Lítið sjávarþorp, Norðurströnd Frakklands árið 1944
Hún hljóp einsog fætur toguðu, til að reyna að komast yfir götuna lifandi. Hún vissi að á svæðinu væru nasistar, en einnig Bandamenn þannig að ólíklegt var að hún yrði drepin, en hún var öllu búin. Fólk leit á hana vorkunnaraugum þegar hún skaust framhjá, gula stjarnan sem blasti við talaði sínu máli. Allt í einu heyrði hún byssuskot og einhvern öskra. Nasistar höfðu gert árás. Hún stífnaði upp og reyndi í flýti að fela stjörnuna. En einhver þreif í handlegg hennar og sló hana niður. Hún kjökraði þegar hún lenti á kaldri stéttinni og leit varlega upp. Ungur hermaður stóð yfir henni. Hann var líklega á svipuðum aldri og hún, með ljósblá augu og ljósgullið hár. Hann var hreinn Aríi og þegar hún sá nasistamerkið á handlegg hans, kraup hún niður og hóf að biðja. Hermaðurinn horfði á hana með mikilli samúð. Hann hafði verið neyddur til að fara í stríðið og honum var meinilla við að drepa alsaktlaust fólk, en faðir hans var gamall vinur einhvers hershöfðingja og þrýstingur frá þeim tvemur fékk hann til að ganga í herinn, sama hversu mikið hann hataði það.
Hann kraup niður hjá stúlkunni og sagði rólega á frönsku:’Stattu upp og hlauptu eins og fætur toga!’ –Hann gat bjargað henni, og hann vildi það. En henni virtist ekki einu sinni detta í hug að snúa baki í nasista, hvað þá nasista sem að hélt á hlaðinni byssu. Hún lét sig falla í jörðina, viðbúin dauðanum. Hún fann tárin leka niður kinnarnar og ofan í hálsmálið. En hann lét sér ekki segjast og sagði að hann gæti komið henni héðan, að hún gæti byrjað nýtt líf ef hún bara fylgdi honum. Hann neyddi hana á fætur og skipaði henni að elta sig. Hún átti engra kosta völ, og hljóp á eftir hermanninum þar sem að hann hljóp eftir aðalgötunni. Allt í kring mátti sjá elda, lík, særða hermenn og börn og konur ein á ferð. Hún afbar þetta ekki og herti hlaupin og hljóp nú alveg við hlið mannsins.
Loksins sagði hann henni að stoppa, og þau fóru inní fylgsni sem að var byggt inní vegg. Þegar að þau komu inn, heyrðist mikil sprenging fyrir utan. Stúlkan varð svo hrædd að hún gat sig hvergi hreyft.
Hermaðurinn bað hana að fara úr fötunum, og horfði á hana girndaraugum meðam hún afklæddist í hljóðum gráti. Svo fór hermaðurinn ofan í bakpokann sinn og dró upp buxur og jakka og sagði henni að klæða sig. Hún varð undrandi en gerði þó eins og henni var sagt. Svo lét hermaðurinn hana hafa allgóða peningaupphæð og sagði á frönsku: ’Farðu niður að höfn og finndu þar herskip sem að er undirbúið fyrir brottför. Þau eru öll að fara til Ameríku og ef þú segist vera á vegum þýska hersins, hleypa þeir þér um borð.
Hún leit afar tortyggin á hann. Hvað ef þetta var bara bragð? En henni til mikillar undrunar og gleði, reif hann af sér nasistamerkið og kveikti í því. ’Farðu nú!’
Og hún brosti breitt, kastaði sér um háls hans og faðmaði hann, og hljóp svo af stað. Enn og aftur hljóp hún eftir aðalgötunni, að þessu sinni veitti henni enginn eftirtekt. Hún komst niður á höfn, og í fyrsta skipið sem hún sá. Hún var á leið að byrja nýtt líf.
Nokkrum kílómetrum í burtu, var ungur hermaður sem hélt á hálfbrenndu merki, reiðubúinn að hefja nýtt líf sjálfur.Innan í honum ólgaði gleði, en samt sem áður örvænting. Hann vissi að hann mundi ekki lifa þetta af. Hann ákvað sig í snatri, og hljóp einnig af stað niður að höfn. Hann hljóp framhjá öllum skipunum og fólkinu þar til hann koma að enda bryggjunar, og sökkti sér í kalt, dimmt djúpið.
————————————–
Ég fann ekkert alminnilegt nafn á söguna =S en endilega segið hvað ykkur finnst =)