Ég hef ekkert á móti hafnfirðingum.

————————————————————————————————–

Einn fagran morgun í Hafnarfirði vaknaði Pála í nýja rúminu sínu með bros á vör því í dag var afmælisdagur sonar hennar Putta. Putti átti 10 ára afmæli og Pála vildi að þetta yrði besti afmælisdagur í heimi.
Pála vakti manninn sinn Pál og spurði “ Jæja hvar er gjöfin hans Putta?” “ HA!!! Þú áttir að kaupa gjöfina í ár því ég keypti hana í fyrra” svaraði Páll pirraður og snéri sér á hina hliðina í rúminu. Pála varð ævareið og leiðrétti manninn sinn sem viðurkenndi gleymsku sína. “ Ó já nú man ég það,” sagði Páll vandræðalegur yfir því að hafa gleymt gjöfini.
“ OG HVAÐ GERIST ÞEGAR HANN VAKNAR HVAÐ ÆTLARÐU AÐ GERA ÞÁ HANN Á EFTIR AÐ STRJÚKA AÐ HEIMAN EF HANN KEMST AÐ ÞESSU” öskraði Pála klikkuð.
“ Ég veit við gefum honum pening í bíó og kaupum gjöfina á meðan hann er á myndinni”
Sagði Páll.
Pála róaðist aðeins” já það er fín hugmynd. EN HEFURU HUGSAÐ ÚT Í HVAÐ ÞÚ ÆTLAR AÐ GEFA HONUM ?!?!?!?!?!?!” sagði Pála og varð aftur reið.
“ Uhhh við förum bara í búðina og finnum” sagði Páll skelfingu lostinn.
“ Jæja þá bíðum eftir að hlussan komi” sagði Pála.
Þau biðu í þrjá og hálfan tíma eftir Putta sem kom miglaður út úr herberginu.
“ Hjæ ‘’ sagði Putti miglaður.” Hæ og til hamingju með afmælið Putti ‘’ Sögðu Páll og Pála bæði í kór.
“ Skjít mjéð þjað má ég fá gjöfina mjína? ‘’ spurði Putti
“ Uhhh já gjöfin hehe hún er ekki innpökkuð hehe viltu ekki fara í bíó á meðan? ‘’ Sagði Pála.
“ Jú jú en hvjenær fæ ég gjöfina? “ spurði Putti.
“ Uhhh þegar bíóið er búið ‘’ sagði Pála og brosti smeðjulega.

Þegar hjónin keyrðu hann í bíóið var Putti að kvarta undan því að hann fengi gjöfina sína svo seint. Pála sagði honum að það sakaði ekkert um nokkra klukkutíma. En Putti var ekki á sama máli og sagði “ Já en vinir mínir fá alltaf gjöfina strax ”
Þá svaraði Pála “ Já en viltu kanski fá ópakkaða gjöf ”
“ Já” svaraði Putti“ Nú en þú mátt það ekki haha ” sagði Páll samstundis.

Þegar þau komu í bíóið lét Pála Putta fá 7500 Kr.
Þegar Putti var farinn skammaði Páll Pálu því að hún lét Putta fá 7500 kr og krakkinn var nú þegar 143 kg og þyrfti að fara í megrun.

Þau hjónin fóru í Hagkaup að leita að gjöf. Pála vissi ekki hvað Putti vildi og spurði afgreiðslumanninn um gjöf fyrir 10 ára. Hann sýndi þeim legókastala sem þau keyptu.

Á leiðinni í bíóið að sækja Putta lentu þau í bílslysi og fóru upp á spítala og voru þar í tvær vikur. Þegar þau komu af spítalanum fóru þau beint í bíóið að sækja Putta. En Putti var ekki þar svo þau hringdu í lögguna sem kom eftir 48 mínútur með víkingasveitina í eftirför.
“ Og hvar sástu barnið síðast frú ” spurði lögreglumaðurinn hana Pálu “ það var hérna í bíóinu fyrir tveim vikum ég kom áðan að sækja hann en hann var horfinn ” svaraði Pála “ við gerum okkar besta og leitum að honum ”

Þeir leituðu í tvo mánuði og voru hjónin búin að gefa upp alla von, en þá föttuðu löggurnar að hann væri niðri á löggustöð frá deginum sem bílslysið var.
Löggurnar hringdu í hjónin og sögðu þeim allt. Hjónin fóru að sækja Putta og gáfu honum afmælisgjöfina. En því miður var Putti ekki ánægður með afmælisgjöfina.