Mín fyrsta saga hingað og vonandi lýst ykkur á hana.
Svarti Sauðurinn
Hann stóð úti í rigningunni og grét. Hann grét meir en hann hafði nokkurn tíman gert á æfi sinni. Allt var hljótt og dimmt. Húsin voru eins og mósaík myndir allt í kringum hann og hann velti því fyrir sér hvort einhverjum þótti vænt um þau. Hann leit á þau og sá hversu vel þeim var viðhaldið og hann áttaði sig á því að meiraðsegja húsin fengu meiri væntumþykju en hann. Hann hafði fórnað 3 árum í unglingsárum sínum í stelpu sem að hafði ekki gefið honum neitt nema brostið hjarta. Hann hafði elskað hana og fórnað sér fyrir hana sem orsakaði það að hann missti 3 putta. Það eina sem að hann fékk var koss á kinn og þakkarbréf. Hún leit ekki einu sinni augu hans. Öllum var sama nema honum, en hann var ekki viss um hvort honum væri sama.
Hann ólst upp í vel efnaðri fjölskyldu og átti gott líf, svo þegar hann varð 15 ára gamall kynntist hann stelpu sem hann varð ástfanginn af við fyrstu sín. Hún leit út eins og engill með ljóst axlasítt hár, skerandi blá augu og svo undurfögur. Hann grét við tilhugsunina og horfði á pokann hann var hálf tómur. Hann tók smá upp og tróð í pípuna og kveikti í, hann vissi einnig að þetta var hans seinasta skipti og andaði reyknum að sér og fann vímuna renna í gegnum líkamann. Hann dofnaði og fann hvernig hann gat ekki lengur verið sorgmæddur.
Hann gekk bakvið eitt húsið og settist niður upp við það og tók upp byssuna sem hann geymdi í vasanum, hann hlóð hana og stóð aftur upp. Hann hugsaði með sér að fyrst hann myndi deyja þá gæti hann alveg eins tekið nokkra með sér. Hann braut upp hurðina og skoðaði sig um. Hann sá mann sem starði á hann og öskraði, hann tók í gikkinn og maðurinn féll niður, það fór sælutilfinning um hann og hann hélt áfram. Hann sá þar næst lítinn dreng en hann gekk framhjá honum og hugsaði með sér að það væri gott ef hann ætti einhvern sem vildi taka hann að sér.
Hann gekk upp stigann og sá þar hvar stúlka og strákur sátu í sófa og strákurinn stóð upp en var of seinn. Hann skaut hann 2 sinnum og horfði á stelpuna fullur undrunnar. Hann sá að það var eitthvað kunnulegt við hana og sá að það runnu tár niður kinnar hennar. Hann missti byssuna og áttaði sig á því að þetta var hún, sú sem hann elskaði. Hann hljóp að henni og faðmaði hana. Hún var svo köld en honum var sama hann sagði að honum þætti þetta leitt og að hann vildi bæta upp fyrir það en að það væri of seint fyrir það. Hann gekk þangað sem hann hafði misst byssuna og tók hana upp. Hann skaut sig og það eina sem hann heyrði rétt áður en hann gerði það var þegar hún sagðist elska hann. Hann sá eftir þessu en allt í einu varð allt svart.
Hann stóð frammi fyrir hinum mikla herra. Hann sagði við herrann að honum þætti fyrir þessu en hann vildi gera allt til þess að komast inn í hinn mikla garð. Hinn mikli herra sagði að þetta væri í lagi, og að þeir sem hann skaut væru ekki góðir menn. Hann sýndi honum svo hvað þeir höfðu gert og hleypti honum inn í garðinn. Hann spurði rétt áður en hann fór inn í garðinn hvort stúlkan væri í lagi og drengurinn. Herrann svaraði játandi og að stúlkan hafi tekið hann að sér og lifði nú hamingjusömu lífi en vantaði eitt og það var hann. Hann hugsaði þá með sér með von í hjarta að hann dó ekki til einskins heldur hafði hann gefið tveim manneskjum von um betra líf. Hann gekk inn og sá hve allt var fallegt og var sáttur við sig í fyrsta skiptið í langan tíma.
Takk fyrir lesturinn.
Endi