Ég tók upp boltann og byrjaði að drippla aftur, taktfast, þar til ég missti hann aftur.
Svona gekk þetta áfram er ég labbaði göngustígin í átt að sjónum. Ekkert virtist stoppa mig í þetta skipti. Ég labbaði áfram og framhjá hverri hindrun sem stóð á vegi mínum og þó að ég missti boltann þá tók ég hann upp aftur og hélt áfram.
Ég tók ekki tíma til að líta á umhverfið í kringum mig, ég hélt bara áfram, ekki að flýta mér heldur labbaði ég bara rólega og einbeitti mér.

Tíminn leið ekki neitt og í hverju skrefi virtist aðfangastaður minn fjarlægjast. En ég hélt áfram, ég myndi komast þangað á endanum, þannig ég læt ekki stoppa mig eins og áður heldur hélt ég áfram.

Við sjóinn var ég loksins komin, eftir allt það erfiða var búin að ná markmiði mínu komin þar sem ég átti að vera og það sem ég átti alltaf að gera. Ég stóð þarna og naut þess , þetta var eina tækifærið sem ég fékk og ég ætlaði ekki að láta það hverfa burt fyrir augunum á mér.
Það var logn og varla heyrðist í sjónum. Ekkert hljóð frá bílum sem fólk notaði til að ná markmiði sínu, en alltaf keyrði og keyrði í leit að svörum. Núna var það bara ég og sjórinn. Þetta augnablik vissi ég að ég hefði gert eitthvað sem hafði breytt mér á stóran hátt en ég var ekki að hugsa um það, það var þetta augnablik sem ég átti og engin gat tekið það frá mér.
Ég sleit augunum af sjónum og fór að drippla áfram með fram sjónum og horfði á sjóndeildar hringinn færast nær og nær. Hvar myndi hann enda?
Ég gæti ekki farið til baka núna. Það var kallað á mig , en ég gat ekki farið til baka. Ég var komin of langt.

Ég var þegar búin að missa boltann út í móa og núna var ekkert til að drippla lengur .
Þannig ég hélt bara áfram beint að augum . Hann nálgaðist og nálgaðist og ég labbaði nær og nær, þó köllin urðu fleiri og hærri með hverju skrefinu sem ég tók. Loks var ég komin. Við enda sjóndeildar hringsins.
————————
Veit eiginlega ekki afhverju ég skrifaði þetta virðist vera eitthvað svo tilgangslaust en þegar ég las þetta yfir sá ég eitthvað vit í þessu.
"Reading is one form of escape. Running for your life is another."