Einn dag kom mamma hans til hans þegar hann var að fara að sofa og sagði að nú væru hún og pabbi hans búin að ákveða að flytja úr borginni í lítinn bæ sem hét Litabær í Regnbogasýslu. Lúlla leist nú ekkert á þetta, að þurfa að flytja burt, úr borginni og frá leikjaverslununum og vinum hans.
Morgun einn í byrjun ágústmánaðar var litla fjölskyldan tilbúin að keyra af stað á eftir flutningabílnum til Litabæjar. Ó, guð hvað Lúlla leiddist á leiðinni. En sem betur fer hafði hann nýju PSP tölvuna sína og gat því leikið sér í henni. En á endanum varð hann leiður á að spila alltaf sama leikinn og leit því út um gluggann. Þá sá hann fallega græna akra og stór og falleg tré. Allt annað en í borginni þar sem voru bara grasblettir á stöku stað og trén voru öll í blómapottum.
Á leið framhjá sveitabæ einum sá Lúlli fullt af ponyhestum, ungum og öldruðum að skemmta sér saman. Lúlli hugsaði nú bara um það eitt hvernig þau gætu eiginlega skemmt sér svona án þess að vera í tölvunni. Þá sá hann hvað allir ponyhestarnir voru litríkir og merkin á lendinni voru svo skýr og flott. Það var annað með hann, blái fallegi liturinn hans var næstum grár og epplið sem einu sinni var fallega rautt var orðið dauft og litlaust. Þarna voru meira að segja gömlu ponyhestarnir vel litríkir og auðvitað voru litlu sætu ponyhestarnir með skærustu litina af öllum.
Þessi sjón gerði Lúlla meira dapran en fyrr og hann vissi að þegar hann kæmi í þennan bæ þá myndu allir líta á hann eins og hann væri eitthvað skrítinn því hann var ekki eins litríkur og allir hinir.
Þegar í bæinn var komið byrjaði fjölskylda Lúlla að flytja húsgögn í nýja húsið og taka upp úr kössum. Auðvitað tók Lúlli fyrst upp tölvuna sína langþráðu og ætlaði að fara að leika sér um leið en mamma hans sagði honum að allir ættu að hjálpast við að flytja allt dótið og taka upp úr kössunum. Þegar langt var liðið á kvöldið og ekki var búið að taka upp úr öllum kössum var Lúlli svo þreyttur að hann fór beint að sofa í nýja herberginu sínu.
Þegar Lúlli vaknaði um morguninn sá hann að sólin skein úti og veðrið var rosalega gott svo hann ákvað að vera heima í tölvunni. Um miðjan dag kom mamma Lúlla inn til hans og sagði honum að hlaupa nú út í búð, sem var á næsta horni, og kaupa sér ís úr því veðrið var svona gott. Auðvitað gat Lúlli ekki sagt nei við svona tilboði svo hann fór út í búð. Ó, hvað hann var hræddur um að aðrir ponyhestar myndu benda á hann og hlæja að því hvað litirnir hans voru daufir en það gerðist ekki. Enginn gerði grín að honum svo að Lúlli þorði að vera úti í garði það sem eftir var af deginum.
Næstu daga var Lúlli alltaf einn í tölvunni nema að stundum þá fór hann út í garð að leika sér í rólunni sem var þar. Nema hvað að hann varð alltaf þreyttur svo fljótt að hann varð að fara inn í tölvuna að hvíla sig. Lúlli tók líka eftir því að blái liturinn á honum var farinn að dekkjast aðeins og verða fallegri og einnig var farinn að koma meiri roði í eplið á lendinni á honum.
Þegar fyrsti skóladagurinn kom var Lúlli svo hræddur að fara í skólann, hann hafði ekki kynnst neinum og var enn hræddur um að hinir myndu gera grín að honum. Á leiðinni í skólann fór Lúlli aðeins útaf leið, hann vissi alveg hvar skólinn var en var bara ekki viss um að hann vildi fara þangað núna. Eftir smátíma komst hann samt að þeirri niðustöðu að hann þyrfti að fara í skólann. Þegar að mætti var kennarinn mjög hissa á að Lúlli skyldi hafa mætt svona seint en Lúlli sagðist bara ekki hafa vitað alveg hvaða leið ætti að fara úrþví þetta var fyrsti skóladagurinn hans. Kennarinn tók það gott og gilt og lét Lúlla bara setjast niður án þess að kynna sig. Kennarinn vissi að enginn vill þurfa að hafa kynningu á sjálfum sér á fyrsta degi skólans svo að hann ákvað að láta það bíða.
Lúlli var látinn setjast hjá ponyhestum sem voru kallaðir Maggi magnaði og Begga beib. Fyrst var Lúlli afar feiminn en þegar Maggi og Begga sáu það kynntu þau sig og voru rosalega yndisleg og Lúlli sá að það var alls ekkert að óttast. Þau Maggi og Begga virtust ekkert ætla að stríða honum afþví hann var ekki eins litríkur og þau hin.
Þegar skólinn var búinn fóru allir ponyhestarnir útá leikvöllinn við skólann því að það var siður að leika þar í svolítinn tíma áður en farið var heim. Lúlli ákvað að vera með hinum og komst að því að það var mjög skemmtilegt að leika sér úti með öðrum ponyhestum, næstum því skemmtilegra en að vera í tölvunni.
Þegar var kominn tími til að fara heim buðust Maggi og Begga til að fylgja Lúlla heim og þau komust að því að þau áttu öll heima í sömu götunni. Eftir þetta urðu Lúlli, Maggi og Begga góðir vinir og fylgdust alltaf að í og úr skólanum.
Eftir nokkrar vikur tók Lúlli eftir því að blái liturinn á honum var orðinn alveg rosalega bjartur og fallegur og epplið rauða á lendinni skein og var svo áberandi fallegt að aðrir ponyhestar voru farnir að dást að því. Þarna komst Lúlli að því að það var víst betra að leika sér úti heldur en að vera alltaf í tölvunni þannig að núna lék Lúlli sér aldrei í tölvunni nema þegar var rosalega vont veður og svo einu sinni þegar hann fótbrotnaði, en það er önnur saga.
Endilega kommenta og ég er ekkert að biðja bara um falleg og góð komment…. munið bara “bubba komment” þau eru holl og góð fyrir alla!
P.S. Fyrsta sagan mín…..
Með kveðju frá hestafríkinni…