-Blóð mun renna í dag. Blóð óvina minna mun renna í stríðum straumum niður dal hefndarinnar. Þeir munu fá að sjá eftir því að hafa tekið frá mér það eina sem að ég hef nokkurn tíma elskað.
Hár hans og skegg blakti í vindinum þegar Talbíts steypti sér yfir flokk manna sem að flýðu á harðahlaupum yfir gamlann stríðshrjáðann akur.
Analúts rak upp öskur þegar að talbíts blés eldhafi inn í miðjann hópinn. Lyktin af sviðnuðu mannsholdi fyllti vit Analúts konungs en houm var alveg sama, það eina sem að hann hugsaði um var hefnd.
Hann mundi eftir Brosinu hennar, bros sem að gat brætt hvaða hjarta sem er, jafnvel íshjarta Analúts. Analútur var þekktur fyrir mikla grimmd bæði í bardaga og stjórnarháttum. Þar til að Stalía birtist honum. Hún var dóttir eins af drekahirðum hans og hann hafði ætlað að láta hálshöggva föður hennar. Hún hafði komið fyrir hann með tárin í augunum og grátbeðið hann um að sýna föður hennar vægð. þegar að hann leit í Tárbólgin augu hennar þá gerðist eitthvað innra með honum, slíka fegurð hafði hann aldrey séð. Hann sleppti föður hennar og lét það feðgin búa í höllinni hjá sér. Ást hann til stúlkunnar óx með hverjum deginum og þagar að faðir hennar lést þá tók hann hana að séróg ól hana upp eins og dóttur.
Þar til að flokkur uppreisnarmanna réðst inn í Höllina myrti stúlkuna hans, litla gimsteininn.
Nú var tími fyrir hefnd.
Takk fyrir vasann maður, hann er fallegur. Svo get ég geynt blóm í honum líka.