Ég hef aldrei séð eina manneskju horfa svona á mig, eins ég er bara vonlaus. Átti ég kannski ekki að koma í heiminn, var ég kannski bara mistök eftir allt saman?
Hvernig getur einn aðili haft svona miklar væntingar til mín?

Ég stóð fyrir framan spegilinn í baðherberginu, skolaði andlitið og leit aftur upp. Ekkert betra.
Ætti ég kannski bara að gera honum það að flytja, flytja til annarra heima. Þessi spurning hefur oft komið upp í huga minn
og jafnvel hversu oft ég hef reynt að komast þangað hefur það aldrei tekist.
Er ég kannski svona mikill aumingi með engan viljastyrk? Eða er þetta bara samviskan, sem ég efa stórlega.
Ég sá glytta í rakvélina, sú sem hjálpar mér að forðast raunveruleikann.
Ég sem hélt að það væri ekki hægt að deyfa þennan sársauka en mér skjátlaðist. Í hvert skipti sem ég tek fram rakvélablaðið
þá fer hálfgerð sælutilfinning í gegnum mig, eins og ég veit að eitthvað “betra” á eftir að koma fyrir mig, jafnvel þótt að
flestum “heilbrigðum” einstaklingum finnst það óheilbrigt.

Ég kveiki á sígarettu, þetta helvíti sem heldur mér samt gangandi.
Reykurinn þyrlast upp, labba að glugganum og opna hann.
Þessi raunveruleiki sem ég hef aldrei skilið blasir við mér, allir virðast vera svo ánægðir.

Byrjar hann að banka, getur hann aldrei látið mig í friði?

Eftir að ég kom heim eitt skiptið fullur þá stóð hann í eldhúsinu
með þennan sama svip eins og hann horfir á mig alltaf. Mistök.
Frá því að vera hið frábæra barn sem hann var svo stolltur af yfir í eitthvað, eitthvað sem hann skilur ekki.
Hvernig er hægt að hafa svona miklar væntingar til mín?

Tek upp rakvélarblaðið, horfi svo aftur upp í spegilinn, sé ég að ég er búinn að gefast upp.
Ég get þetta ekki lengur.
Bretti upp ermarnar og sest á gólfið, byrja rétt svo að rispa á mér handlegginn. Mér skal takast þetta.

Er ég virkilega svona misheppnaður? Er ég virkilega svona, einmitt það sem ég óttaðist að verða þegar ég var yngri.


Þetta er hætt að vera vont, sker niður vinstri höndina og finn fyrir þessari sömu sælutilfinningu sem ég finn alltaf.

Tek sígarettuna og slekk í henni, rétti fram hægri höndina og sker í hana. Blaðið er orðið eitthvað ryðgað, sker aftur.

Slekk ljósið.

Leggst á gólfið, hann hættir ekki að banka.
Hljóðin frá hurðinni dofna hægt og hægt út. Vá hvað mér líður vel. Finnst eins og eitthvað mjög þungt hafi verið kastað
af mér. Ég lýt til hliðar og sé höndina á mér, hvernig gat ég gert mér þetta?

Get ekki beðið eftir að komast inní heiminn sem ég hef lengi ætlað mér að fara í, fyrr heldur en margir vilja.

Skyldi þetta virka í þetta skiptið?

Loksins getur hann hætt að hafa áhyggjur af mér, loksins fer ég í burtu frá honum. Hann sem eyðilagði líf mitt.

Loka augunum, tilfinningin að sjá ekki andlitið á honum oftar með þennan svip aftur er æðisleg.


Sársaukinn er horfinn, kannski var ég ekki mistök eftir allt saman.




Vil taka það fram að þetta er fyrsta sagan sem ég hef skrifað svo skítakomment væru afþökkuð :)