Inngangur: Leitin Hefst
“Það VERÐUR að finna hann!” Stóri maður labbaði hring eftir hring í kringum eldinn “Meistarinn sendi mig til að framkvæma verk og ég ætla mér að framkvæma það!” Hann var orðinn rauður í framan núna; sá stóri skildi þetta ekki; þetta var mikilvægt “Sjáðu til, ef að við finnum hann ekki þá færð þú ekki borgað.”
Sá stóri leit upp og talaði í fyrsta skiptið í 3 daga “Heldurðu að ég sé að gera þetta fyrir peningana?” Hann skellti upp úr “Þeir eru einungis hjálplegir,” hann brosti og bætti lágt við “Og góðir.. En það er ekki málið, málið er það að við getum ekki fundið hann nógu snemma, ekki á undan þeim allaveganna. Við verðum að ná honum seinna.”
“En þá verður það orðið of seint!” Öskraði hinn maðurinn þreyttur á heimskunni í þeim stóra “Það verður að gerast núna! Annars verður meistari minn mjög svekktur.”
“Meistari þinn er fávíst fífl” sagði þriðji maðurinn rólega er hann kom út úr skugganum og inn í birtu eldsins, hann var hávaxinn, nánast jafn hár og sá stóri en þótt svo hann væri herðabreiður þá var hann ekki jafn svo og sá stóri, hann var með ljóst hár sem náði honum niður að herðum og rakaður, á bakinu var hann með tvö ‘hönd og hálft’ sverð – einnig kölluð sverð bastarðsins – með leðurgripi og gyltum hjöltum og litlum, vel gerðum, hringlaga skildi með ógreinanlegu húsmerki sem að skilgreindi að hann var greinilega partur af einhverju húsi.
“Hvað veist þú, málaliðinn þinn?” Hreytti sá litli út úr sér.
“Passaðu á þér tunguna, ellegar ég neyðist til að skera hana út úr þér” sagði sá með sverðin “Fólk talar ekki svona í kringum mig án míns leyfis.”
“Svo það er bara þannig, ha?” sagði sá litli “Kannski neyðist ég bara til að halda gullinu frá meistaranum þarna helvítis aumingjarnir ykkar!”
“Ekki hundsa aðvörunina” varaði sporleitarmaðurinn þeirra.
“Þegiðu litla gerpi!” Hreytti sá litli frá sér.
“Ég varaði þig við,” svaraði sá með sverðin “Fantus, gerðu það.” Sá stóri sneri sér strax við gekk upp að þeim litla tók upp hníf og byrjaði að opna á honum munninn.
“Herramenn!” Sagði sá síðasti er hann gekk einnig inn í ljósið, hann var í síðum dökkbrúnum slopp, með grá-svart hár sem náðir rétt niður fyrir augun og eyrun á honum en smá glóandi ljós var samt greinanlegt fyrir aftan hárið þar sem var líklegt að geta gert ráð fyrir augum. “Við getum ekki rifið hvorn annan í sundur áður en við náum takmarkinu okkar… Nema náttúrunlega þann litla” sagði hann og illkvittnasta brosi sem hægt er að ímynda sér á meðan hann byrjaði að breytast…..