Ég stend ennþá á fyrir utan veitingahúsið. Það byrjar að hellirigna, kannski er það bara best, þá sér enginn að ég græt. Hvernig gat hann gert mér þetta? Hann fór frá mér fyrir svona 40 mínútum og þegar hann fór…stöðvaði líf mitt.
Ég lít upp. Ég sé ekkert tungl. Ég man eftir öllum þeim kvöldum sem við bara sátum að horfa á tunglið…en nú er ekkert tungl. Þegar hann fór, fór tunglið. Ég byrja að hugsa um allt sem að var mér. Hann var minn besti vinur, sálufélagi og fyrsti kossinn. Ég átti fyrsta alvöru kossinn með honum.
Við vorum ekki nema 13 ára. Hann spurði hvort ég hafði einhverntíma kysst einhvern, og ég hristi höfuðið. Þá kyssti hann mig og upp frá því vorum við saman alla daga. Nema núna. Núna var hann farinn, og ég er að átta mig á því að ég sé hann aldrei framar.
Ég man ennþá mjög vel þegar ég átti 15 ára afmæli. Ég mátti ekki fara út um kvöldið, því ég var í straffi. En hann kom og talaði við foreldra mína, sagði að hann ætlaði bara að gefa mér afmælisgjöf, og á endanum hleyptu þau mér út. Ég fór með honum heim til hans, steig inní kunnulegt herbergið. Plaköt af HIM, Kiss, Led Zeppelin og einhverjum sem ég kannaðist ekki við, fylltu veggina. Skrifborðið hans var fullt af bókum og blöðum, hann ætlaði að verða rithöfundur.
Svo settist hann í rúmið. Rúmið var stórt, miklu stærra en mitt. Ég settist við hliðina á honum. Ég fann að ég var tilbúin. Hann var það líka og við runnum saman í eilífa ást.
En nú er þetta allt saman í minningunni. Nú er hann farinn. Fór með sjúkrabílnum. Ég sagði honum að hlaupa ekki svona út…en hann hlustaði ekki, hljóp beint útá götu og…það er of sársaukafullt að hugsa um það.
Svo var það þegar hann varð 17. Hann fékk bílpróf á undan mér, enda afmæli í Janúar, en ég Október. Við rúntuðum saman um allan bæ. Fórum meira að segja stundum útúr bænum. Þessir bíltúrar voru skemmtilegir, mér fannst gaman að sitja með honum í bíl.
Éitt sinn stöðvaði löggann hann. Hann fékk 5000 króna sekt fyrir að vera á sumardekkjum. Mér fannst að fyndið, hvernig gat honum dottið í hug að vera á sumardekkjum um miðjan Janúar? Hann varð fúll og sagði fátt. Hann var svo sætur þegar hann var fúll. Ég hlæ lágt með sjálfri mér þegar ég hugsa um þetta.
Ég lít aftur upp. Það er hætt að rigna. Og jú,þarna sé ég glitta í tunglið. Kannski var hann þá ekkert eftir allt saman farinn. Hann yrði alltaf hjá mér. Ég einsetti mér að giftast ekki aftur. Ég tók upp símann til að hringja í mömmu….
Dóttir mín var í pössun hjá mömmu. Hún var ekki nema 3 ára. Ég eignaðist hana þegar ég var 20. Hann ljómaði af gleði þegar ég sagði honum að ég væri ólétt.
Næstu 9 mánuðir voru bestu mánuðir okkar beggja. Við vorum farin að velja nöfn…velja húsgögn í herbergið, allt sem þurfti að gera.
Hann var yndislegur faðir, og dóttir mín var mjög hænd að honum.
Mamma svarar ekki. Hún er líklega sofnuð, enda klukkan orðin margt.
Það var líka seint um kvöld þegar hann bað mín. Kvöldið eftir að ég átti. Ég sagði já og við giftum okkur strax næstu helgi. Það var enginn athöfn í kirkju, bara útí garði heima með okkar nánustu. Við skírðum dóttur okkar um leið.
Nú þerra ég tárin og geng af stað að bílnum. Ég er farin heim til mömmu.