Tónar lífsins..... Halldór hafði aldrei verið mikið fyrir það að umgangast fólk, enda var hann einkabarn á sveitabæ nokkrum langt utan af landi. Lífið gekk sinn vanagang og voru menn alla daga að vinna hin daglegu verk sem þurfti að sinna. En þó komu tímar þar sem frí gekk í garð og Halldór fékk þá að leika lausum hala. Átti hann vin sem bjó á næsta bæ og bar hann nafnið Sæmundur.

Sæmundur var lávaxinn, ljóshærður með krullur í hárinu og var heldur þægilegur í mannlegum samskiptum. Hann var bæði orðheppinn og fríður. Halldór hinsvegar var dökkhærður, með hrokkið hár, og meðalstór í vexti. Hann vildi aldrei vera miðpunktur athyglinar og lét því oftast lítið fyrir sér fara. Sæmundur voru perluvinir og léku þeir sér saman þegar að veður leyfði, þar sem annar þeirra þurfti að ganga yfir til hins.


Hinsvegar þá hafði Halldór aldrei gengið yfir á sveitabæ Sæmundar sem gekk undir nafninu Ljósidalur. Þó sagði Sæmundur honum að ekki væri neitt sérstakt um að vera þar og notaðist hann við þá afsökun í hvert skipti sem að Halldór stakk upp á því að kíkja yfir til Sæmundar.

En þannig var það bara og varð Halldór að sætta sig við það að ef þeir vildu gera eitthvað saman, þá yrði það að vera á hans sveitabæ. Halldór sem hafði alist upp með bróður sínum og móður, þar sem faðir hans féll frá eftir að hafa þurft að berjast við illkynja æxli í mörg ár, tók lífinu eins og það var og fundu þeir Sæmundur og Dóri sér alltaf eitthvað að gera. Þeir héldu sig oft í gömlum hlöðum sem teknar höfðu verið úr umferð fyrir mörgum árum síðan.


Þar áttu þeir það til að skylmast með gömlum spýtubútum og hoppa fram af þakinu og lenda á mjúkum heyböggum. En tíminn leið og þeir félagar þroskuðust með aldrinu, ár eftir ár. Þar til einn daginn, þá fór Dóri að hugsa um það hversvegna Sæmundur hefði aldrei leyft honum að koma með sér á sveitabæinn hans. Sæmi hafði alltaf talað um ástríka fjölskyldu sína frá blautu barnsbeini og nú vildi Dóri loks fá að vita eitthvað meira um vin sinn. Því ákvað hann einn daginn að spurja vin sinn hvort þeir gætu nú ekki komið við hjá sveitabænum hans Sæma svo hann geti loks kynnt sig fyrir foreldrum hans.

Sæmundur leit þá á vin sinn með alvarlegu augnaráði og sagðist eiginlega ekki vilja tala um þetta mál, þar sem hann vildi ekki fara heim strax og sagðist Sæmi vera með höfuðverk og stakk uppá því að þeir myndu keyra niðrá læk einn og fá sér hresst loft við lækjarsprænu. Dóri samþykkti þá uppástungu og hugsaði um leið það sem hann Sæmi hafði sagt. Var hann virkilega að ljúga einhverju um fjölskyldu sína. Það gæti ekki verið, það hreinlega gæti bara ekki verið. Hann sem hafði verið vinur hans í svo mörg ár.


Fór Halldór þá að hugsa sig um og ákvað að veita vini sínum eftirför þegar að hann færi aftur heim til sín. Þeir stoppuðu við á kaffistað einum og ræddu málin og síðan sagðist Sæmundur þurfa að fara.

Hann steig uppí bílinn sinn og ók á brott. Bíll hans var ljósblár blæjubíll með útlit sem hefði fengið margan bílaáhugamanninn til að svitna. Það sást varla rispa á bílnum, þar sem hann Sæmundur hugsaði vel um þá hluti sem hann átti. Greip þá Dóri tækifærið, hoppaði uppí gamla Volvoinn sinn og dreif sig á eftir honum. Eftir langa eftirför sá Dóri að bíll Sæmundar beygði inná stað sem hann kannaðist ansi mikið við.

Þetta var staðurinn þar sem föður hans Halldórs hafði búið á þegar að hann var lítill pjakkur. Fór Halldór þá að láta hugann reika og hugsaði hvað Sæmundur væri að gera með því að beygja þarna inn. Sveitabýlið þar sem faðir hans bjó var ekki lengur sveitabýli, þar sem staðurinn var nú notaðir í réttir. En eftir það sá hann Dóri að Sæmundur staðnæmdist uppá hæð einni og ákvað Dóri því að leggja bíl sínum í ágætri fjarlægð frá, þar sem hann vildi ekki að Sæmi myndi koma auga á hann. Hann lagðist bakvið þúfu eina og fylgdist með því hvað vinur hans væri að gera. Hann sá þá að vinur hans þreyf upp sígarettu eina og kveikti sér í. Sá hann Dóri að það var ekkert að gerast og ákvað að drífa sig á brott áður en að vinur hans Sæmi kæmi auga á hann. Hann ók á brott og fór aftur heim á sveitabæinn sinn. Settist niður og fór að hugsa, hugsa og hugsa.

Kom þá uppí huga hans hugmynd. Hann stökk á fætur og hentist uppá háaloft og náði í kassa einn. Á honum stóð Sigurður Brjánsson og var það nafnið á föður hans Dóra. Hann Dóri hafði aldrei haft dug og kjark til að opna kassann frá því að faðir hans féll frá, þar sem allar eigur hans voru í þessu.

En ákvað hann að láta slag standa og opnaði kassann. Sá hann þar ýmis umslög og gömul bréf. En síðan kom það sem kom honum ansi vel á óvart, því neðst í kassanum mátti sjá umslög sem innihéldu gamlar myndir af föður hans. Þar sem föður hans Halldórs lést þegar hann var aðeins smákríli, þá hafði hann aldrei þekkt föður sinn í útliti.

Því þreyf hann upp umslagið og kippti af gullnum borða sem um það var og fór að virða fyrir sér myndirnar. En hvað var hann að horfa á? Þetta voru allt myndir af Sæma frá því að hann var lítill og fram að fullorðinsaldri. Hvað voru myndir af honum að gera í kassanum!? Þá rann það upp fyrir Dóra að Sæmi var vofa föður hans…………..