Grámiglulegur og ömurlegur raunveruleikinn er það sem skellur á mig þegar ég opna útidyrahurðina og horfi á stóra og kuldalega regndropana skella á götunni. Regndroparnir minna mig á lífið, líf allra. Við verðum til og svo tekur ekkert við nema fall á botninn þar sem við deyjum. Þar sem við deyjum í sjálfsvorkun og óhamingju. Regndroparnir minna mig líka á einmanaleika, þar sem þeir falla niður til jarðarinnar umkringdir af hverjum öðrum en samt eru þeir einir. Einir og án aðstoðar eða vitundar neins í kringum þá. Þannig líður mér.
Himininn hellist yfir mig þegar ég loksins hef mig út í það að ganga af stað út í rigninguna. Þessa einmanalegu og köldu rigningu. Ég geng í áttina að miðbænum þar sem ég er öruggur með að sjá og finna einhverja sem eru jafn einmana og kaldir og ég. Það eina sem mig langar að gera núna er að sjá eimd og kulda, að sjá að það er ekki ég einn sem bý yfir þessu.
Þar sem ég geng eftir götum bæjarins átta ég mig á því að núna er ég regndropi. Ég geng einn og óstuddur…án vitundar neins í kringum mig. Samt er bærinn fullur af fólki, fullur af fólki sem rígheldur í blekkinguna um að það lifi í hamingju og gleði. Birtu og hlýju.
Ég dríf mig inn á skítugt kaffihús sem er í hliðargötu í miðbænum. Fer inn og finn mér einmanalegt sæti út í dökku horni, þaðan sem ég get séð yfir allar þær einmanalegu sálir sem hingað koma. Inn streymir fólk sem er mismunandi eins og regndroparnir. Það eina sem við eigum sameiginlegt er hversu einmana og köld við erum.
Eftir að ég er búinn að sitja þarna hátt í tvo tíma stend ég upp og röllti heim.
Þegar ég kem heim býður mín tóm og köld íbúðin. Ég hafði fengið það sem ég vildi út úr deginum, að sjá aðra sem eru á sama stað og ég…á botninum. En þar sem ég er kominn á botnin held ég að það sé bara spurning um að deyja…ég er regndropi sem rétt í þessu lennti á botninum.