Þetta er fyrsta smásagan sem ég set á netið og ég veit ekki alveg hvernig ykkur mun líka við hana. En njótið vel!!
Regnið buldi á gluggarúðunum. Það hafði rignt eins og hellt væri úr fötu allan daginn.Göturnar voru á floti og rennurnar svignuðu undan vatni. Rennblautir bílar runnu eftir götunum og skettu vatni. Fólk flýtti sér í skjól í strætóskýlum,skemmum og sumir hættu sér niður í foxin,eða loftvarnarbyrgin.
Allt í einu heyrðist væl ,væl sem áður gegndi hlutverki brunaviðvörun,en gegndi nú öðru hræðilegu hlutverki. Þetta var stríðsflautan. Flautan sem var gerð til að vara fólk við árásum. Og árásin lét ekki standa á sér. Fimm skriðdrekar smeygðu sér inn götuna. Ofan á þeim sátu við vélbyssurnar gegnblautir hermenn og með því einu að lesa í svip þeirra sá maður að þeir voru ekki harla ánægðir með regnið. Skriðdrekarnir stefndu í áttina að Hótel Viarno. Það vissu allir í þorpinu að þar var stærsta vopnabúrið í landinu og þeir voru komnir til að eyðileggja það.
Inni í einu húsi sem var á móti Hótel Viarno stóð strákur við glugga og horfði út á götuna.
,,Þessar skriðdrekaárásir hætta aldrei’’, sagði hann við sjálfan sig. ,,Þeir rústa öllu þorpinu fyrr en varir!’’. Þessi strákur hét Mols og var með brúnt hár og dökkgræn augu. Hann var í bol með mynd af rifli á og dökkbláum buxum. Hann gekk frá glugganum út úr herberginu sínu. Hann gekk eftir stórum ganginum framhjá hurð herbergis stóra bróður hans. Hurðin var lítil og vesældarleg. Málning hafði flagnað af á sumum stöðum og á miðri hurðinni hékk stórt skilti sem á hafði verið skrifað klunnalegum stöfum: Truflið ekki! Mols gekk frá hurðinni niður að stiganum. Í hann vantaði margar tröppur og það marraði mikið í honum. Mols gekk niður stigann og kom að hurð með engum hurðarhúni. Í stað hans hafði verið fest band sem Mols togaði í og þá opnaðist hurðin. Hann kom inn á gang þar sem allt var á floti. Kona stóð á miðju gólfi með tusku að reyna að þurkka bleytuna. Hún var í rifinni skyrtu og buxum sem litu út fyrir að hafa verið skotnar margsinnis með skammbyssu. Hún var með ljóst hár og græn augu og hún virtist góðleg. Þetta var mamma Mols.
,,Ertu að fara út,elskan?’’,spurði hún.
,,Já’’, sagði Mols og gekk að fatahengi sem var í rauninni ekkert annað en spýta og nokkrir naglar. Mols tók margbætta úlpu og fór í hana. Hann gekk að dyrunum. Mamma hans virtist ekkert vita af skriðdrekaárásinni. Annars hefði hún ekki leyft honum að fara út.
,,Í þetta sinn vil ég sjá þetta’’,hugsaði hann og fór út.
Hann varð gegnblautur um leið og hann kom út. En honum var sama. Hann gekk eftir gangstéttinni. Hann gekk framhjá rústum húss sem hafði orðið úti í seinustu árás. Þegar hann kom að strætóskýlinu sem var mest krotaðasta strætóskýli í þorpinu snarstansaði hann og hann hreyfði hvorki legg né lið. Við strætóskýlið stóð skriðdreki og tveir hermenn við hlið hans. Þeir sáu hann og gengu í áttina til hans. Hann reyndi að hlaupa í burtu en hann gat það ekki. Fætur hans vildu ekki hlýða honum. Annar hermaðurinn sá hann og hreyfði hendina í áttina að skammbyssuvasanum. Og hann….tók upp úr vasa sínum nammi.
,,Má bjóða þér?’’, sagði hann. Þá sá Mols sér til mikils léttis að þeir voru Bandaríkjamenn og þeir voru bandamenn.
,,Já’’,sagði Mols og tók við namminu. Hann reif utan af því og borðaði það. Í þann mund sem þeir æluðu að snúa við í áttina að skriðdreka sínum heyrðist í skriðdrekafallbyssu skjóta. Allt lýstist upp og það seinasta sem Mols sá var eitthvað svart skjótast að honum og þrýstast að honum,gífurlegur sársauki og hann þeyttist burt.
Mols opnaði augun. Hann lá á jörðinni allblóðugur. Hann leit í kringum sig. Hann sá stóran sprengju gíg. Hermennirnir tveir og skriðdrekinn sáust hvergi. Hann gat ekki staðið upp svo hann skreið áfram. Þá sá hann föt hermannana liggja á jörðinni og bútar úr þeim….þvílíkur viðbjóður. Hann leit við. Þá sá hann að þar sem húsið hans hafði staðið áður var bara spýtnabrak og eldur logaði. Hann fann fyrir blossandi reiði. Reiðin gerði honum kleift að standa upp. Hann gekk að byssu annara hermannanna og tók hana. Hann ætlaði að koma fram hefndum. Þetta var M4. Hann kunni á svona byssu. Hann sá skriðdreka óvinanna og skaut að honum. Blossi kviknaði og skriðdrekinn sprakk á fimm sekúndum. Hann fékk bita í augað svo hann missti sýn. Hann missti byssuna og féll til jarðar. Honum fannst hann vera í lausu lofti. Hann sá hvítt ljós í svörtu hyldýpi. Hann færðist nær og nær. Svo varð allt hvítt og hann sá ský og engla. Hann var kominn. Hann var kominn.