Sunnudagsmorgun, klukkan er 9, fallegur ágúst morgun, fuglarnir á höfninni syngja svo fallega, þetta er einn af þeim dögum sem allir eru í góðu skapi.
Blaðberinn hleypur á milli húsa með blaðið, og sundlauginn í bænum er alveg pakkað af krökkum á öllum aldri.
Miðaldra maður situr við bryggjuna, og er að dorga, hann hefur komið á þessa fallegu bryggju árlega, seinustu 30 árin, ávallt á þessum ákveðna morgni, 8 ágúst.

Með honum situr ungur piltur, þeir sitja þarna saman og dorga, og eru að spjalla saman um lífið, og það sem það hefur upp á að bjóða.
Strákurinn ungi, spyr miðaldra manninn ýmsar spurningar um lífið, og hvað þessi miðaldra maður hefur gert þetta árið.

Miðaldramaðurinn heitir Sigurður, og ungi pilturinn heitir Axel.
Þeir sitja á bryggjunni og dorga ofan í tæran sjóinn. Sólinn speglar á sjóinn og þeir sjá þorskanna synda við bryggjuna, og narta aðeins í það sem þeir félagar hafa uppi á bjóða á önglinum.

,,Mikið er þetta fallegur dagur Sigurður’’ muldrar Axel, Sigurður svarar því játandi.
,,Ekki var hann eins fallegur fyrir ári síðan’’ Sigurður er sammála því.
,,Það var rigning’’ sagði Sigurður.

Það var rétt hjá honum, 8 ágúst fyrir ári síðan hafði verið rigning, blanka logn, og hálfgerður úði, og þoka úti, lyktin mjög sérstök, svona rigningar lykt.
En Axel fann ekki lyktina af rigningunni, svo Sigurður lýsti rigningar lyktinni fyrir honum.

,,Rigning já, mér líkar vel við rigningu’’ sagði Axel og horfði upp til himna.
,,Hvenær heldur þú að ég kemst loksins heim?’’
,,Ég veit það ekki Axel, vonandi bráðum, þegar tími sé komið til að kveðja, og þegar þú ert tilbúinn að fara heim, þegar þú ert tilbúinn að fara heim Axel minn, þá ferðu heim, algjörlega upp á þér komið’’.
,,Ég veit það, en ég veit líka að þú hefur líka stóran þátt í því að ákveða hvenær, og hvort ég kemst einhvern tíman heim’’
,,Ég veit það Axel minn, en eins og þú, þá er ég ekki tilbúinn að sleppa takinu, en einn daginn Axel minn, einn daginn færðu að fara, og treystu mér, biðin er þess virði’’ sagði Sigurður og brosti til Axels.

Strákarnir tveir horfðu upp til himna, og pírðu augun vegna sólarinnar, sem var rosalega sterk. Mikið var þetta fallegur dagur, klukkan var að ganga í tólf, og það var tími fyrir Sigurð að rölt heim á leið.

Sigurður horfði á Axel, og Axel sá að þetta árið fékk hann ekki að fara heim.

,,Jæja Axel minn, vertu blessaður, sjáumst nú eftir ár’’.
Axel svaraði því játandi og hvatti gamla vin sinn.


Sigurður stendur upp, og dustar sandinn af buxunum sínum,og byrjar svo að rölta heim á leið, Axel horfir á eftir honum og hverfur síðan aftur í sjóinn, þar sem hann hefur dúsað seinustu 30 árin.