Hann starði fram á við og reyndi ekki að blikka, augun voru orðinn þurrari en Sahara eyðimörkin en hann mátti ekki blikka. Varir hans titruðu af stressi og þreytu, fjórtán mínútur, tólf sekúndur, hann mátti ekki blikka.
Svita perla rann niður ennið á honum líkt og hún væri að keppa í ólympíuleikunum í bruni.
Hann starði áfram þó dropinn félli ofaní vaskinn og gæfi frá sér lágt hljóð, lítið kall, öskur eftir athygli.
En hann mátti ekki blikka augunum, hann mátti ekki líta undan, hann varð að hafa betur.
Einbeitingin var tekinn að fjara, hann beit laust í neðri vörina á sér með kaffigulum tönnunum, einbeitingunni var sama, hún hélt áfram að fara svo hann beit fastar. Myndarlegur straumur blóðs rann frá vörinni niður í vaskinn og kallaði á athygli þegar blóð droparnir skullur í tómum vaskinum. En hann leit ekki til þeirra, hann starði bara í augun á andstæðingi sínum og reyndi að blikka ekki, hann mátti ekki blikka.
“Einbeita sér,” sagði hann í huganum og beit fastar í vörina, “Einbeita sér” hvíslaði hann í huganum á meðan blóðbragðið réðst á alla einmanna bragðkirtla í munninum.
Svitinn hélt áfram að renna niður frá enni hans og blandaðist blóðinu þar sem þau runnu saman, líkt og hamingjusamt par á sólríkum vordegi sem renndi sér saman niður rennibrautina í laugardalslauginni, hlægjandi af gleði, hamingjusemi.
En hann mátti ekki hugsa um það, hann mátti ekki…
Einbeitingin rofnaði þegar hávær hvellur kom á gluggan til hliðar við hann og hann sá útundan sér hvar fugl féll niður til jarðar eftir árekstur. Hann horfði á rúðuna sem fuglinn hafði flogið á og skelfileg tilfinning þaut upp í huga hans, hann hafði tapað, hann hafði klúðrað þessu, hvernig tókst honum, hvernig.
Hann hætti að bíta í vörina á sér og blóð straumurinn brjálæðist í gleði yfir þeirri gjá sem hafði myndast á vörinni og fleygði sér út líkt og of margir læmingjar á klettabrún.
Hann horfði í augun á andstæðingnum sínum, hann skoðaði sveitt andlit hans, skoðaði blóðugar varir hans.
“Ég tapaði,” sagði hann við andstæðing sem svaraði ekki, “Ég tapaði” sagði hann við sjálfan sig og leit aftur á spegilmynd sína, á andstæðing sinn.
Hann hafði kannski tapað í þetta skiptið en næst, næst myndi hann ekki tapa. Og snögglega teygði hann sig til hliðar og dró fram taflborðið og skellti kassanum með skákmönnum á milli sín og spegilmyndar sinnar.
“Hvort viltu vera?” spurði hann, “Svartur eða hvítur?”