og fór síðan að gráta. Hann hélt því áfram þangað til bíll flautaði á hann. Sigurjón leit í kringum sig. Hann var standandi út á miðri götu. Ökumaðurinn öskraði eitthvað sem Sigurjón skildi ekki. Hann þurrkaði tárin af andlitinu og hélt áfram upp hæðina. Pabbi hans spurði ekkert út í peningana, bara um rispuna sem Sigurjón hafði fengið á andlitið. Hann laug einhverju um að hafa hlaupið á ljósastaur. Þeir borðuðu pítsuna og sátu allt kvöldið við endursýningu á einhverri grínmynd með Eddie Murphy.
3.
Skólabyggingin virtist enn stærri og óhugnalegri en hún sýndist í fjarlægð daginn áður. fótboltavöllurinn við skólann var troðinn af krökkum sem voru allt ókunnugar verur í augum Sigurjóns. stór gaur með derhúfu gnæfði yfir hópinn og virtist vera að leita að einhverjum. Úlpur sem spönnuðu litrófið hreyfðust til og frá. Há og skerandi bjalla bergmálaði á veggjum skólans. Hópurinn hreyfðist hægt að húsinu, Sigurjón gekk rólega á eftir og gætti þess að rekast ekki á neinn. Minningin um strákana tvo í gær var enn í huga hans. Hann gekk inn um stórar dyr og lenti í þvögunni sem hafði myndast inni. Hann kom auga á dreng sem hann kannaðist við. Hann starði á hann í smátíma, leitandi í huganum að þeim aðstæðum sem hann hafði séð strákinn áður, þangað til hann áttaði sig á því að strákurinn var að horfa á hann. Sigurjón opnaði munnin til að segja eitthvað en lokaði honum aftur. Þetta gæti alveg verið rugl í mér. ég hef örugglega aldrei séð hann áð… “Hey ég þekki þig”. sagði einhver. Það var ókunni drengurinn.
“Þú varst í Vatnaskógi, var það ekki?” hélt drengurinn áfram.
Auðvitað, Hugsanir Sigurjón skýrðust á augabragði. Herbergi tvö í gamla skálanum. Hann svaf í neðri kojunni. Hvað hét hann Guðmundur? Gunn..
“Blessaður, ég heiti Guðlaugur”. strákurinn var kominn nær. Hann minnti á feitann sumoglímukappa. dökkt hárið minnti á Elvis kollu, toppnum var skipt í miðju. Sigurjón minntist þess að honum hafði verið strítt út af Elvis kollunni
“Kallaðu mig Gulla”.
“Sigurjón”. hann ræskti sig.
“Ég veit. við sváfum í sama herbergi. Ertu nýkominn hingað?”
“Já ég kom í gær”. sjálfstraust Sigurjón jókst örlítið. Þvagan í kringum þá hafði minnkað. straumurinn leið inn um litlar dyr við enda gangsins.
“Drífum okkur áður en Jói skólastjóri læsir. Hann gerir það alltaf til að vera skepna við þá sem koma of seint, en bíddu þangað til þú lendir í Landafræðitímum hjá honum”. Gulli gretti sig og hristist. Þeir hlupu að hurðini. Skólinn leit út fyrir að vera enn eldri að innan. Gamall skærrauður járndúnkur hékk við enda gangsins, örugglega milljón sinnum eldri en skólinn, hugsaði Sigurjón með sér. Gulli togaði hann með sér inn í stórann vel upplýstan sal, hálfullan af fólki. Gamall maður, augljóslega skólastjórinn stóð bak við hvítt ræðupúlt og var byrjaður á sömu hrikalega hundleiðinlegu ræðunni sem fylgir öllum skólasetningum. Gulli og Sigurjón settust aftast í salnum. Þeir heyrðu lítið sem ekkert af orðum skólastjórans, sem betur fer.
—–