Ég hleyp. Ég veit ekki afhverju, mér finnst ég bara þurfa að flýja. Frá einhverju er það, en ég veit ekki hvað það er, eða öllu fremur þá man ég það ekki.
Ég hleyp með tárin í augunum og ég átta mig ekki afhverju, þessi tilfinning er óþægileg. Ég kannast við mig, en ég man ekki neitt. Mér finnst ég þurfa að flýja, en ég man ekki afhverju.
Hvar er ég? Hvert er ég að fara? Afhverju?
Þetta eru spurningarnar sem ég spyr mig, en held áfram að hlaupa. Ég dett niður af þreytu, of þreytt til þess að halda áfram. Mér finnst allt vonlaust, mér finnst eins og heimurinn sé að detta ofan á mig. Ég byrja að gráta. Hvað er að gerast?
Ég lít upp.
Hvað er þetta? Í fjarska sé ég hús. Ég kannast við þetta hús og vegna einhverra ástæðna þá fylgi ég tilfinningunum. Tilfinningin segjir að ég verði ekki óhullt fyrr en ég er komin þangað inn.
Ég labba inn um dyrnar, tilfinning við það að vera komin í húsið er þægileg. En samt er hún óþægileg því ég veit ekkert hvar ég er en samt þá kannast ég svo við mig.
Ég geng úr forstofunni og í stofuna. Hún er stór og það eru margar myndir uppá veggjunum, ein stór klukka, sófasett, borð og skápur með fullt af vínglösum og diskum við einn vegginn. Húsið er allsett ryki og fúgalykt, það er greinilegt að það hefur enginn komið þangað inn í langan tíma. Ég byrja að skoða myndirnar og gleymi í smástund óþægindunum. Þarna er mynd af fjölskyldu. Eldri kona, mamma og pabbi, þrír synir og ein dóttir. Á meðan allir horfa greinilega framan í myndatökumanninn og brosa sínu breiðasta er litla stelpan sú eina sem horfir niður og brosir ekki. Hún passar ekki inn í myndina. Ég labba áfram og sé þá vegginn þar sem fermingarmyndunum er stillt upp. Það sem einkennir myndirnar af strákunum er að þeir lýsa af hamingju, gleðin uppljómar. Hinsvegar þegar ég kem að myndinni af stelpunni sem situr á stól við borð með kerti á og horfir tómlega framan í myndatökumanninn fæ ég sting fyrir hjartað. Ég kannast svo við þessar myndir, húsið er svo kunnulegt.
Ég bakka hægt frá myndunum og stara á þær, held fyrir hjartað og bakka svo langt aftur að ég rekst útí veggklukkuna stóru og sé þá hvar spegill er við hliðiná henni.
Stelpan er ég. Ég er heima hjá mér.
Og nú hellast allar minningarnar yfir mig. Ég dett niður af máttleysi og græt.
Þau eru dáin.