Smá stund leið og albert beið. Þegar hann var búinn að færast rúmlega tvö skref áfram þá snéri maðurinn í fjólubláu peysunni sér við “nei blessaður” sagði maðurinn snögglega og áður en Albert vissi var maðurinn farinn að muldra eitthvað um gríska goðafræði. Albert gat ekki gert annað en bara beðið stjarfur á meðan maðurinn í fjólubláu peysunni talaði og talaði. Hann lauk máli sínu og þá sagði Albert skjótt
“ókei, gott að vita.”
“fannst þér þetta ekki áhugavert?” spurði maðurinn móðgaður.
“jú jú” svaraði Albert og vonaði að maðurinn myndi hætta að tala.
“þú ert að ljúga… en hafðu engar áhyggjur, þú ferð ekkert til helvítis. Guð var sjálfur að ljúga þegar hann sagði þetta.”
“ég er ekkert að ljúga.” sagði Albert frekar hissa yfir þessari ásökun.
“ég tel þá alla vega að þú sért ekki að segja sannleikann vinur minn. Mér fannst þú vera með mjög óheillandi svip þegar þú sagðir, ókei.”
”ég er bara ekki í neinu rosalegu stuði, ég væri alveg til í að vera bara einn.” Sagði albert og gaf sérstaklega til kynna að hann vildi að maðurinn færi.
“þegar maður vill vera einn þá fer maður ekki í alveg hreint rosalega langa röð” sagði maðurinn og hló svo.
“veistu, ég vil eiginlega ekki tala við þig núna”
“það er gott” hélt maðurinn áfram “því þú ert ekki að tala við mig, ég er að tala við þig. Þú ert bara að hreyfa munninn og að gefa frá þér einhver hljóð. Alveg síðan ég hitti guð þá hef ég getað talað. Þetta venjulega fólk sem þú sérð dags daglega talar ekki, þau eru bara að gera það sama og þú. Þau eru bara að gefa frá sér hljóð. En reyndar eru til nokkrir fleiri sem geta talað þarna úti í heiminum en ég held allavega að ég sé sá eini á Íslandi.”
Albert vissi ekki alveg hvað hann átti að segja. Í þessari löngu röð þurfti hann að vera fastur með einhverjum geðsjúkling og það leit ekki út fyrir að hann væri að fara að hætta að tala.albert sagði bara við sjálfan sig: skítt með það. Hann ákvað að tala bara við þennan forvitnilega mann: “svo þú getur talað við guð?”
“já það get ég” svaraði maðurinn stoltur “hann talaði fyrst við mig fyrir þremur árum og svo ári seinna þá gaf hann mér þann hæfileika að geta að láta fólk breytast í bláan reyk.”
“breytast í bláan reyk segirðu?” hélt Albert áfram að spyrja
“nei, ég segi ekki. Ég tala, en jú fólkið hverfur bara og eftir verður aðeins blá gufa eða reykur.”
“já, þú meinar. Geturðu sannað það? Gætirðu til dæmis látið konuna fyrir aftan mig hverfa núna og láta hana breytast í bláan reyk?”
“nei” svaraði maðurinn “ég get ekki gert það núna í miðri röð, það myndi valda öngþveiti.”
“já einmitt, á eftir” segir Albert með Kaldhæðins ívafi “en ég hélt að guð vildi aðeins góða hluti.”
“guð er mjög óútreiknanlegur” hélt maðurinn áfram “hann á til með að gera mjög fáránlega hluti. Guð er nefnilega ekki einhver vitringur sem skapaði heiminn. Hann er bara hálfviti með völd.”
“og reiðist hann ekkert þegar þú segir þetta?”
“nei, nei… hann áttar sig fullkomlega á þessu sjálfur, honum er bara alveg sama. Albert hlær og lítur svo upp til himinsins, “er hann þarna uppi?”
“nei, ekki lengur. Hann var alltaf þarna uppi en svo einn daginn þegar honum leiddist ákvað hann að finna eitthvað upp sem kallast lofthræðsla. Hann er en þá að vinna í því að finna eitthvað upp sem getur losað hann við lofthræðsluna.“
“hann hljómar eins og mjög merkilegur kall.”
“já já, hann er það, hann er samt hálfviti.” Allt í einu hætti hann að tala og horfði djúpt augun á Alberti. Albert óskaði á þessu augnabliki að hann væri skjaldbaka. Hann óskaði þess að hann væri með skel sem hann gæti hniprað sig saman í. Hann gat engan veginn flúið þessi augu mannsins og svo allt í einu í pínulítinn part af sekúndu þá trúði Albert því sem maðurinn hafði verið að segja. Hann vaknaði skjótt úr þeim draumi þegar maðurinn öskraði allt í einu framan í Albert. Albert hafði aldrei verið týpan í það að bregða svo hann stóð bara grafkyrr. Alt í einu fór svo maðurinn aftur að hlægja. Albert vaknaði: “hvað var þetta?” spurði albert hissa.
“ég er bara að gera smá tilraun.” Maðurinn tekur upp smá blað og einhvern fyrirtækja auglýsingar kúlupenna og rissaði svo eitthvað á blaðið. “ég er að gera félagsfræðilega tilraun um það hvað gerist ef ég öskra framan í fólk. Ég stefni á að komast í sömu hillu og Karl Marx, Max weber og Emile Durkheim með þessum Öskurstilraunum.“
“já, gangi þér bara vel, hvað ertu búinn að öskra framan í marga?”
“þú ert númer 4882. ég öskraði framan í Jesús um daginn. Ég hef aldrei séð annan eins svip. Það var eins og andlitið á honum hafi lent undir krana. Ég myndi gefa litla puttann minn fyrir að fá að eiga þetta móment á video.”
“sagðirðu Jesús?” “já, við erum ágætis félagar. Við förum stundum í keilu saman. Ég rústa honum oftast en stundum nær hann að vinna mig. Ég finn á mér að hann sé bara að notast við einhver kraftverk af því kúlan beygir alltaf bara allt í einu í átt að keilunum en mér er svo sem sama. Ef maður er með hæfileika, af hverju ekki að nota þá.” allt í einu áttaði maðurinn sig á því að hann var kominn upp við hraðbankann. “sko, tíminn er svo fljótur að líða þegar maður á í góðum samræðum við fólk.” Maðurinn snéri sér við og fór að fikta í hraðbankanum.
Albert gat ekki annað en hugsað það sama og maðurinn, tíminn hafði verið óeðlilega fljótur að líða. Albert bjóst við því að hann þurfti að vera þarna í að minnsta kosti í klukkutíma en honum fannst aðeins korter vera liðið. Hvernig gat þetta gerst, það var eins og hann hafi bara svifið að hraðbankanum. Hann mundi ekki eftir því að hafa tekið neitt einasta skref.
Maðurinn snéri sér svo við svo hann snéri í átt að Alberti.
“bless og takk fyrir mig” maðurinn gekk snögglega burt án þess að Albert náði að svara. Albert horfði bara á eftir manninum hverfa út í veruleikann. Allt í einu pikkar konan sem stóð fyrir aftan hann í röðinni í hann:
“það er komið að þér.” Sagði ljóshærða, litla konan í grænu úlpunni og brosti til hans. Albert sagði ekkert. Hann snéri sér að hraðbankanum og gerði sína hluti.
Hann steig út úr röðinni og ákvað að gleyma bara þessum róna sem talaði svona mikið í röðinni. Hann tók upp ferðageislaspilarann sinn, stillti á Cradle of filth og gekk af stað brosandi frá röðinni. Hann heyrði ekki í fólkinu öskra og hann tók ekki eftir bláa reyknum sem rétt náði að sleikja hælana á honum.
Ég heiti ekki gummi (og ekki heldur Guðmundur)…