…
Stundum hugsa ég um hve ég hata hann.
Hann hugsar ekki um mig. Hann hugsar ekki um strákana. Hann pælir ekki í okkur, ekki af alvöru, hann hefur á engan hátt mögulegan skilning á hvernig okkur líður, hvað fer fram í okkar huga.
Hann pælir í öðrum hlutum. Hann pælir í þessu venjulega, þessu ótrúlega ógeðslega venjulega, peningum og hvernig hann getur eignast meiri peninga… bílinn sinn og hvernig hann getur endurnýjað hann.
Ég hefði getað orðið margt. Ég gæti haldið langan fyrirlestur þar sem hefði og getað yrði notað ofgengilega. En ég varð konan hans. Ég varð húsmóðir hans. Ég er hans.
Ég sætti mig við það hlutskipti. Ég virði þau heit sem ég tók, þau heit að ég skildi alltaf standa með honum, blíðu og stríðu, þar til dauðinn skilur.
Ég anda, ég el upp strákana, ég elda, ég borða, ég sef. Ég lifi áfram. En hann mun ekki berja mig framar.
Stundum hugsa ég um dauða hans.
True blindness is not wanting to see.