Einmannalegt líf.
Hann sat í stofunni og hugsaði.
Hann var 46 ára gamall.
Hann hélt á dagblaði frá 13 sept.árið 1967 í höndunum. Í blaðinu var frétt um að maður og kona hefðu dáið í hræðilegu bílslysi. Þetta fólk voru foreldrar hans. Hans eina fjölskylda. Eina fólkið sem hann elskaði (fyrir utan ömmu sína). En foreldrar hans fóru rétt fyrir sjö ára afmælið hans að kaupa afmælisgjöf fyrir hann. En síðan kom lögreglan heim til ömmu hans, þar sem hann var í pössun með hræðilegar fréttir. Stór flutningarbíll rann í hálkunni og klessti bíl foreldra hans upp við vegg meðan þau biðu eftir grænu ljósi.Þá vissi hann að þau væru farin, farin og kæmu aldrei aftur.Hann þurfti að búa hjá ömmu sinni um tíma. Hún var alltaf svo góð við hann. En skömmu síðar dó hún líka og hann þurfti að fara á munaðarleysingja-heimili. Það var ekki mjög gaman. Hann langaði aftur til ættmenna sinna en þau voru dáin. Hann grét,hann grét vegna vanlíðan, hann grét vegna missisins og einmannaleikans. Hann grét eins og í nútímanum og hugsaði stundum um að fyrirfara sér því hann hélt að þannig kæmist hann til foreldra sinna og annara ættmenna, en samt ákvað að gefast ekki upp. Og þrem árum seinna átti hann fallega konu og lítið barn á leiðinni. Hann var ekki einmanna lengur. Hann hugsaði ekki um að fyrirfara sér lengur, hann ætlaði bara að bíða.
Apar eru ekki ljón!