Hér er ég með nokkrar hrylingssögur.


Bloody Mary:

Það hafa gengið sögur, kannski ekki á Íslandi, en hinsvegar í bandaríkjunum. Ekki er vitað nákvæmann grunn á sögunni um Bloody Mary en hinsvegar hefur fólk ályktað að hún var norn sem var brennd fyrir galdra.

Ef þið viljið sjá hana hafið þá eftir þessu: Farið í dimmt herbergi með spegli, horfið í spegilinn, þyljið nafnið upp 13 sinnum lítið svo um vinstri öxl í speglinum og þar á hún að standa, Í SPEGLINUM.
Afleyðingarnar eru hrikalegar og ekki mælt með að fólk reyni á þetta því að sögur segja að hún gæti gert ýmislegt ef að hún er kölluð fram t.d. 1.Drepið þann sem stendur við spegilinn, 2.Klórað úr augun, 3.Gert þann sem stendur við spegilinn brjálaðann, 4.Dregið þig inn í spegilinn með sér.

Undarleg símtöl:

Kona ein lá uppí rúmi sínu og særði nýdáinn eiginmann sinn þangað til að síminn hringdi. Þegar hún lyfti tólinu heyrðist einungis lágt hvíslandi hljóð líkt við stunur, þær hljómuðu eins og nýdáinn eiginmaður hennar. Þessi upplyfun gerði henni bylt við og hún gat ekki hætt að hugsa um símtalið yfir alla nóttina. Á endanum hringdi hún á leigubíl og bað hann um að keyra sig upp í kirkjugarð. Þegar konan steig úr bílnum og labbaði inn í kirkjugarðinn í átt að gröf eiginmanns sýns sá hún hvar stór staur hafði fallið ofaná gröf hans. Án nokkurs vafa þá var þetta staur sem hafði haldið uppi símalínum og sá húnhvar línan lá niður í gröf hans.
Einnig er sagt að þegar konan hafði svarað í símann þá hafði hún fangið lost og dáið samstundis. Þegar að verið var að flytja hana að gröf sinni var staurinn og snúran á gröf eiginmannsins.

Krakkar ýta þér af lestarteinum:

Þessi saga er SÖNN gerðist í alvöru og hún telst vera góð, eitt sinn í Texas var rúta full af skólakrökkum sem var föst á lestarteinum, lestin sem fór eftir þessum teinum var í nánd og var á leifturhraða og small á rútuna, allir krakkarnir ásamt ökumanninum dóu.
“Ef þú nemur staðar á þessum lestarteinum í San Antonio og setur bílinn í hlutlausann þá mun hann sjálfkrafa byrja að haggast hægt af teinunum.”
Lögreglan fór á staðinn og rannsakaði þetta, það sem kom í ljós var að það er halli á þessum stað sem gerir bílnnum ekki kleift að hreyfast í þá átt sem hann leitar, en þegar að lögreglan tók fingraför af bílnum sem var notaður fundust fullt af litlum fingraförum útum allan bílinn.
Sagt er að börnin ýta bílnum til að koma í veg fyrir slys.

Parið í bílnum:

Þetta gerðist fyrir aðeins nokkrum árum á vegi 59 rétt við Holiday Inn. Parið hafði lagt bílnum undir tré við veginn. Það leið á kvöldið og stúlkan þurfti að komast aftur á heimavistina, þannig að hún sagði kærastanum að þau þyrftu að fara að koma sér. En bíllinn vildi ekki starta, þannig að kærastinn sagði stúlkunni að læsa sig inni í bílnum og að hann myndi ganga niður að Holiday Inn og hringja eftir hjálp.
Það leið langur tími og hann kom ekki til baka og allt í einu byrjaði hún að heyra svona skrjáfu hljóð á þaki bílsins.
Skrjáf, skrjáf, skrjáf heyrðist og varð hún hræddari og hræddari, og enn kom hann ekki. Loks þegar það byrjaði að daga, byrjaði fólk að koma og hjálpaði henni úr bílnum.
Hún leit að bílnum og sá þá kærastann hangandi niður úr trénu, þar sem fæturnir drógust eftir þakinu og gerði þetta skrjáfu hljóð á þaki bílsins.
Þetta er ástæðan fyrir því að vegurinn er kallaður “Hangman´s road”

Það eru til misjafnar útgáfur af þessari sögu, margar jafnvel verri, einni þar sem þetta á að gerast í Washington ríki á vegi sem leiðir til dauða undir stóru grátandi eikartré. Þar á líkið að hafa verið afhöfðað og hengt upp á fótunum og hendurnar látnar skrapast eftir bílþakinu(neglurnar). Í öðrum sögum kemur jafnvel lögreglan og hjálpar stúlkunni og segir þar á meðal; Unga dama, við viljum að þú stígir út úr bílnum og komir með okkur. En hvað sem þú gerir, alls ekki snúa þér við, alls ekki, bara haltu áfram að ganga, beint og alls ekki kíkja til baka á bílinn.
Auðvitað snýr hún sér við…

Stelpan sem hvarf:

Faðir og dóttir voru á leið heim til sín eftir sumarbústaðaferð þegar þau sáu unga stúlku vera að húkka sér far. Þau stoppuðu og tóku hana upp í, og settist hún í aftursætið. Hún sagði stúlkunni og föður hennar að hún byggi í húsi ca. 5 mílum í burtu. Hún sagði ekkert meira, snéri sér bara við og leit út um gluggann. Þegar faðirinn sá húsið, keyrði hann upp að því og snéri sér við til að segja stúlkunni að þau væru komin - en hún var ekki lengur þar.
Bæði faðirinn og dóttirin voru undrandi og ákváðu að banka á dyrnar á húsinu og segja fólkinu sem byggi þar, hvað hefði gerst.
Fólkið í húsinu sagðist hafa átt dóttur sem líktist lýsingu þeirra, sem hafði einmitt sést seinast á þessum vegi vera að húkka sér far. Þennan dag hefði hún átt afmæli.

Barnapían:

Stúlka nokkur var að passa 3 börn í Montreal í mjög stóru húsi. Hún var að horfa á sjónvarpið þegar allt í einu síminn hringdi. Börnin voru öll farin í rúmið. Hún tók upp símann og heyrði geðveikislegan hlátur. Hún spurði hvað hann vildi en hann hélt bara áfram að hlæja geðveikislega. Hún skellti á og var svolítið áhyggjufull en hugsaði svo ekkert meir út í þetta fyrr en korteri seinna þegar síminn hringdi aftur og sami geðveikislegi hlátur glumdi í símanum. Á þessum punkti var hún orðin verulega áhyggjufull og ákvað að hringja í þjónustumiðstöðina til að láta vita hvað væri að gerast. Þjónustuaðilinn róaði hana niður og sagði að ef hann myndi hringja aftur ætti hún að reyna að halda honum á línunni eins lengi og hún gæti og þá myndu þau reyna að rekja símtalið. Aftur korteri seinna hringdi síminn og maðurinn hló geðveikislega að henni. Hún spurði af hverju hann væri að þessu, en hann hélt bara áfram að hlæja. Hún skellti á og um leið hringdi þjónustumiðstöðin og sagði stúlkunni að koma sér út því að símtalið væri að koma frá efri hæð hússins. Hún skellti á símanum og hljóp fram á ganginn og sá þá manninn hlæjandi geðveikislega með blóðugan slátrarahníf í hendinni á leiðinni að drepa hana.
Hún hljóp út úr húsinu en maðurinn elti ekki. Lögreglan kom fljótlega á staðinn og handtók manninn en þá kom í ljós að hann hafði myrt öll börnin.

Krókurinn:

Par hafði lagt einhverstaðar þar sem fólk kom oft saman og “made some lovin” Músíkin í útvarpinu var trufluð frá fréttamanni sem sagði að geðveikur morðingi með krók í stað handar hafi sloppið út af nærliggjandi geðveikrahæli. Stúlkan varð hrædd og bað kærastann um að koma sér heim. Kærastinn varð heldur betur fúll og rykkti/spólaði bílnum af stað. Þegar þau komu að húsi stelpunnar, steig hann út úr bílnum og ætlaði að hleypa henni út. Á hurðarhúnnum var blóðugur krókur hangandi…….
You only have ONE life, for gods sake live it!