Maðurinn stundi, hristi hausinn og tautaði eitthvað en byrjaði svo að skýra fyrir Jónatani
,,Ja” byrjaði hann
,,í fyrstu þá heiti ég Konráð Baldvin en þú átt að kalla mig Séra Baldvin, ég er bæði skólastjóri og prestur í einum af stærstu skólum í heiminum sem ég er í þann mund að fara að lýsa fyrir þér,
þú ert staddur í eina hreina og stærsta Galdra og Vitka þorpi heims, eina fólkið sem kemst hingað verða að hafa einhvern galdramátt í sér eða vera hreinn vitki annars sérðu ekkert nema ís og snjó”
Hann hætti skyndilega að tala og leit í átt að dyrunum er stúlka kom með heitar vöflur og mjólk til Jónatan.
Hún var með gullfalleg blá augu, eldrauðar varir og ljóst sítt liðað hár, Jónatan gat ekki tekið augun af henni hún var með svo fallega húð, flatann maga og fæturnir voru eitthvað sem strákarnir í skólanum gætu svo sannarlega flautað yfir.
Hún var sennilega aðeins yngri en hann en samt leið Jónatani eins og smákrakka er hann sá hve blítt hún horfði til hans, honum hafði aldrei liðið svona áður, enda roðnaði hann alveg niður í táberg, honum langaði ekkert fremur en að kyssa hana en þorði því alls ekki, hann skildi ekkert í þessu.
,,Takk fyrir Aníta mín honum veitti ekki af næringunni, en þetta var allt í bili við þurfum að tala saman í einrúmi ef þú vildir vera svo væn”
Aníta hneigði sig bara og sagði með silkimjúkri röddu:
,,að sjálfsögðu skólameistari ég skal sjá til að enginn ónáði yður.”
Og svo gekk hún út og sagði eitthvað á öðru tungumáli við krakkana fyrir utan og Jónatan heyrði krakkana hlaupa í burtu.
,, jæja hvar var ég, já auðvitað. Þetta byrjaði allt fyrir þrjátíu þúsund árum þegar mikil rifrildi verða á milli Snæfoksfólks og Heiðardalsfólks, þessir tveir stærstu flokkar galdramanna og vitka sem eru svo fullir af stolti og stjórnsemi, höfðu stjórnað heimi Galdra og Vitka til milljarða ára, í Stjórninni hafði alltaf aðal yfirmaðurinn verið sonur pars þar sem annar aðilinn væri Heiðardals og hinn Snæfoks, og fyrir þrjátíu þúsund árum dó sonurinn, sem hafði stjórnað svo lengi, öllum að óvörum og enginn var til að taka við.
Allt fór útí þúfur og ekkert blandað par var til staðar til að eignast barn og þess vegna byrjaði þetta gífurlega rifrildi og hálfgert stríð á milli flokkanna því að einhver varð að taka við titlinum en Snæfoksfólkið vildi ekki að maður frá Heiðardalsfóli myndi taka við og öfugt, þessir flokkar höfðu ekki talast saman í árþúsundir þangað til að í mínum skóla féllu stúlku frá snæfoksfólki og strák frá Heiðardalsflokki hugur saman og allt fór í háa loft, þau kláruðu skólann en flúðu svo heim galdra og vitka og eignuðust þig. Éttu nú matinn þinn og ég segi þér meir á eftir”
Hann stóð upp og gekk út.
En Jónatan hafði enga list á mat, hann var fékk þá hugdettu að hann væri kannski sonurinn sem gæti komið þessum flokkum saman, já kannski, það væri alltaf mögulegt
,,nei Jónatan” hugsaði hann með sér það væri alveg fráleitt.
Það var satt hjá Jónatani það var alveg fráleitt því að allt annað og miklu stærra var í húfi núna.
Er Jónatan hafði velt vöngum sínum yfir þessu fréttum áttaði hann sig á því að hann væri alveg rosalega svangur og byrjaði að borða, hann tók ekkert eftir því að í dyragættinni stóð Aníta og fylgdist með honum
,,Vá“ hugsaði hún
,,hann er alveg rosalega fallegur og hvað hann
situr beint.”
Hún ætlaði að laumast í burtu en þá heyrði Jónatan í henni og kallaði á eftir henni
,,Heyrðu, komdu aftur”
Hún kom aftur niður lút og ætlaði að byrja að afsaka sig en hann varð fyrri til
,,viltu ekki setjast niður og fá þér að borða með mér?”
Hún hlýddi og settist við hlið hans
,, Nei takk” sagði hún svo allt í einu
,,nei takk hvað?” spurði Jónatan á móti
,,þú spurðir hvort ég vildi ekki fá mér að borða með þér og ég svaraði nei takk,”
,,en ég skal sitja hjá þér eins lengi og þú vilt” flýtti hún sér að segja.
,,Takk” sagði Jónatan ,, mér veitti nefnilega ekkert af félagsskap” hélt hann áfram og brosti
,,þú virðist vera alveg fyrsta flokks félagsskapur fyrir svona ómerkilegan dreng eins og mig” sagði hann og blikkaði hana
,,ég skal reyna mitt besta, mér skilst að þú sért alveg nýr hérna, hefurðu aldrei komið í dal fossana?”
,,Dal? fossana hvaða staður er það eiginlega?” Hann varð eins og eitt spurningarmerki í framan
,,dal fossana” sagði hún brosandi, stóð upp og tók í höndina á honum
,,komdu ég skal sýna þér”
hún leiddi hann út um dyrnar og þau stóðu á gangi sem var með opnum boga gluggum svo að útsýnið var alveg stórkostlegt.
Aníta hafði rétt fyrir sér þau voru í dal fossana því hinumegin í dalnum beint á móti þeim voru fleiri en átta fossar sem féllu allir niður í sama og eina vatnið, hún leiddi hann áfram, allt var svo bjart og fullt af iðandi lífi, fuglar sungu og niðurinn í trjánum var alveg himneskur.
,,Nei nú er mig að dreyma, þetta lýtur út alveg eins og ég ímyndaði mér Rofadal í Hringadrottinsögu” hugsaði hann upphátt
,,Hringadrottinsaga? Hvaða saga er það”
Spurði Aníta og varð eins og spurningarmerki í framan
,,æ það er bara bók sem ég las í skólanum sem ég var einusinni í, en vá þetta er einn fallegasti staður sem ég hef nokkurn tíman séð, ég hef aldrei séð neitt þessu líkt, ég meina ég hef séð himnaríki í myndum og ímyndað mér Rofadal en þetta en engu líkt”
Aníta hló bara og allan tíman sem hann hafði verið að tala gat hún ekki hægt að hugsa um hversu fallega rödd hann hafði, hún var engu lík.
,,Komdu við skulum halda áfram ég ætla að sýna þér einn stað sem ég var vön að fara á þegar ég var lítil og ég mátti ekki trufla pabba á ráðstefnum” sagði hún og valhoppaði þannig að hárið flakaðist í vindinum, hún stoppaði,
,,komdu þú hefur bara tvo tíma þangað til séra Baldvin kemur aftur”
Jónatan þurfti ekki að láta segja sér það tvisvar að elta fallegustu stelpu í heimi, og svo er hún líka skemmtileg, hugsaði hann með sér.
Þau leiddust hönd í hönd og gengu í langan, langan tíma, Aníta sagði honum frá öllu sem þau sáu og sagði honum einnig að hún gengi í skólann sem að Séra Baldvin stjórnar og þannig hafði hún fengið vinnu hérna í Dal fossana við allskonar störf vegna góðra einkunna.
Hún er einbirni en hafði alltaf dreymt um litla systur eða bróður en það bara hafði ekki verið hægt því að rétt eftir að hún fæddist var fangað mömmu hennar og misþyrmt henni ógurlega þannig að hún gæti aldrei eignast börn aftur, í langan tíma var alveg hrikalegt að vera galdramaður eða kona vegna rifrildanna milli flokkanna tveggja.
,,en, er þá öll ósköpin foreldrum mínum að kenna, eða hvað”
spurði hann skyndilega og varð skelfdur á svip.
,,nei ekki beint en þetta byrjaði samt fyrir rúmum 20 árum og það var þá þegar samband foreldra þinna komst upp, og allir sem mögulega gætu vitað um þau voru pyntuð svo ógurlega að sumir dóu, báðir flokkarnir voru ógurlegir en beittu mismunandi aðferðum í að pynda upplýsinganna vegna”
svaraði Aníta og togaði í höndina á honum til að benda honum á að halda áfram
,,það er ekki langt eftir og svo getum við snúið við. Þau voru komin nánast alveg að fossunum þegar Aníta byrjaði að klifra upp klettinn við hliðin á einum fossinum, Jónatan elti hana og er þau voru komin upp um 4 mannshæðir komu þau að syllu sem Aníta settist á og Jónatan við hlið hennar, hún tók í höndina á honum og hann gat svo svarið það að þetta var rómatískasta stund sem hann hafði nokkru sinni geta ímyndað sér, honum langaði ekkert nema að kyssa hana löngum og mjúkum kossi en þorði ekki svo hann leit í sömu átt og hún horfði og sá að þau höfðu útsýni yfir alla byggðina í dalnum.
,,vá” þetta var eina orðið sem honum Jónatani datt í hug, Aníta hló og sagði svo
,,núna verðurðu að breyta um skoðun, þetta er fallegasta sjón sem þú hefur nokkurn tíman séð”
sagði hún, brosti og kyssti ofurblítt á kinnina hans Jónatans, hann leit snöggt við en hún var þá þegar rokin af stað niður klettinn og sagði:
,, komdu annars verður Séra Baldvin á undan okkur”
Jónatan hló, roðnaði og lagði af stað á eftir henni.
Þegar þau komu til baka sat Séra Baldvin í stól í herberginu sallarólegur.
,,Jæja var gaman í skoðunarferðinni Jónatan?”
Sagði hann um leið og hann leit upp og brosti.