Póló Fer í bað, það lætur mér alltaf líða betur, en ekki núna. Fer í göngutúr og nem staðar hér, átta mig á því hvert ég er komin, er hér hjá þessari sjoppu, Póló. Ég veit það þegar ég sé sjoppuna að þegar ég geri það, þá geri ég það hér. Á þessum stað, þar sem ég sá hann fyrst

Ég man ekki hvenar ég var seinast hamingjusöm, of langt síðan. Hamingja er afstætt orð. Orð sem er að deyja út, allavega í huga mínum.

Ég geng inn í sjoppuna. Mig langar í tyggjó, bara tyggjó, það er það eina sem ég má við. Ég borða ekki, ég borða vikulega, en æli því svo upp aftur, samt er ég sona sona viðbjóðslega feit og ógeðsleg, það bara stemmir ekki. Á mánudag fæ ég spangir. Sem mun gera mig enn viðbjóðslegri. Hann mun ekki einusinni geta litið á mig aftur án þess að fyllast viðbjóði. Loka augunum, finn tár renna niður kinn mína, skil ekki afhverju ég græt, en mér finst það gott, þjánings tilfiningin er á einhvern slæmann hátt.. góð. Hún er það eina sem ég á skilið. Lýt upp og sé hann, hann sér mig.

Hann segir við mig Hæ
Hæ svara ég á móti
Hann faðmar mig, mér finst það svo erfitt, mig langar að kyssa hann en hún er þarna, hans núverandi, ég er bara fyrrverandi. Hef engann rétt á meiru en faðmlagi.

Nú veit ég það. Nú er tíminn. Slít faðmlaginu og segist ættla að skjótast bakvið. Hann spyrð mig hvers vegna og hvað sé að? Hann veit alltaf þegar einhvað er að. En ég brosi mínu gerfi brosi og segi að allt sé í lagi, ég ættli bara að fara að fá mér sígó. Hann verður skrýtinn í framann því hann veit að ég reyki ekki. En hann reykir, svo hann segist einfalldlega ættla að koma með mér, ég bið hann um að sleppa því, lauma littlum miða í hendina á honum. Skipa honum að bíða og fer svo bakvið.

Ég sest bak við sjoppuna og tek upp gripinn. Ég tók hana með mér, bara til vonar og vara. Ég er fegin að eg gerði það því nú er tíminn. Stóra stundin, nú mun ég nota hana.

Ég hugsa, um hann, Minn fyrrverandi. Hugsa einnig um minn núverandi.
Minn núverandi sem ég elska ekki. Ég elska hann, aðeins hann, minn fyrverandi. En hann elskar ekki mig. Ekki á neinn hátt. Ekki lengur, ef hann gerði það þá einhventíman. Vellti fyrir mér hvort hann sért búin að lesa bréfið? Hvort hann muni gera það? Ég vona það. Ég vona að hann sýni kærustunni sinni það ekki. Þetta bréf er persónulegt, stílað á hann og ættlað honum einum.

Ég vil ekki að hann sjái þetta, vil ekki að hann stoppi mig og segir einhvað sem særir mig bara enn meira, vil ekki að hann nuddi sallti í sárin.

Tek hana upp, enda þjáningar mínar. Þjáningar sem hafa staðið yfir frá því í lok júlí. Um verslunarmannahelgina. Helgina sem hann hætti að tala við mig. Ég hata verslunarmannahelgina.Tek í gikkinn, Skýt mig í hausinn en dey ekki strax, en ég finn ég er að deyja. Finn engann sársauka, mér líður betur núna en mér hefur liðið seinustu daga, vikur, mánuði.. Því ég veit að allar mínar þjáningar munu enda hér.

All verður svart. Ég finn vindinn blása, ég finn kullda, sem er samt svo hlýlegur. Ég finn gleði sem er samt svo sorgleg. Ég finn fyrir létti, sem er samt svo þungur. Ég finn ekki neitt, ég er farin. En ekki á betri stað. Það er ekkert sem bíður mín, ekkert sem beið mín, ég sé ekkert ljóst, enga engla, ekkert. Ég stend upp, er ég á lífi ? labba að glugganum og sé hann. Hann krumpar miðann minn og hendir honum í ruslið. Hann kyssir kærustu sína. Hann las ekki ekki miðann.

Ég banka á gluggann. En enginn lýtur við.
Ég öskra og græt en enginn heyrir.

Loks átta ég mig á þessu öllu saman. Það er enginn Guð, ekkert himnaríki eða helvíti, þetta var allt einn annar lyginn. Ég slapp ekki frá þjáningum mínum. Ég gerði þær aðeins enþá verri, þáningar mínar munu aldrei taka enda. Aldrei.
Ég er fangi í hinum stóra heimi.


Afsakið, það eru líklega mikið af stafsettningar villum i textanum og ef þið vilið, endilega leiðréttið þær.

Ég vil taka það fram að ég er að nota stað þar sem ég kyntist mínum fyrverandi. En þetta er þó ekki sönn saga á neinn hátt, ég æli ekki eða neitt svoleiðis og ég sé ekki sólina fyrir mínum núverandi. Mér finst bara þægilegra að nota einhvað sem ég veit hvað er.

Takk fyrir og öll komment þegin, góð og slæm, og já augljóslega er þetta fyrista smásagan mín.