Hann heyrði hvað móðir hann dæsti fyrir aftan hann, hann hafði fundið síðustu daga fyrir því að móðir hans var farin að hafa áhyggjur af honum. Þótt að hann reyndi að gera upp gleði til þess að reyna að blekkja hana um hvernig honum leið, en hann fann fyrir því að hún sá í gegnum hann. En hann var ekkert að fara fremja sjálfsmorð eða eitthvað í þá áttina. Þetta var bara vandamál sem hann gat ekki talað við hana um, réttara sagt gat hann eiginlega ekki sagt neinum frá þessu vandamáli.
Áður en hann vissi af þá rétti hún honum síman. “Bárður, það er síminn til þín”. Hann tók við símanum hugsandi hver ætli það sé sem er að hringja í hann núna. Hann svaraði með hálfdaufum tón í síman. Á hinni línunni var besti vinur hans, Konstantín, sem hann kynntist fyrst í 10 unda bekk, þeir hefðu orðið vinir gegnum fótboltann og síðan eftir að grunnskóla lauk haldist í bandi þó að þeir færu í sitthvora átt. Hann var alltaf hress, hann gat talað við hann um allt og ekkert.
Símatalið var frekar stutt eins og venjulega, enda notuðu þeir aldrei síman til að talast mikið saman, þótt þeir væru nánast vanir að hringja í hvorn annan næstum daglega, þeir notuðu hann til þess að ákveða hvort þeir ættu að hittast, og núna fannst honum þægilegt að hann skuli hafa hringt, því núna gat hann gleymt það sem hann var að vesenast með og skemmt sér yfir því að fara í bíó, hann gerði það reglulega enda mikill bíógestur, satt að segja sá hann flestar myndir með Konstantín.
Þegar kvikmyndin var búinn þá skutlaði Konstantín honum heim og þeir ákváðu að talast sama daginn eftir því að þeir ætluðu í líkamsræktina á Laugum þá. Hann var nefnilega reyna að losna við þessi aukakíló sem hann hefði safnað saman á unglingsárunum og besti vinur hans var að reyna að byggja aðeins upp.
Þegar hann kom heim þá voru allir á heimilinu sofnuð, þannig hann læddist létt um íbúðina til að vekja ekki foreldrana sína og 3 yngri Systkini sín. Þegar hann kom inní herbergið sitt fór hann að græjunum og setti á blandaðan disk með rólegum lögum og setti á sig Sennheiser heyrnatólin, þar byrjaði hann að heyra ljúfa tóna með Eagley Eye Cherry - Save Tonight.
Meðan hann lá þarna í rúminu sínu fór hann að pæla af hverju hann væri svona mikill aumingi, hann hefði klúðrað tækifærinu sínu, réttara sagt nokkrum tækifærum sem hann líklegast fengi aldrei aftur með stelpunni sem hann var hrifinn af, hann var reiður sjálfum sér af hverju hann gæti bara ekki sagt henni þetta. Hann hugsaði með sér að þetta gæti varla verið svo erfitt fyrir að segja henni þetta, en sannleika sagt, því lengra sem þetta dróst því erfiðara var þetta fyrir hann. Núna var hann farinn að finna fyrir því að þetta væri hreinlega orðið of seint.
Meðan hann lá í rúminu hugsandi um þetta, fann að tár var að fara að renna niður, eitt og eitt, þetta særði hann. Hann hefði alltaf komið með afsakanir fyrir sjálfan sig, af hverju hann gerði ekki neitt, af hverju hann var svona mikill aumingi, hann hefði sagt eins og t.d. “þetta var ekki rétta stundin” “Of lítill tími” “Of þreyttur” eitthvað svona rugl sem hann hefði sætt sig við, en núna þegar hann leit til baka sá var bara bull í sjálfum sér til þess að reyna láta sér líða betur yfir aumingjaskapnum.
Allt í einu stökk á hann bros, hann var þarna grátandi, og það vildi svo kaldhæðnislega til að akkúrat þegar hann hefði tárast þá hefði Cry byrjað að spilast í geislaspilarum með James Blunt. Hann hreinsaði tárin og lagðist til hliðar, hugsandi með sér að núna væri hann líklegast bara góður vinur í augum stelpunnar sem hann var hrifin af, hann fann hversu sárt það var að viðurkenna það fyrir sjálfum sér, hann var viss um að þessi stelpa var komin yfir hann, hann hugsaði með sér, að það nennti enginn að bíða eftir sér í nokkra mánuði þangað til að hann reyndi að gera eitthvað í sínum málum. Hann ákvað að snúa sér á hliðina til þess að fara að sofa, hann vissi að hann ætti ekki möguleika lengur þótt að það særði, en hann hugsaði með sér að hann væri þó komin með góða vinkonu, og hann var vanur að vera góður vinur.
Text text.