Nú er ég aldrei ein. Hann hvarf í myrkrið til mín, minnandi mig á allt…
Sársaukin er yfirgnæfandi. Nú óska ég helst af öllu að vera ein og hafa alltaf verið ein, frekar en að hafa nokkurntíman elskað hann og svo brugðist honum.
Ég brást mér. Ekki bara mér, heldur öllum. Ég hef lofað svo mörgu. Ég hef svikið svo marka. Ég hef burgðist þeim öllum.
Verst þykir mér samt að hafa sært hann. Svikið hann. Brugðist honum.
Ég vissti að hann ætti bágt. Ég vissi að það voru viss strik sem ég mátti ekki ganga yfir, en samt gerði ég það…
Það er svo margt sem ég veit ekki afhverju ég geri. Það er svo margt sem ég veit ekki. ég er svo heimsk, ég er svo mikið grey.
Myrkrið hylur mig. Ég á heima í endalausu myrkri og kulda og ég rata ekki í ljósið, ég rata ekki í hlýjuna. Hann var ljósið. Hann var hlýjan. En ég brást þessu öllu, ég sveik og særði þetta allt. Og nú get ég enga björg mér veitt.
Hann hefur ekki horfið frá mér síðan hann kvaddi þennan heim. Ég er aldrei ein. Hann er alltaf hjá mér, minnandi mig á allt sem ég gerði honum. Minnandi mig á allt sem ég gerði öllum. ég er dæmd í eilíft myrkur og kulda.
Ég vildi óska að ég myndi hverfa. Hverfa svona einsog hann. En þetta er ekki svo auðvelt.
Þetta hefur aldrei verið auðvelt…