Myrkrið var yfirþyrmandi dimmt. Hvernig átti hann að geta séð hvað hann var að gera? Af hverju var hann alltaf sendur í svona leiðangra? Það var alltaf hann. Hann bölvaði Shane foringja á meðan hann ruddist í gegnum hvern runnan á fætur öðrum. Samt var hann að einhverju leiti þakklátur Shane fyrir að senda sig í þennan leiðangur. Annars hefði hann líklega orðið að sitja inni á einhverri skrifstofukompu og fara yfir gamlar leiðangursskyrlur frá því fyrst þegar hann byrjaði hjá fyrirtækinu.
Hann hafði byrjað aðeins tólf ára hjá fyrirtæki Blunt Ofursta. Blunt hafði tekið hann úr ræsum borgarinnar, alið hann upp sem sinn eigin son, þar til hann varð fimmtán ára, en þá var hann sendur til Shane foringja sem kenndi honum allt sem hægt var að vita um njósnir, vopnaburð og bardaga í návígi. Aðeins nítján ára gamall var hann sendur í sinn fyrsta leiðangur og þegar hann var tuttuguog eins árs gamall hafði hann unnið sér inn þrennar heiðursorður fyrir hetjudáðir á vetvangi.
En nú var hann hér að brjótast í gegnum runna til þess að komast óséður að húsi olíufurstans Squak Al-Samloki til þess að reyna að finna vísbendingar um eitthvað sem gæti bent til þess að Al-Samloki væri að reyna að einoka olíumarkað heimsins. Á meðan hann stóð upp eftir að hafa hnotið um rótarhnýði bölvaði hann Shane enn frekar fyrir að leifa sér ekki að fara sínar eigin leiðir við að vinna verkið. Það voru mun betri aðferðir við að komast inn í þetta bölvaða hús.
Loksins komst hann að gluggannum að setustofunni. Þetta var stór franskur gluggi svo að það yrði auðvelt að komast inn. En honum brá þegar glugginn opnaðist með háu ískri. Hann var þá ekki læstur eftir allt saman. Hvað var í gangi? Hann dokaði í nokkurn tíma til þess að sjá hvort ískrið hefði valdi einhverjum usla, en húsið var jafnm hljótt og áður. Hann vippaði sér inn um gluggann og stökk í flýti inn á bakvið veggtjald.
Hann beið í smástund til þess að átta sig á hljóðunum í húsinu. En það voru engin hljóð. Ekkert ljós og ekki eitt einasta lífsmark. Þetta var skrýtið. Hann ákvað samt að halda áfram og skaust inn á skrifstofu Al-Samloki og réðst beint á peningaskápinn. Þegar hann var búinn að brjóta hann upp og róta í gegnum peninga og grófar nektarmyndir af konu sem hann kannaðist ekkert við. Hann ákvað þá að snúa sér að skrifborðinu. En á borðinu lá eitthvað stórt. Eitthvað stórt sem líktist kartöflupoka.



En þetta var ekki kartöflupoki. Þetta var lík Al-Samloki. Hann hafði verið skotinn í hnakkann með öflugri haglabyssu. Hann ákvað að hætta á að kveikja ljós til að skoða þetta nánar.
Og þvílíkur viðbjóður sem blasti við honum, á veggnum gegnt veggtjaldinu sem hann hafði falið sig á bakvið var hálfur, ef ekki allur, heilinn úr Al-Samloki. Og hann hafði greinilega legið þarna í einhvern tíma, líkið var varið að rotna á stöku stað. Ekki furða að það hefði verið svona mikill fnykur þegar hann kom inn í húsið. Hann ákvað að ganga úr skugga um að hann væri einn í húsinu með líkinu og hringdi svo í Shane sem ekki aðeins sendi ransíknarlið á vetvanginn, heldur kom þangað sjálfur.
,,Ertu alveg viss um að það hafi enginn verið í húsinu þegar þú komst Everett?” spurði Shane hann þegar hann kom. Everett svaraði yfirvegaður að hann væri nokkuð viss um það, þar sem allt var rykfallið og líkið farið að rotna fullmikið til þess að það færi framhjá einhverjum, jafnvel manni með ekkert lyktarskyn. Þá dró Shane hann út á svalirnar og úr heyrnarfæri mannanna í rannsóknarteyminu.
Shane sagði nú að Everett fengi nýtt verkefni. Það væri að finna morðingja Al-Samloki og komast að því af hverju hann hefði drepið hann. Everett bað um smá umhugsunarfrest.
-Vertu samt fljótur, við megum líklega engan tíma missa, sagði Shane.
Þeir litu út yfir svalirnar og horfðu yfir garðinn sem að Everett hafði fyrr um kvöldið verið að brjótast í gegnum bölvandi Shane í sand og ösku.
-Fæ ég allan þann mannafla sem ég þarf?
-Auðvitað.
-Og Nóg fjármagn?
-Allt sem þú þarft.
Aftur kom þögn þar sem þeir horfðu yfir garðinn á meðan sólin reis upp á himininn. Shane rölti innfyrir og náði í tvö glös af appelsínusafa.
-Gjörðu svo vel, Al-Samloki þarf þetta ekki lengur þar sem hann er.
Everett tók við glasinu hugsi og starði ofan í það líkt og hann fyndi til mikillar sorgar.
-Fæ ég frí þegar í lík þessu verkefni?
-Eins langt og þú þarft… Ég veit að við höfum lagt mikið á þig seinustu mánuðina, en þú ert okkar besti maður á þessu sviði. Auk þess treystum við Blunt þér miklu betur en nokkrum öðrum innan veggja fyrirtækisins.
-Ég þarf þotu til Tyrklands á morgun.
-Tyrklands? Hvað hefurðu þangað að sækja?
-Al-Samloki átti konu þar og dóttur. Ég ætla að ræða við þær.
-Allt í lagi, það mun bíða þrýstiloftsflugvél eftir þér á State-vellinum á morgun. Ferðu einn?
-Nei, mér þætti vænt um ef David fengi að fara með mér.
-David? Meinarðu David Gates í skráningunni?
-Já, ég meina hann.
-Hvað viltu með hann? Hann er ekki þjálfaður til vetvangsstarfa.
-Það veit ég vel, en enginn þekkir staðreyndir og allt sem viðkemur fyrirtækinu á pappírum betur en hann. Auk þess veit hann um alla tengiliði sem fyrirtækið hefur eða hefur haft á sínum snærum.
-Gott og vel, Gates fer með þér. Eitthvað fleira?
-Já, ég vil hafa fulla stjórn á verkefninu, fullt leyfi til vopnaburðar og að þú fylgist með mér ef yfirvöld fara eitthvað að angra mig.
-Ég skal gera mitt besta Everett, en þú veist jafn vel og ég að það er erfitt að fylgjast með öllum.
-Ég veit.
Everett rölti aftur inn í stofuna, leit einu sinni enn á lík Al-Samloki og fór svo út á bílaplan. Þar fann hann Maybech bíl Al-Samloki, sem var búinn öllum þægindum og auk þess skotheldur. Everett muldraði um leið og hann settist inn í bílinn.
-Eins og þú sagðir Shane, Al-Samloki þarf þetta ekki þar sem hann er.
Hann setti bílinn í gang og ók úr hlaði.



Um leið og Everett ók í gegnum hliðið að setri Al-Samloki heyrðist lítill smellur í útvarpi bílsins um leið og setrið sprakk í loft upp fyrir aftan hann. Everett stöðvaði bílinn og keyrði út í kant. Hann settist á vélarhlíf bifreiðarinnar og kveikti sér makindalega í sígarettu. Hann vissi að yfirvaldið í héraðinu yrði ekki lengi á leiðinni. Jú, það stóð ekki á því. Af aðeins fimm mínútum liðnum voru þrír lögreglubílar og slökkviliðsbíll mættir á svæðið og allt var í háaloft.
Everett kláraði sígarettuna í rólegheitum, settist inn í bíl og tók aftur rólega af stað. Hann sá blá blikkandi ljós á móti sér og lagði aftur út í kant. Hann ákvað að láta lítið fyrir sér fara, nennti ekki að vera að tala við lögguna núna. Það var nóg annað að gera. Hann tók aftur af stað eftir að lögreglubíllinn hafði ekið fram hjá.
Hann hafði ekki ekið lengi þegar hann tók eftir því að lögreglubíllinn hafði snúið við og kom á eftir honum á fullri ferð. Everett ákvað að reyna undanför, það var jú ekki hægt að rekja bílnúmnerið til hans á nokkurn hátt. Hann gaf í.
En það háði honu nokkuð að hann þekkti vegina ekki eins vel og lögreglan. Hann ók fyrir krappa beygju og sá þá, sér til mikillar furðu, að lögreglubíllinn var kominn fram fyrir hann. Árekstur var óumflýjanlegur. Hann reyndi þó að milda hann aðeins með því að breyta stefnu bílsins, en Maybechinn var þungur í stýri og Everett ók beint á lögreglubílinn, sveif á loft og velti bílnum ofan í skurð.
Hann vissi ekki hvað hann lá lengi meðvitundarlaus. En þegar hann rankaði við sér fann hann ekki fyrir fótleggjunum og hægri hendinni. Hvað var í gangi? Af hverju var stýrið ekki fyrir framan hann? Af hverju var honum svona illt í bakinu? Og hvað var þetta sem stóð úr bringunni á honum? Hann þreyfaði varlega með vinstri hendinni og fann sér til mikillar skelfingar að gírstöngin stóð í gegnum hann. Hann vissi að hann átti skammt eftir ólifað. Hann vissi þó það mikið.
Þetta var ekki svo slæmt. Hann hafði alltaf búist við því að dauðinn væri kvalafullur. En hann var það ekki. Á meðan hann hlustaði á lögreglumennina bisa við að reyna að komast að honum hugsaði hann um líf sitt. Hann sá eftir að hafa ekki hætt að vinna hjá Shane og Ofurstanum og stofnað fjölskyldu. Hann hafði unnið til eftirlaunanna svo um munaði.
Allt í einu varð honum svo kalt. Hann skalf. Svo varð erfiðara og erfiðara að anda. En hann fann ekki þessa köfnunartilfinningu, hann var bara svo þreyttur. Svo ógurlega þreyttur. Hann langaði til þess að sofna. Hann sofnaði.
Og þegar lögregluþjónarnir voru loksins búnir að komast að honum lá Everett í blóði sínu með gírstöngina úr bringunni. Þeir fundu engin skilríki á honum, og komust aldrei að því hver hann var. Þeir gáfu honum þó nafnið Maybech Runner, og hann var grafinn undir því heiti.
Það sem ég segi er mín skoðun. Þó skaltu ekki dæma mig of hart, og alls ekki bögga mig, ég nenni ekki svoleiðis. Fyrirfram þakkir.