Það var einn dag sem fimm ung börn léku sér saman er þeim var boðið að ganga í matvörubúð og leika sér þar sem áttungur eins barnsins sem sá um að gæta þeirra átti. Þau fóru í feluleik og það var ungur drengur að nafninu Egill sem var hann. Í leik þeim er þau spiluðu voru reglur eftirfarandi: allir nema einn skulu fela sjálfa sig og svo skal sá eini valinn leita og sá er seinastur finnst vinnur.

Freyja, Óskar, eða Óski eins og hann var nefndur af ungmennunum, Hugi og Heiðrún földu sig hver á stað sínum.

Fann Hugi sér felustað fyrstur og var hann hæstánægður með staðin sem hann fann. Fyrir framan hann stóð eitthvað sem leit út fyrir að vera stór málmtunna með risastöng standandi upp úr. Snéri hann því til leiðar við að opna þessa tunnu og var sú tíð stutt er hann reyndi þar sem lokið rann af sem olíu smurður öndur. Hann hellti sjálfum sér ofan í tunnuna og brá svo lokinu aftur fyrir og beið er Egill skyldi leikinn hefja.

Og Freyja var næst felustað að finna er hún sá svo einfaldlega stórar málmdyr er læddust yfir allt herbergið og opnaði hún þær skjótt. Kalt loftið tók til að gróa inn í klæði hennar er hún steig inn og leyfði hún dyrunum að lokast þar með. Þar inni var hilla er menn sem vilja fæðast vilja gjarnan að hafa og sest hún þar á bakvið og verður það hennar ákvörðun að stoppar hún þar.

Óski var því næstur og kvað hann hafa fundið betri stað en nokkur annar er hann sá skáp með svo drullufylltu gleri að engin sá maður er um heim gekk skyldi sjá þar á gegn. Þó það tíman tók og var það hið mesta þrekvirki var það að hans mestu bón að príla upp í skápinn því hann vissi að hann léti ekki leikin ef héldi hann sig þar. Sá hann eigi að það var afl all mikið.

Heiðrún horfði fram á allskyns staði en eigi varð henni að heppni fyrr en hún fann stórt herbergi fullt af alls kyns vélum. Hún brá sér fyrir eina hillu og var skjótt horfin fyrir sjón hvers manns. Þótt eigi var þetta góður staður gæti hún unnið að heppni og þó.

Hóf Egill þá leitina og hikaði ekki við það er manvit hans var talið mest af öllum drengjum og var hann mögur hins mesta höfðingja. Byrjaði hann að stíga þvert á eldhúsið sem var flöktandi af sveita sem rann þvert á gólfið. Brá honum mikið við þetta og ætlaði að hlaupa út, en úr því höfðingja sonur var hann snéri hann á hæl og gekk inn í stóra herberið sem sveitin rann úr.

Er hann gekk inn í herbergið tók á móti honum bjór Heiðrúnar sem þakti öll gólf og alla veggi og var sveiti hennar út um öll gólf og hann vissi eigi hvað skyldi gera. Og hann hljóp þá út að stórum málmdyrum í leit að gangi út en var hann þá eigi lengi að finna frosið í gegn fjör Freyju þar inni haldandi í húninn og leit út fyrir að hún reynt hafi að sleppa. Og hún var dauð. Er hann reyndi þá að hlaupa aftur inn í eldhúsið kom skyndilegt hljóð rennandi úr skáp einum sem á veggnum hékk. Á ósköpum slíkum snéri Egill sér samt við í forvitni og það var þá er hann sá Óska inn í skápnum í Vafurloga allur og var það hans mjötuður og þá missti Egill allt vit og er hann ætlaði að missa fæðu sína eða æla í málmtunnuna og er hann opnaði hana sáu augu hans Huga liggjandi í sveita sínum og hreðjar hans og innefli lágu um allt og allt fjör úr honum farið. Egill ældi.

Nú er vitið var farið hljóp Egill á brott frá matvörubúðinni og kom hann þangað aldrei framar. Eftir slíka tíð var nafn hans Egill Vitfari.
Hugi, er faldi sig í kassapressunni, kramdist verr en Mjölnir gæti kramið nokkurn mann. Freyja, er faldi sig í frystinum, fraus verra en nokkur maður í fimbulvetri. Óski, er faldi sig í kjúklingaskápnum brann verr en nokkur maður brann undir sverði Surts. Heiðrún, er faldi sig á bak við sögina, sagaðist í fleiri bita en fenrisúlfur hafði nokkurn tíman tekið mann í. Og þá lagðist þessi saga.



markmið þessarar sögu var bara að skrifa eitthvað með mjög svörtum húmor og hafa það í gömlum stíl… ef einhver skilur ekki eitthvað þá getið þið bara spurt mig, það er hið minnsta mál þar sem ég skal alveg viðurkenna það að ég gæti sjálfur ekki skilið þetta ef ég hefði ekki skrifað þetta… og þar sem ég hef aldrei skrifað sögu í svona stíl þá má hver sem er benda mér á villur sem ég hef gert í textanum…
Ég heiti ekki gummi (og ekki heldur Guðmundur)…