Ég leit á hana. Hún var dáin. Friðsælt andlitið endurspeglaði umhyggju og ást. Ég horfði í síðasta sinn á móður mína þar sem hún lá í rúminu. Ég var búin að búa mig undir dauða hennar. Hún var með ólæknandi sjúkdóm og búið var að spá því að hún myndi deyja bráðlega. Ég grét og tárin láku niður vanga minn. Ég var orðin munaðarlaus.
Ég heiti Ásthildur Elín og er 12 ára gömul. Pabbi minn var sjómaður en hann fórst þegar skipið hans sökk. Mamma vann fyrir okkur sem saumakona. Þá greindist hún með ólæknandi sjúkdóm og dó viku seinna. Nú er ég á munaðarleysingjahæli bæjarins, sem er í raun alveg ágætt, fyrir utan gribbuna hana Gógó. Hún er forstöðukonan þar og hefur mikla ánægju af því að láta okkur þjást. ,,Einn daginn ætla ég að strjúka héðan og eignast gott heimili” segi ég upphátt við Kára, sem er besti vinur minn á hælinu.
Þarna kemur Gógó, líklegast til að láta mig vinna eitthvað leiðindaverk.
,, Ásthildur, hvaða slæpingur er á þér telpa? Hunskastu út í búð og keyptu fimm potta af mjólk, og flýttu þér svo letinginn þinn” segir Gógó með sinni eitruðu rödd.
Ég tek við peningunum, sem eru fimmhundruð krónur og flýti mér í búðina. Á leiðinni sé ég konu sem er að selja hvolpa. Ég geng til hennar og spyr hana hvað þeir kosta. ,, fimmhundruð krónur stykkið” segir hún með vingjarnlegri röddu. Ég er í miklu stríði við sjálfan mig. Ætti ég að kaupa þá, hugsa ég með sjálfri mér. Kannski er þetta tækifærið mitt. Mig hefur alltaf langað í hund.
,, Ég ætla að fá einn, segi ég næstum ósjálfrátt”. Ég rétti konunni peninginn og hún réttir mér einn hnoðra á móti.
Minn eiginn hundur. Ég skýri hann á staðnum, Kátur á hann að heita. Ég fer í næstu ruslatunnu og gref upp snærisspotta, bind hann um hálsinn á Kát og hjúfra mig að honum.
Mikið er hann mjúkur og fallegur. Brúnn með hvítan blett á auganu. ,,Best að fara að drífa sig heim” segi ég upphátt við Kát.
Ég laumast undir girðinguna á munaðarleysingjahælinu og kíki inn um gluggann. Gógó var að skammast í Erni, yngsta barninu á hælinu. Ég ákvað að laumast inn og það gekk bærilega. Að vísu brakaði aðeins í stiganum en Gógó virtist ekki heyra það. Ég faldi Kát undir rúminu í herberginu mínu og hljóp niður.
,, Gógó, það komu strákar og tóku mjólkina af mér” sagði ég og gerði upp grát. Gógó leit reiðilega á mig og sagði svo ,, Fyrst svo er þarftu að vinna við að þrífa klósettin út þessa viku. Ég lýð ekki svona aumingjaskap. Mættu til mín á skrifstofuna klukkan 6 og taktu út þína refsingu!
Ég labbaði upp stigann og bölvaði Gógó í hljóði. Þetta var síður en svo réttlátt, fannst mér allavega.
Ég gerði upp hug minn. Ég ætlaði að strjúka og það strax í kvöld. Kátur var búinn að rífa í sig sængina mína og allt var útatað í dún. Ég tók til helstu nauðsynjar og lét þær í poka. Læddist svo niður í eldhús og stal mat úr skápnum. Ég hljóp niður í kjallara með Kát í eftirdragi og varð frelsinu fegin þegar ég komst út um kjallaradyrnar. Við hlupum svo þar til að við vorum komin í örugga fjarlægð. Kátur var orðinn þyrstur svo við stoppuðum hjá læk. Örkuðum við svo aftur af stað. Þegar farið var að rökkva stoppuðum við til að fá okkur að borða. Við kláruðum matinn og ætluðum að finna okkur góðan næturstað. Þá skall á niðdimm þoka svo að við sáum ekki handa okkar skil.
,, Kátur”, kallaði ég frekar skelkuð.
,, Voff” var svarað.
Ég gekk í áttina að hljóðinu.
,, Kátur” kallaði ég aftur.
,, Voff” var svarað í annað sinn.
Svona gekk þetta í nokkurn tíma, ég kallaði, hann svaraði og ég gekk í átt að hljóðinu. Ég var orðin köld og blaut þegar þokan leystist allt í einu upp.
Ég lagðist niður, örvinda af þreytu.
Kátur lagðist við hliðina á mér og ég hjúfraði mig að honum.
Lífið var ekki svo slæmt eftir allt saman.
Ég var frjáls!