SLAMM!
Hurðin lokaðist með skelli á eftir henni.
Hún hljóp af stað. Hún var berfætt í inniskóm, stuttbuxum og rauða pólóbolnum sem hann hafði gefið henni á efmælinu hennar. Hún fór í svo mikilli flýti þegar hún fékk sms’ið að hún gat ekki klætt sig betur.
Það var kalt, hún hljóp.
Hún skalf eins og hrísla, það stkipti ekki máli.
Hún mátti ekki verða of sein.
Síða, dökka, liðaða hárið hennar slóst til. Núna stóð það nánast allt út í loftið, enda var það blautt þegar hún fór af stað.
Hún varð að komast í tæka tíð.
Gatnamót, bílar, rautt gönuljós. Henni var sama hún rétti út hendina í átt að bílunum og hljóp yfir götuna. Það söng í bremsum bílanna. Pirraðir bílstjórar létu heyrast í bílflautunum, hann hefði sagt að það væri flautukonsert í f-moll, það fannst henni svo fyndið. Hún komst yfir götuna.
Hún hljóp.
Þetta var ekkert svo löng leið, henni fannst hún samt vera heila eilífð á leiðinni.
Tugir, hundruðir, þúsundir og milljónir hugsana fóru í gegnum huga hennar á leiðinni.
Loksins var hún kominn þangað.
En hún var of sein, hann var farinn.
Hann var farinn á vit feðra sinna.
Tár lak niður vanga hennar. Eitt reið á vaðið, á eftir fylgdi heilt flóð.