Við sátum þarna, tvö ein. Það var þögn. Þögning með honum er svo þægileg, við þurfum ekki að gera einhver hljóð, okkur líður vel. En ég finn það á mér að nú er eitthvað að, þögnin er ekki þægileg, hún er vandræðaleg, það er eins og hann þurfi að segja eitthvað en komi því ekki frá sér. Ég lýt á hann og sé það á honum að það sem honum langar til að koma frá sér boðar ekki gott.
-
Ég man þegar við kynntumst, það var á djamminu og ég var að skemmta mér með vinkonum mínum, edrú eins og alltaf, ég ráðin til að keyra vinkonunum heim að loknu djammi. Ég sat ein og sötraði á gosinu, horfði á allt fólkið sem var að skemmta sér, ég öfundaði þau ekki vitund, ég þarf ekki áfengi til að skemmta mér. Svo sest hann við hliðin á mér…
“Hæ, þú ráðin líka til að keyra ?”
Ég varð hissa, það er ekki svo gefið að strákar byrji að tala við mig af fyrrabragði.
“Öhm.. já.. heh.. Stelpurnar þurfa auðvitað far, einhver verður að gera þetta”
Svara ég hálf vandræðaleg. Hann lýtur á mig.
“Villtu… ekki ditsa þær bara og koma útá röltið? Ég þoli ekki að vera senditík, vill skemmta mér með einhverjum svona einu sinni”
Ég leit forviða á hann. Af öllum auðveldu, fullu og fallegu stelpunum, vildi hann fara út með mér. Litla, þybbna, fyndna stelpan. Vinkonan. Hann blikkaði mig og brosti, tók í höndina á mér og leiddi mig út. Ég roðna.
-
Hann verður vandræðalegur í framan og lýtur undan, en ég horfi áfram framan í hann.
“Komdu þessu bara frá þér, það getur varla verið svona erfitt”
Segji ég, þótt ég viti að þetta boðar ekki gott.
“Elsa.. Ég .. Mér finnst bara að við ættum að taka okkur pásu, hlé, þú veist. Mér finnst eins og þú.. já, sért með hálfgerða þráhyggju fyrir mér”
Hóstar hann uppúr sér, og sest almennilega upp og grúfir andlitið í höndum sér. Ég hinsvegar missi andlitið, ég vissi að það yrði slæmt, en þetta er of mikið.
-
Feimnin alveg að drepa mig, þetta gerist sjaldan, samt líður mér vel. Hann talar og talar og ég læt eins og ég sé að hlusta, kinka kolli annað slagið. Ég horfi á hann og sé hvað hann er fallegur, svo er hann svo góður. Glætan að það verði eitthvað samband útúr þessu, honum langar í vinkonu.
“Þú ert falleg”
Ég heyrði þetta. Ég hrekk uppúr hugsunum mínum og trúi ekki mínum eigin augum. Var þessi fallegi, góði strákur að segja þetta við mig?
Hann gengur að mér og við kyssumst, löngum kossi. Ég hefði viljað að þessi stund myndi vara að eilífu.
-
Hann stendur loks upp, eftir langa vandræðalega þögn. Ég sit enn og er að reyna að ná áttum.
“Ég.. uhm… Hringi”
Ég brotna niður og græt, hann nánast hleypur út.. feginn að hafa losnað undan mér.